Algengar spurningar

Algengar spurningar

30.3.2023

Ekki hika við að senda okkur línu ef þú átt við okkur erindi, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is.

Þjónusta og heimsóknir

Hvenær er safnið opið?

Frá kl. 10-17 alla daga.

Hvað kostar inn á safnið?

2.500 kr. Miðinn gildir í eitt ár frá kaupum á allar sýningar og viðburði.
Heldri borgarar og námsmenn borga 1.200 kr.
Frítt fyrir 18 ára og yngri.

Kaffihúsið, hvenær er það opið?

Frá 11-16 þá daga sem safnið er opið.

Safnbúð, hvenær er hún opin?

Frá 10-17 þá daga sem safnið er opið. Vefverslunin er alltaf opin.

Leiðsögn um grunnsýningu, get ég pantað leiðsögn á þeim tíma sem mér hentar?

Já, þú getur pantað leiðsögn fyrir 1-25 gesti. Leiðsögn kostar 30.000 kr. og er bókuð hér. ATH: þátttakendur þurfa einnig að hafa aðgöngumiða.

Hópar, þarf að bóka sérstaklega fyrir hópa? 

Já, endilega. Ef hópur er fjölmennari en 15 manneskjur, sendið okkur tölvupóst á bokun@tjodminjasafn.is svo við getum tekið betur á móti ykkur.

Fyrirlestrar, kostar inn á fyrirlestra?

Aðgöngumiði gildir á fyrirlestra. Aðgöngumiði fyrir fullorðna kostar 2.500 kr. og gildir í eitt ár frá kaupum. Heldri borgara og námsmenn borga 1.200 kr. fyrir miðann. Frítt fyrir 18 ára og yngri.

Reikningar, hvernig sendi ég Þjóðminjasafninu reikning?

Vinsamlega sendið rafrænan reikning, þau sem ekki eru með rafræna reikningsþjónustu geta sent reikning í gegnum gátt hjá Fjársýslu ríkisins með því að smella hér

Hvernig er aðgengi fyrir fólk með fötlun?

Auðvelt er að fara um safnið í hjólastól og lyftur eru á milli hæða.

Eru bílastæði við safnið?

Við Þjóðminjasafnið eru gjaldfrjáls bílastæði. Ef þau fyllast er fjöldi bílastæða á Háskólasvæðinu sem þó þarf að greiða í.

Má taka ljósmyndir á safninu?

Já, en ekki með flassi og einungis til einkanota.

Get ég geymt verðmæti eða stóra hluti á safninu, s.s. töskur?

Stórar töskur, regnhlífar og aðrir fyrirferðarmiklir hlutir eru ekki leyfðir í sýningarsölunum af öryggisástæðum. Gestir geta fengið aðgang að læstum skápum án endurgjalds. 

Börn og safnfræðsla

Er góð hugmynd að koma með börn á Þjóðminjasafnið?

Það er frábær hugmynd! Endilega komið með börnin sem oftast, þau uppgötva eitthvað nýtt í hverri heimsókn. 

Á þriðju hæð, í Stofu, er skemmtilegt fjölskyldurými fyrir börnin þar sem hægt er að lita og vinna alls konar verkefni og börn og fullorðnir geta brugðið sér í búninga í anda liðins tíma.

Börnin geta líka farið í ratleik og leyst þrautir í safninu. Hægt er að nálgast fjölbreytta ratleiki í móttökunni.

Eru leiðsagnir fyrir börn á safninu?

Já, fyrsta sunnudag hvers mánaðar kl. 14:00, frá september og fram í maí. Óhætt er að koma með börnin aftur og aftur því safnkennarar semja nýjar leiðsagnir fyrir hvern viðburð. 

Leiðsögnin tekur 30-45 mínútur og öll eru velkomin. Frítt er fyrir börn á safnið en miði fyrir fullorna kostar 2.500 kr. og gildir í eitt ár.

Upplýsingar um skólaheimsóknir og hvernig á að bóka þær má nálgast hér

Er fræðsluefni fyrir börn á heimasíðunni? 

Já, á heimasíðu safnsins er margs konar fræðsla fyrir börn, hér má nálgast hana: Stafrænt fræðsluefni

Grunnskólar, hvernig bóka ég heimsókn?

Þú velur þá heimsókn/fræðslu sem þú telur henta hópnum best og bókar heimsókn hér

Leikskólar, hvernig bóka ég heimsókn?

Þú velur þá heimsókn/fræðslu sem þú telur henta hópnum best og bókar heimsókn hér

Háskólanemendur, bjóðið þið fræðslu fyrir þá?

Já. Kynning fyrir inngangsáfanga í félags- og hugvísindum tekur allt að 90 mínútur og felst í glærusýningu og leiðsögn um sýningar safnsins. Sendið bókun og/eða fyrirspurn á kennsla@thjodminjasafn.is

Framhaldsskólanemendur, bjóðið þið upp á fræðslu fyrir þá?

Já, hér má skoða þær leiðsagnir sem eru í boði. Sendið bókun og/eða fyrirspurn á kennsla@thjodminjasafn.is.

Húsasafn

Hvert sendi ég fyrirspurn um húsasafnið?

Senda má sérfræðingi húsasafns tölvupóst.

Hvar sé ég staðsetningu húsanna?

Smellið á merki Þjóðminjasafnsins á kortinu.

Get ég heimsótt hús í eigu Þjóðminjasafnsins?

Mörg húsanna eru opin almenningi, ýmist á ákveðnum tímum eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um einstök hús og opnunartíma er að finna hér

Ljósmyndasafn Íslands

Hvernig afhendi ég safninu ljósmyndir?

Ef þú hefur áhuga á að afhenda Ljósmyndasafni Íslands mynd/myndasafn, vinsamlegast sendið upplýsingar um aldur mynda/myndasafns, nafn ljósmyndara, fjölda mynda og aðrar upplýsingar sem þú hefur handbærar á ljosmyndasafn@thjodminjasafn.is. Í kjölfarið mun sérfræðingur á Ljósmyndasafni hafa samband við þig.

Get ég keypt ljósmyndir af Ljósmyndasafni Íslands?

Já. Myndum, sem til eru á stafrænu formi, er hægt að fletta upp á Sarpi (Sarpur.is) og senda svo beiðni á ljosmyndasafn@thjodminjasafn.is.

Hvar get ég skoðað myndir í eigu Ljósmyndasafnsins?

Á Sarpi (Sarpur.is) er hægt að skoða þær myndir sem komið hefur verið á stafrænt form. 

Þjóðháttasafn

Hvar er Þjóðháttasafnið?

Góð spurning! Niðurstöður þjóðháttasöfnunar eru birtar á Sarpi (Sarpur.is) og þar má einnig nálgast spurningaskrár sem eru opnar á hverjum tíma.

Þjóðháttasafnið er á Kjarnasviði Þjóðminjasafns Íslands sem hefur aðsetur á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Til að hafa samband við Þjóðháttasafn má senda tölvupóst á sérfræðing safnsins .

Mig langar að taka þátt í þjóðháttasöfnun, hvernig sný ég mér?

Þjóðháttasöfnun í formi spurninga hverju sinni má finna á Sarpi (Sarpur.is).

Munasafn

Hvernig sæki ég um að fá að skoða gripi? 

Til að sækja um að skoða gripi þarf að fylla út þetta eyðublað

Munir safnins eru skráðir í meningarsögulega gagnasafnið Sarp (Sarpur.is). Þar geta allir flett upp gripum sér til skemmtunar og fróðleiks. 

Hvernig býð ég safninu gripi? 

Vinsamlega sendu ljósmyndir og aðrar handbærar upplýsingar, s.s. um aldur, eigendur, uppruna og sögu gripanna sem þú hefur áhuga á að afhenda Þjóðminjasafni Íslands á netfangið  munasafn@thjodminjasafn.is. Í kjölfarið mun sérfræðingur munasafns hafa samband. 

Annað

Mig langar að starfa hjá Þjóðminjasafni Íslands, hvar sæki ég um? 

Laus störf hverju sinni birtast hér .

Ég finn ekki svar við minni fyrirspurn, hvað geri ég? 

Endilega sendu okkur tölvupóst, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is eða hringdu í síma 530 2200.

Hvar finn ég netföng starfsfólks? 

Hér finnur þú netföng og símanúmer starfsfólks Þjóðminjasafns Íslands.