Fyrirlestur og útgáfuhóf
„Syng, mín sál“: Tónlist í íslenskum handritum fyrri alda

Hvenær
November 2, 2025
Kl. 13
Hvar
Fyrirlestrarsalur, 1. hæð
Íslensk handrit frá fyrri öldum hafa að geyma hundruð sönglaga en fæst þeirra hafa verið aðgengileg flytjendum og áhugafólki um tónlist í áreiðanlegri útgáfu. Nú hefur Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur safnað saman 40 lögum úr þessum handritum og koma þau út haustið 2025 í vandaðri útgáfu hjá forlaginu Bjarti.
Ítilefni af þessari útgáfu mun Árni Heimir segja frá nokkrum laganna, rannsóknumsínum á uppruna þeirra og þeim áskorunum sem fylgja því að gera þau aðgengileg í nótnaskrift nútímans. Einnig verða leikin tóndæmi þar sem lögin hljóma í fyrsta flokks flutningi söngvara og hljóðfæraleikara.
Að fyrirlestrinum loknum verður boðið upp á léttar veitingar og bókin verður til sölu á sérstöku tilboðsverði.
