Safnanótt: Sundlaugabíó í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands

Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands bjóða í sundferð á Safnanótt. Í tilefni af því að íslensk sundmenning var nýverið tekin inn á skrá UNESCO um óáþreifanlegan menningarf, þá hefur Kvikmyndasafn Íslands tekið saman lifandi myndir af þessari merkilegu hefð Íslendinga; að baða sig í heitum laugum. Myndirnar verða sýndar á Safnanótt í Þjóðminjasafninu, en þar má meðal annars líta hinar fjölbreyttustu sundferðir og sundstaði, kennslu og keppnir sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Myndin er 30 mínútna löng og verður endurtekin á heila og hálfa tímanum í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins á fyrstu hæð safnsins á Suðurgötu. Fyrsta sýningin hefst kl. 18:00.
Sýningartímar eru eftirfarandi: 18:00, 18:30, 19:00, 19:30, 20:00, 20:30, 21:00, 21:30, 22:00 og 22:30.
Enginn aðgangseyrir er á viðburði safnsins á Safnanótt.











