Fréttir

H3

Háma kaffihús opnar í Þjóðminjasafni Íslands - 7.6.2021

Háma hefur nú opnað kaffihús í Þjóðminjasafni Íslands. Háma býður fjölbreytt úrval af mat og drykk við allra hæfi á lágmarksverði. 

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði - 31.5.2021

Þjóðminjasafn Íslands fær styrk úr Barnamenningarsjóði til þess að standa straum af valdeflandi sumarnámskeiði fyrir börn í viðkvæmri stöðu. Krökkunum er boðið til nærandi samveru þar sem sköpun, upplifun og uppgötvun ræður för.

Lesa meira

Doktorsvörn í fornleifafræði: Joe Wallace Walser III - 21.5.2021

Fimmtudaginn 20. maí fór fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Joe Wallace Walser III, sérfræðingur í Þjóðminjasafni, varði þar doktorsritgerð sína í fornleifafræði, Hidden dangers? An investigation of volcanic and environmental impacts on human health and life in historical Iceland. Joe lauk BA-prófi í mannfræði við Temple University í Philadelphiu og MSc-prófi í fornmeinafræði við Durham University í Bretlandi. Við óskum Joe innilega til hamingju með árangurinn.

Lesa meira

Alþjóðlegi safnadagurinn 2021 - 18.5.2021

Söfn um allan heim fagna Alþjóðlega safnadeginum þann 18. maí. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf í heiminum. Árlega velur ICOM (International Council of Museums) þema sem tengist málefnum sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og fólki hugleikin.

Lesa meira

Fyrirlestur: Hvernig hefur Safnastefna á sviði menningarminja nýst söfnum í landinu? - 12.5.2021

Safnastefna á sviði menningarminja var gefin út árið 2017 af Þjóðminjasafni Íslands. Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós fyrir starfsemi menningarminjasafna í landinu og stuðla að fagmennsku og framgangi safnastarfs.

Lesa meira

Út fyrir þægindarammann - 29.4.2021

Linda Ásdísardóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni flytur hádegisfyrirlestur 4. maí kl. 12 í fyrirlestrasal safnsins. Linda fjallar um tilurð yfirstandi sýningar og nýútkomna bók, báðar með titilinn „Spessi 1990-2020“. Á sýningu og í bók er farið yfir 30 ára feril samtímaljósmyndarans Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar. Á fyrirlestrinum verður veitt nánari sýn á verk Spessa sem hefur skapað sér afgerandi stíl í íslenskri ljósmyndun. Val hans og efnistök eru sérstök og hann dregur gjarnan manneskjuna út fyrir þægindarammann sinn.

Lesa meira

Breyting á reglugerð – söfn mega taka á móti helmingi gestafjölda - 27.4.2021

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir heimilar söfnum að taka á móti helming af hámarksfjölda móttökugetu hvers safns. 

Lesa meira

Ríkissjóður eykur eignarhluta ríkisins á Keldum - 23.4.2021

Keldur á Rangárvöllum eru einstakur sögustaður og einn af merkustu minjastöðum á Íslands og má ætla að þar hafi orðið byggð stuttu eftir landnám. Á Keldum er varðveitt einstök heild bæjar- og útihúsa frá fyrri tíð og fornleifar elstu byggðar. Til þess að unnt verði að varðveita menningarminjar á Keldum við sem bestar aðstæður, gera þær aðgengilegar almenningi og gera staðinn aðgengilegan gestum, hefur Ríkisstjórn Íslands, að fengnum tillögum Þjóðminjasafns Íslands, ákveðið að auka við eignarhluta ríkisins á Keldum.

Lesa meira

Forvarnir vegna eldgoss - 16.4.2021

Þjóðminjasafn Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um forvarnir vegna eldgoss vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. 

Lesa meira

Drekar fortíðar og drekar barnanna - 15.4.2021

Þjóðminjasafn Íslands setur upp sýningu á drekum sem leikskólanemar búa til í sérstakri drekasmiðju í safninu í tilefni af Barnamenningarhátíð.

Lesa meira