Þjóð verður til

Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla gestum fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

Uppbygging sýningarinnar

Saga þjóðarinnar er rakin í tímaröð frá landnámi til dagsins í dag. Sögunni er skipt nokkuð jafnt í sjö tímabil og þannig er varpað ljósi á þau skeið sem í hefðbundinni sögutúlkun hafa gjarnan fallið í skuggann af þeim glæstari.

baðstofa

Hvert tímabil er auðkennt með sérstökum skáp, sem sýnir lykilgrip og gefur örstutt yfirlit um helstu einkenni tímans. Fyrir hvert tímabil eru valdir atburðir eða merkar nýjungar sem markað hafa spor í þjóðarsöguna en einnig er bent á þætti í sögunni sem lítið breytast um aldir. Saman mynda þessir atburðir sögu hvers tímabils sem sýnd er með gripum.

Önnur sjónarhorn eru einnig möguleg á sýningunni. Hægt er að hlusta á raddir fyrri alda í hljóðstöðvum og gagnvirkt margmiðlunarefni á snertiskjáum gefur aukna dýpt.  Í herbergi helguðu skemmtimenntun má snerta gripi og klæðast búningum og í minningarstofu eru gestir staðsettir í stofu á tímabilinu 1955-65.

Grunnsýningin er hugsuð sem ferðalag í gegnum tímann sem hefst í knerri landnámsmanns sem sigldi yfir opið haf til nýrra heima og lýkur í flughöfn nútímans, hliði Íslendinga að umheiminum. Hægt er að bóka leiðsögn fyrir hópa um sýninguna með því að senda tölvupóst á bokun@thjodminjasafn.is

nælur

800-1000 Upphaf Íslandsbyggðar

Vegna legu sinnar var Ísland óbyggt lengur en flest lönd heimsins. Fyrir rúmum 1100 árum byggðist landið fólki sem kom einkum frá Noregi. Hér var konungslaust samfélag þar sem goðar réðu mestu.

Lesa meira
Ufsakristur

1000-1200 Kristið goðaveldi

Um aldamótin 1000 tóku Íslendingar kristni. Brátt var stofnuð kirkja með biskupum, prestum, skólum og klaustrum. Landsmenn bjuggu í sveitum og lifðu aðallega á kvikfjárrækt. 

Lesa meira
Valþjófstaðahurðin

1200-1400 í norska konungsríkinu

Á 13. öld var mikill ófriður á Íslandi. Honum lauk um 1262-1264 er landsmenn urðu þegnar Noregskonungs. Á næstu öld jukust fiskveiðar og sjávarafurðir urðu helsta útflutningsvaran. Lesa meira
Minningatafla um Magnús prúða

1400-1600 Í Danaveldi

Konungur Dana tók við ríki Noregskonungs og varð þannig konungur Íslands. Hann réð því að Íslendingar tóku upp lútherstrú. Á 14. öld blönduðust norska og danska konungsættin og norska krúnan hvarf undir Danakonung. 

Lesa meira

1600-1800 Konungseinveldi

Á öldunum eftir siðaskipti tóku Íslendingar að finna meira fyrir valdi konungs. Frelsi þjóðarinnar minnkaði en konungsvaldið stuðlaði líka að framförum. Lesa meira
SKautbúningur Sigurlaugar

1800-1900 Þjóðin og þéttbýlið

Á 19. öld tóku Íslendingar stefnu á að mynda sérstakt þjóðríki. Fjölbreytni í atvinnulífi jókst með útgerð þilskipa. Verslun margfaldaðist og vísir að borgarastétt varð til.

Lesa meira
Konni á 20.öldinni

1900-2000 Leiðin til samtímans

Á 20. öld breyttist allt. Atvinnulífið varð vélknúið. Þjóðin myndaði sjálfstætt ríki. Konur fengu mannréttindi. Meirihluti íbúa settist að í þéttbýli. Lífshættir gerbreyttust. Í byrjun aldarinnar hófst vélvæðing fiskiskipaflotans. Mótorar voru settir í bátana og keyptir gufuknúnir togarar. Það var upphafið að atvinnubyltingu Íslendinga.

Lesa meira