Verslun og veitingar
Safnbúð
Þjóðminjasafnið rekur safnbúð auk vefverslunar þar sem aðaláhersla er lögð á minjagripi sem endurspegla sýningar og safnkostinn. Einnig er gott úrval af bókum, meðal annars sérútgáfum safnsins.
Í safnbúðinni er fjölbreytt úrval af fallegri gjafavöru. Þar er meðal annars að finna eftirmyndir af skarti sem er til sýnis á safninu. Þar eru einnig galdrastafir, töfrarúnir og Þórshamar ásamt fleiri eftirgerðum af vinsælum gripum á safninu. Einn vinsælasti gripurinn er eftirgerð af líkneski frá því um 1000 af hinum heiðna guði Þór.
Safnbúðin er opin á sama tíma og Þjóðminjasafnið. Vefverslun safnsins er opin allan sólarhringinn. Sími safnbúðarinnar er 530 2203.