Þjóðsögukistan - Sögustund og teiknismiðja

Ingibjörg Fríða, þáttastjórnandi vinsæla fjölskylduhlaðvarpsins Þjóðsögukistunnar á RÚV segir þjóðsögur fyrir börn og fjölskyldur í tengslum við sýninguna Ristur eftir teiknarann Eystein Þórðarson. Í kjölfarið leiðir Eysteinn teiknismiðju, innblásna af kynjaverum úr þjóðsögum.
Hvað gerist ef maður fer á bak á hesti með hófa sem snúa aftur? Hver var þessi Kráka og hvers vegna vildi hún tólf ára gamlan hákarl í matinn? Svörin leynast í þjóðsögunum sem Ingibjörg Fríða ætlar að segja. Teiknarinn Eystein Þórðarson sýnir prentmyndir sínar, Ristur, í kaffihúsi Þjóðminjasafnsins. Myndefnið byggir hann á persónum og atburðum í íslenskum þjóðsögum. Aðferðin sem Eysteinn notar til að búa til myndirnar heitir trérista en sú aðferð er ein elsta leiðin sem þekkt er við prentun á lituðum myndlýsingum.
Viðburður fer fram á íslensku. Aðgangur er ókeypis.