Beiðni um sýnatöku á safnkosti
Þjóðminjasafn Íslands hvetur til rannsókna á safnkosti í vörslu þess enda draga rannsóknir fram þá þekkingu sem í honum er fólgin. Til þess að sækja um leyfi til sýnatöku er nauðsynlegt að fylla út þessa beiðni.
Ef vandamál koma upp við umsóknina, vinsamlega hafið samband: munasafn@thjodminjasafn.is.
Reglur og leiðbeiningar
1. Beiðni um sýnatöku úr gripum (þ. m. t. beinum) ber að skila að lágmarki einum mánuði fyrir umbeðinn tíma. Beiðni verður svarað eins fljótt og auðið er, eigi síðar en mánuði eftir móttöku hennar.
2.Starfsmenn Þjóðminjasafnsins sjá ekkium að veljagripifyrir sýnatökur. Umsækjandi skal hafa skoðað gripina áður en beiðni um sýnatöku er skilað (Beiðni um aðgang að safnkosti til skoðunar). Nákvæmar upplýsingar um safnnúmer og heiti gripa er grundvöllur fyrir afgreiðslu umsóknar (6. Upplýsingar um safnkost).
3.Nákvæm rannsóknaráætlun skal fylgja beiðninni. Þar skal gerð grein fyrir markmiðum og tilgangi rannsóknarinnar. Tilgreina skal samstarfsaðila ef við á. Greina skal frá því hvers konar niðurstaðna og árangurs má vænta. Taka skal fram hvort umsækjendur hafi áður unnið að sambærilegri rannsókn (3. Rannsóknaráætlun).
4.Aðferðafræði við sýnatöku og greiningar skal lýst. Tilgreina skal hver muni taka sýnið og hvar æskilegt sé að sýnatakan fari fram. Gera skal grein fyrir stærð sýnis og hvaðan af gripnum sýnið verður tekið (4. Aðferðafræði við sýnatöku) og (5. Aðferðafræði við greiningu).
5.Vinnuaðstaða er í húsnæði munasafns Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði, panta skal tíma en aðstaðan er almennt aðgengileg milli 8 og 16 virka daga.
6.Samþykki umsóknar tekur aðeins til þess einstaklings eða einstaklinga sem nefndur/-ir er/-u í beiðni um sýnatöku.
Vinsamlega athugið:
Til að senda umsóknarformið er nauðsynlegt að vafrinn leyfi „kökur“. Gott er að ganga úr skugga um slíkt áður en formið er fyllt út til að koma í veg fyrir að innsláttur tapist.
Fylgdu þessum skrefum ef þú ert ekki viss um að vafrinn leyfi kökur:
- Uppi í hægra horni vafrans finnur þú tákn fyrir stillingar, oftast þrír punktar (…) eða þrjú strik.
- Smelltu og veldu „settings“ í fellilistanum.
- Finndu „privacy“ eða „security“.
- Þar ættir þú að geta valið „allow cookies“ eða „accept cookies“.
- Þá er að vista (eða bara fara til baka).
- Og nú er bara að fylla út umsóknina og senda án erfiðleika!
Ef vandamál koma upp, hafið þá samband: munasafn@thjodminjasafn.is.