Rafræn vöktun

Rafræn vöktun

21.12.2023

Tilgangur: Öryggismyndavélar eru mikilvægur hlekkur í öryggiskerfi Þjóðminjasafns Íslands. Reynslan sýnir að öryggismyndavélar hafa talsverðan fælingarmátt og geta verið ómetanlegar við að upplýsa þjófnaði og skemmdarverk. Þær eru hluti af þeirri viðleitni að verja safngripi, eigur Þjóðminjasafns Íslands, starfsfólks þess og gesta og bæta öryggi almennt á starfsstöðvum safnsins.

Það eru öryggismyndavélar við innganga allra starfsstöðva Þjóðminjasafns Íslands og víða innanhúss. Myndirnar hér fyrir neðan sýna öryggissvæði starfsstöðva Þjóðminjasafns að Suðurgötu 41 í Reykjavík, Vesturvör 16-20 í Kópavogi og Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. Öryggissvæðin eru þau svæði innan lóða safnsins þar sem vegfarendur mega vænta þess að lenda inn á sjónsviði öryggismyndavéla, en þó er ekki hægt að fullyrða að allt svæðið sé vaktað.

Heimild
Vöktunin fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við eigna- og öryggisvörslu, sbr. 6. tölulið 9. gr. laganr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og f-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679.

Tegundir persónuupplýsinga
Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem má sjá einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.

Varðveislutími myndefnis
Myndefni er varðveitt í 30 daga og er síðan eytt. Þó geta upptökur verið varðveittar lengur sé það nauðsynlegt til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra laganauðsynja. Ef myndefni er afhent lögreglu er öðrum eintökum af efninu eytt. Sjá að öðru leyti 2. tölulið 2. mgr. 5. gr. og 11. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Viðtakendur
Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur verið afhent lögreglu. Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls. Sjá að öðru leyti 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Réttindi einstaklinga
Þú átt rétt á að skoða myndefni þar sem þú sést. Einnig áttu rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti fer um réttindi þín samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.

Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd
Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum.

Ábyrgðaraðili
Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er Þjóðminjasafn Íslands, sími 530 2200, netfang thjodminjasafn@thjodminjasafn.is.

Persónuverndarfulltrúi
Frekari upplýsingar um réttindi einstaklinga í tengslum við vöktun með öryggismyndavélum má nálgast hjá persónuverndarfulltrúa Þjóðminjasafns Íslands, Sigrúnu Jóhannesdóttur, netfang personuvernd@thjodminjasafn.is.

Tengt efni
Persónuverndhjá Þjóðminjasafni Íslands

Svör við algengum spurningum um öryggismyndavélar og reglur sem um þær gilda á heimasíðu Persónuverndar.

Reglur nr. 50/2023 um rafræna vöktun.

Suðurgata 41

Sudurgata

Vesturvör

Vesturvor

Tjarnarvellir

Tjarnarvellir