Verslun og veitingar

Safnbúðir og kaffihús

15.12.2015

Þjóðminjasafnið rekur tvær safnbúðir auk vefverslunar þar sem aðaláhersla er lögð á minjagripi sem endurspegla sýningar og safnkostinn. Einnig er gott úrval af bókum, meðal annars sérútgáfum safnsins.

Í safnbúðunum er fjölbreytt úrval af fallegri gjafavöru. Í þeim er meðal annars að finna eftirmyndir af skarti sem er til sýnis á safninu. Þar eru einnig galdrastafir, töfrarúnir og Þórshamar ásamt fleiri eftirgerðum af vinsælum gripum á safninu. Einn vinsælasti gripurinn er eftirgerð af líkneski frá því um 1000 af hinum heiðna guði Þór.

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu tengjast vörur í safnbúðinni sýningunni Sjónarhornum en einnig er þar úrval af bókum, hönnunarvöru og vörum sem tengjast safnkosti Þjóðminjasafnsins.

Safnbúðirnar eru opnar á sama tíma og Þjóðminjasafnið við Suðurgötu og Safnahúsið við Hverfisgötu. Sími safnbúðar Þjóðminjasafnsins er 530 2203 og sími safnbúðar Safnahússins 530 2211. Vefverslun safnsins er opin allan sólarhringinn.

Kaffitár

Kaffitár er staðsett í safninu við Suðurgötu á 1. hæð.

Kaffihúsið er opið á virkum dögum frá kl. 11 til 16 og frá kl. 12 til 16 um helgar.

Nánari upplýsingar um starfsemi Kaffitárs veitir Freyja Vals Sesseljudóttir, freyja@kaffitar.is.