Verslun og veitingar
  • Thjodminjasafnid-safnbud-AtonJL-Elma-8-

Kaffihús og Safnbúð

19.4.2023

Velkomin á Kaffihús Þjóðminjasafnsins og í Safnbúð. Kaffihúsið er opið frá kl. 11-16 alla daga og Safnbúðin er opin frá kl. 10-17 alla daga.  

Safnbúð

Í Safnbúð er áhersla lögð á minjagripi og gjafavöru sem endurspegla sýningar og safnkostinn. Þar er meðal annars að finna eftirmyndir af skarti sem er til sýnis á safninu. Þar eru einnig galdrastafir og töfrarúnir ásamt fleiri eftirgerðum af vinsælum gripum á safninu. Einn vinsælasti gripurinn er eftirgerð af líkneski frá því um 1000 af hinum heiðna guði Þór. Einnig er þar að finna gott úrval af bókum, meðal annars sérútgáfum safnsins.

Safnbúðin er opin á sama tíma og Þjóðminjasafnið, eða frá kl. 10-17 alla daga, og alltaf er hægt að heimsækja vefverslun.  

Sími safnbúðarinnar er 530 2203.

Thjodminjasafnid-safnbud-AtonJL-Elma-10-

Kaffihús

Kaffihús safnsins er á fyrstu hæð, gegnt safnbúðinni. Þar er hægt að kaupa kaffi, te, gos og léttar veitingar ásamt bjór og léttvíni.

Kaffihúsið er opið frá klukkan 11-16 alla daga.

Kaffitár

Verið öll velkomin.