Fyrirsagnalisti

Á elleftu stundu
Árið 1973 hóf danski arkitektinn Poul Nedergaard Jensen, kennari við Arkitektaskólann í Árósum, samstarf við Konunglegu dönsku listaakademíuna í Kaupmannahöfn og Þjóðminjasafn Íslands um skrásetningu á íslenskum torfbæjum áður en það yrði of seint. Þessi byggingartegund sem þróast hafði með þjóðinni í meira en þúsund ár var að miklu leyti horfinn og þeir torfbæir sem eftir voru stóðu frammi fyrir eyðileggingu.
Lesa meira