Fréttir

Þjóðminjasafnið í hópi þeirra bestu

Þjóðminjasafn Íslands er í flokki tíu bestu safna í höfuðborgum Evrópu, samkvæmt nýlegri úttekt breska blaðsins The Guardian.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur Jafnlaunavottun

Þjóðminjasafn Íslands hefur hlotið jafnlaunavottun frá vottunarstofunni iCert, sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi safnsins uppfyllir öll skilyrði jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Með innleiðingu jafnlaunakerfis sem nær til allra starfsmanna safnsins hefur verið komið upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum byggjast á málefnalegum sjónarmiðum sem fela ekki í sér kynbundna mismunun. 

Lesa meira

Leiðsögn um útskurð

Sunnudaginn 19. janúar kl. 14 leiðir Helga Vollertsen, sérfræðingur í Munasafni gesti um grunnsýningu safnsins.

Lesa meira

Meðhöndlun forngripa á heimilum

Þriðjudaginn 14. janúar kl. 12 flytja Sandra Sif Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir forverðir á Þjóðminjasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands lokað kl. 14 vegna slæmrar veðurspár

Þjóðminjasafn Íslands verður lokað frá kl. 14 í dag, þriðjudaginn 10. desember vegna slæmrar veðurspár. / The National Museum of Iceland will be closed at 2.pm today, December 10th due to a bad weather forecast.

Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns formlega vígð

Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands var formlega vígð fimmtudaginn 5. desember síðastliðinn. Í miðstöðinni, sem er staðsett að Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði, eru varðveittar þjóðminjar við kjöraðstæður. 

Lesa meira

Hvað gekk manninum til? Gripasöfnun Pike Ward á Íslandi

Þriðjudaginn 12. nóvember flytur Freyja Hlíðkvist Ómars- og Sesseljudóttir sérfræðingur í munasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Áttu forngrip í fórum þínum?

Þjóðminjasafns Íslands býður upp á greiningu á gömlum gripum sunnudaginn 3. nóvember. Í þetta sinn verður áherslan lögð á gripi sem fundist hafa í jörðu eða á yfirborði jarðar.

Lesa meira

Nýtt en gamalt. Nýlega afhentir jarðfundnir gripir til Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 29. október flytur Ármann Guðmundsson verkefnastjóri fornleifa í Þjóðminjasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Endurmörkun Þjóðminjasafns Íslands tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2019

Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands hafa verið birtar. Eitt af tilnefndum verkum er hönnun og endurmörkun Þjóðminjasafns Íslands sem hlaut aðalverðlaun FÍT 2019. Mörkunin var unnin af auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks (Anton.JL).

Lesa meira