Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
Þjóðminjasafn Íslands stendur að og hvetur til rannsókna á safnkosti í vörslu þess, enda stuðla þær að nýrri og aukinni þekkingu sem hægt er að miðla. Til þess að sækja um aðgang að gripum til skoðunar og rannsókna er nauðsynlegt að fylla út þessa beiðni.
Upplýsingar um stóran hluta þeirra gripa og gagna sem Þjóðminjasafn Íslands varðveitir eru í gagnasafninu Sarp á vefslóðinni www.sarpur.is. Aðgengi að gripum er háð eftirfarandi reglum og skilmálum sem settir eru með framtíðarvarðveislu í huga og með tilvísun í lög (lög um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011 og lög nr. 80/2012 um menningarminjar og siðareglur ICOM). Þjóðminjasafnið leggur metnað sinn í faglega afgreiðslu umsókna um aðgang að minjum.
Reglur
1. Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar ber að skila að lágmarki tveimur
vikum fyrir umbeðinn skoðunartíma og sendist safninu rafrænt beint af vef.
Umsókn er svarað eins fljótt og auðið er og ekki síðar en tveimur vikum eftir
móttöku hennar. Athugið að nákvæmar upplýsingar um safnnúmer og heiti gripa
flýtir fyrir afgreiðslu umsóknar.
2. Sé umsókn samþykkt er aðstaða tekin frá í áætlaðan tíma í munasafninu að Tjarnarvöllum
11 í Hafnarfirði., Aðstaðan er almennt aðgengileg á virkum dögum frá kl. 8 til
16. Ef óskað er eftir framlengingu eða frestun á fráteknum tíma þarf að
tilkynna það starfsmanni Munasafns með hæfilegum fyrirvara svo hægt sé að
ráðstafa skoðunaraðstöðunni.
3. Samþykki umsóknar tekur aðeins til þess einstaklings eða einstaklinga sem nefndir eru í
beiðni um aðgang að gripum.
4. Gestir þurfa að koma með eigin tæki sem þeir nota við athuganir sínar, svo
sem myndavél, mælistikur, vog, stækkunargler o.s.frv.
5. Neysla matar og drykkja er ekki leyfð í skoðunaraðstöðu. Gestum er velkomið
að nota kaffistofu starfsmanna.