Stofa - Kistlar / Woodcarving
3143 Kistill / Coffer (1731)
Kistill úr beyki og eik. Á lokinu er laufaviðarstrengur, í laginu eins og Z. Á hliðum og göflum eru latínustafir: S V Á framhlið er letrað: „?GVDLAVDG - ÞORG - ILS – DOTTERA“. Á annan gaflinn: „KISTI - LENN – MEDR, á bakhlið: IETTVOG - ERVELA - DHRN – VM“, en á hinum gaflinum: „KOME - NN - AN - O1731GLF“, þ.e. Guðlaug Þorgilsdóttir á kistilinn með réttu og er vel að honum komin. Anno 1731 GLF (Guð launi fyrir?).
Mynd 24 af 41