Verslun og veitingar

Safnbúðir og kaffihús

15.12.2015

Þjóðminjasafnið rekur tvær safnbúðir auk vefverslunar þar sem aðaláhersla er lögð á minjagripi sem endurspegla sýningar og safnkost safnsins. Einnig er gott úrval af bókum, meðal annars sérútgáfa Þjóðminjasafnins. 

Í safnbúðum Þjóðminjasafnsins er fjölbreytt úrval af fallegri gjafavöru.  Í safnbúðunum er fjölbreytt úrval af endurgerð af skarti sem er sýnis á safninu. Einnig má finna galdrastafi, töfrarúnir og Þórshamar ásamt fleiri eftirgerðum af vinsælum gripum á safninu. Einn vinsælasti gripurinn er eftirgerð af líkneski frá því um 1000 af hinum heiðna guði Þór.

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu tengjast vörur sýningunni Sjónarhornum en einnig er þar úrval af bókum, hönnunarvöru og vörum sem tengjast safnkosti Þjóðminjasafnsins. 

Hér má sjá vefverslun Þjóðminjasafnsins.

Safnbúðirnar eru opnar á sama tíma og Þjóðminjasafnið á Suðurgötu og Safnahúsið við Hverfisgötu. Sími safnbúðar Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu er 530-2203 og safnbúðar Safnahússins Hverfisgötu 530-2211 .

Kaffitár

Kaffitár

Kaffitár er staðsett í safninu við Suðurgötu á 1. hæð. 

Kaffihúsið er opið á virkum dögum frá kl. 11 til kl. 16 og 12 til 16 um helgar. 

Nánari upplýsingar um starfsemi Kaffitárs veitir Freyja Vals Sesseljudóttir, freyja@kaffitar.is.