Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar

Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar

18.5.2016

Þjóðminjasafn Íslands hvetur til rannsókna á safnkosti í vörslu þess enda draga rannsóknir fram þá þekkingu sem í honum er fólgin. Til þess að sækja um aðgang að gripum til skoðunar er nauðsynlegt að fylla út þessa beiðni.

Upplýsingar um stóran hluta þeirra gripa og gagna sem Þjóðminjasafn Íslands varðveitir eru aðgengilegar í gegnum menningarsögulega gagnasafnið Sarp á vefslóðinni www.sarpur.is. Aðgengi að gripum er háð neðangreindum reglum og skilmálum sem sett eru fram með framtíðarvarðveislu í huga og með tilvísun í lög um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, lög nr. 80/2012 um menningarminjar og siðareglur ICOM. Þjóðminjasafn Íslands leggur metnað sinn í faglega afgreiðslu umsókna um aðgang að safnkosti.

Reglur
1. Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar ber að skila að lágmarki tveimur vikum fyrir umbeðinn skoðunartíma og sendist safninu rafrænt beint af vef. Umsókn er svarað eins fljótt og auðið er og ekki síðar en tveimur vikum eftir móttöku hennar. Athugið að nákvæmar upplýsingar um safnnúmer og heiti gripa flýtir fyrir afgreiðslu umsóknar.

2. Sé umsókn samþykkt verður skoðunaraðstaða í húsnæði munasafns að Vesturvör 16-20, Kópavogi, tekin frá í áætlaðan skoðunartíma. Skoðunaraðstaðan er almennt aðgengileg á virkum dögum frá 8:00 til 16:00. Ef óskað er eftir framlengingu eða frestun á fráteknum tíma þarf að tilkynna það starfsmanni munasafns með hæfilegum fyrirvara svo hægt sé að ráðstafa skoðunaraðstöðunni.

3. Samþykki umsóknar tekur aðeins til þess einstaklings eða einstaklinga sem nefndur/-ir er/-u í beiðni um aðgang að gripum til skoðunar.

4. Gestir þurfa að koma með eigin tæki sem þeir nota við athuganir sínar, svo sem myndavél, mælistikur, vog, stækkunargler o. s. frv.

5. Neysla matar og drykkja er ekki leyfð í skoðunaraðstöðu. Gestum er velkomið að nota kaffistofu starfsmanna.

Vinsamlegast fyllið inn í viðeigandi reiti

Óskað er eftir aðgangi að eftirfarandi safnkosti:

Skilmálar

  • 1. Allar beiðnir um aðgang að safnkosti eru metnar af starfsfólki Þjóðminjasafns Íslands. Samþykki beiðnar er háð því að nægar upplýsingar fylgi umsókninni. Tilteknir gripir geta talist of viðkvæmir til skoðunar.
  • 2. Ef um fjölda gripa er að ræða áskilur safnið sér rétt til að skipta afgreiðslu þeirra í minni hluta eftir samkomulagi við umsækjanda.
  • 3. Meðhöndla skal gripi af ýtrustu varkárni og fara eftir leiðbeiningum starfsfólks Þjóðminjasafns þar að lútandi.
  • 4. Afhenda skal Þjóðminjasafni afrit af þeim gögnum sem verða til við skoðunina. Þá er átt við ljósmyndir, teikningar, mælingar og niðurstöður. Afhenda skal Þjóðminjasafni eintak af ritgerðum og útgefnu efni þar sem fjallað er um athuganirnar á safnkostinum. Verði gögnin skráð í Sarp er vísað í heimild. Ef um umfangsmikla rannsókn er að ræða skal skila stuttri framvinduskýrslu á sex mánaða fresti.
  • 5. Þjóðminjasafns Íslands skal getið við birtingu efnis er varðar safnkost þess.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: