Hvenær
April 6, 2025
kl. 13:30
Hvar
Fyrsta hæð

Hvað gerist ef maður fer á bak á hesti með hófa sem snúa aftur? Hver var þessi Kráka og hvers vegna vildi hún tólf ára gamlan hákarl í matinn?

Ingibjörg Fríða, þáttastjórnandi vinsæla fjölskylduhlaðvarpsins Þjóðsögukistunnar á RÚV, segir þjóðsögur fyrir börn og fjölskyldur í tengslum við sýninguna Ristur eftir teiknarann Eystein Þórðarson. Sögustundin fer fram á jarðhæð Þjóðminjasafnsins, sunnudaginn 6 apríl klukkan 13:30.

Eftir sögustundina gefst gestum tækifæri til að skoða myndirnar og velta fyrir sér þjóðsögunum sem eru innblásnar af.  

Aðgangur ókeypis

Um sýninguna Ristur:  

Á sýningunni gefur að líta prentverk eftir Eystein Þórðarson, sem byggð eru á íslenskum þjóðsögum. Aðferðin er tréristur en prentaðferðin er ein elsta leiðin sem þekkt er við prentun á lituðum myndlýsingum, margir kannast t.a.m. við japanskar tréristur.

Hvert verk er búið til með því að tálga út tréplötur fyrir ólíka hluta myndarinnar og prenta hvern lit á eftir öðrum. Því eru margar tréplötur unnar til þess að mynda í lokin eitt prentverk. Aðferðin er algerlega laus við tölvur en einungis eru tré, handverkfæri, málning og pappír notuð í ferlinu.

Verkefnið heldur á lofti íslenskum ævintýrum á tímum sífellt meiri áhrifa frá erlendum miðlum og er ætlað að varpa ljósi á sagnaarf Íslendinga með nýstárlegum myndlýsingum. Eysteinn Þórðarson myndskreytir og hönnuður stendur að baki verkefninu en það hlaut styrk hjá Hönnunarsjóði síðastliðið haust.

Fyrirlesturinn:

Youtube-rás safnsins

Dagskrá

Fylgstu með

Skráðu þig á póstlista Þjóðminjasafnsins.

Þegar þú skráir þig á póstlista Þjóðminjasafnsins færðu boð á sýningaropnanir, fréttir af viðburðum og sýningum og tilboð í Safnbúð.

Takk!  Staðfestu skráninguna með því að smella á linkinn sem við vorum að senda þér.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.