800-1000 Upphaf Íslandsbyggðar
Vegna legu sinnar var Ísland óbyggt lengur en flest lönd heimsins. Fyrir rúmum 1100 árum byggðist landið fólki sem kom einkum frá Noregi. Hér var konungslaust samfélag þar sem goðar réðu mestu.
Lesa meira1000-1200 Kristið goðaveldi
Um aldamótin 1000 tóku Íslendingar kristni. Brátt var stofnuð kirkja með biskupum, prestum, skólum og klaustrum. Landsmenn bjuggu í sveitum og lifðu aðallega á kvikfjárrækt.
Lesa meira1200-1400 í norska konungsríkinu
1400-1600 Í Danaveldi
Konungur Dana tók við ríki Noregskonungs og varð þannig konungur Íslands. Hann réð því að Íslendingar tóku upp lútherstrú. Á 14. öld blönduðust norska og danska konungsættin og norska krúnan hvarf undir Danakonung.
Lesa meira1600-1800 Konungseinveldi
1800-1900 Þjóðin og þéttbýlið
Á 19. öld tóku Íslendingar stefnu á að mynda sérstakt þjóðríki. Fjölbreytni í atvinnulífi jókst með útgerð þilskipa. Verslun margfaldaðist og vísir að borgarastétt varð til.
Lesa meira1900-2000 Leiðin til samtímans
Á 20. öld breyttist allt. Atvinnulífið varð vélknúið. Þjóðin myndaði sjálfstætt ríki. Konur fengu mannréttindi. Meirihluti íbúa settist að í þéttbýli. Lífshættir gerbreyttust. Í byrjun aldarinnar hófst vélvæðing fiskiskipaflotans. Mótorar voru settir í bátana og keyptir gufuknúnir togarar. Það var upphafið að atvinnubyltingu Íslendinga.
Lesa meira