Fyrirsagnalisti

Jólatré úr safneign 27.11.2022 - 6.1.2023 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á aðventu og fram á þrettándann má sjá sýningu á jólatrjám af þeirri gerð sem mörg muna eflaust eftir af æskuheimilum sínum eða úr stofum ömmu og afa eða langömmu og langafa. Jólatrén eru frá því snemma á 20. öld og fram undir 1970. Trén eru úr safneign Þjóðminjasafnsins og eru til sýnis á annarri hæð safnsins.

Lesa meira
 

Jólgeirsstaðir - jólasveinahús 27.11.2022 - 6.1.2023 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Ung og aldin hafa eflaust gaman af að skoða heillandi líkan torfbæjar sem stendur uppi í safninu á aðventunni og fram á þrettándann. Þar eru allir jólasveinarnir þrettán saman komnir að sýsla við eitt og annað innan húss og utan.

Lesa meira