Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir frásögnum um laufabrauðsgerð - 4.12.2020

Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir frásögnum um laufabrauðsgerð, eigin reynslu eða upplifun fólks af henni í samtímanum. Söfnunin er unnin í samstarfi við verkefnið Lifandi hefðir hjá Stofnun Árna Magnússonar. og meistaranema í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Á grundvelli svara við spurningaskránni, og viðtala sem tekin hafa verið, skapast fræðilegar undirstöður til að vinna að hugsanlegri tilnefningu laufabrauðshefðarinnar á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf heims.

Lesa meira

Aðventudagskrá í Þjóðminjasafni Íslands - 4.12.2020

Þjóðminjasafn Íslands hefur nú opnað aftur eftir lokanir vegna Covid-19 sóttvarnareglna. Fjölskyldur eru sérstaklega velkomnar að koma og njóta jóladagskrár safnsins í öruggu umhverfi því safnið er stórt og auðvelt að halda tveggja metra fjarlægð. 

Lesa meira

Málstofa um póst- og frímerkjasögu - 30.11.2020

Þann 1. desember næstkomandi munu Þjóðskjalasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Skógasafn standa fyrir málstofu um póst- og frímerkjasögu. Yfirskrift málstofunnar er „Póstmenn koma víða við“ og verða þar flutt þrjú fræðsluerindi. Málstofan verður send út í beinni vefútsendingu á Facebook-síðum safnanna þriggja og hefst hún kl. 11:00.

Lesa meira

Nýr sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands - 27.11.2020

Ágústa Kristófersdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands. Ágústa hefur starfað í menningargeiranum í aldarfjórðung, þar sem hún hefur öðlast yfirgripsmikla þekkingu á safnastarfi, menningarsögu og rannsóknum, ásamt reynslu af rekstri, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu.

Lesa meira

Fræðamót: Söfn og loftslagsbreytingar. Áskoranir og samfélagslegar skyldur safna - 19.11.2020

English and Danish version follow

Þjóðminjasafn Íslands og Háskóli Íslands kynna Fræðamót, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 11.00-16.30.
Á málþinginu verður sjónum beint að áhrifum loftlagsbreytinga á safnastarf og þeim áskorunum og tækifærum sem söfn standa frammi fyrir tengdum þessari yfirvofandi vá. Rætt verður hvernig söfn geti tekist á við samfélagslega kröfu um aukna sjálfbærni og jafnframt stuðlað að upplýstri umræðu um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Málþingið fer að þessu sinni fram gegnum fundarkerfið Teams, en hægt er að taka þátt og hlusta á fyrirlestra með því að smella á meðfylgjandi link. Gestir eru beðnir um að stilla hljóðnema sína á hljóðlaust. 

The National Museum of Iceland and the University of Iceland present the remote conference Interdisciplinary Meeting which will be held on Wednesday 25th of November 2020 at 11.00-16.30. The seminar takes place through the Teams meeting system. 

Lesa meira

Þjóðminjar í öruggri vörslu hjá Þjóðminjasafni Íslands - 27.10.2020

Málefnaleg og þörf umræða í fréttaskýringaþættinum Kveik 8. október sl. varpaði ljósi á mikilvægi varðveislu íslenskra menningarverðmæta. Í þættinum kom fram að víða eru ófullnægjandi aðstæður til varðveislu menningararfsins en aðeins gafst þar ráðrúm til að tæpa á þessu mikilvæga málefni sem varðar öryggi menningarminja um land allt. Fjallað var um aðstæður fjölmargra opinberra stofnana sem gegna því lögbundna hlutverki að varðveita menningu og sögu þjóðarinnar. Bent var á að stjórnsýsla safna og menningarstofnana er dreifð og flókin og sérhæfing mismunandi. Það kallar á samræmd viðbrögð stjórnvalda og aukna áherslu á samhenta stjórnsýslu í málaflokknum. Sameiginleg sýn allra sem að honum koma er þó að sjálfsögðu sú að tryggja örugga varðveislu minja, sem og gott aðgengi til þekkingarsköpunar og þróunar. Safnastefna og ný heildarstefnumótun um málefni menningararfs undirstrikar mikilvægi þessa. Verðug verkefni eru framundan við innviðauppbyggingu á fagsviðinu. Stjórnvöld hafa þegar markað stefnu um úrbætur, sem birtist m.a. í nýrri áætlun um ríkisfjármál, og gefur hún fyrirheit um spennandi og samhent átak á komandi árum. Í þessu samhengi er þó full ástæða til að minna á að margt hefur áunnist og mikilvægar ákvarðanir til úrbóta verið teknar í safna- og varðveislumálum í gegnum tíðina.

Lesa meira

Sýningasalir safnsins áfram lokaðir vegna samkomutakmarkana - 20.10.2020

Sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 verða áfram tímabundið lokaðir vegna hertra sóttvarnaraðgerða og samkomutakmarkana. 

Lesa meira

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur – Íslensk menningarverðmæti í hættu - 15.10.2020

Þjóðminjasafn Íslands vill koma á framfæri sérstökum þökkum til þáttagerðarmanna fréttaskýringaþáttarins Kveiks fyrir umfjöllun um varðveislu á menningararfi þjóðarinnar. Í þættinum, sem var á dagskrá RÚV 8. október síðastliðinn, var varpað ljósi á alvarlegar brotalamir á þessu sviði.

Lesa meira
Krysuvik3

Ný og endurbyggð Krýsuvíkurkirkja komin í Krýsuvík - 10.10.2020

Krýsuvíkurkirkja brann 2. janúar 2010 eftir að kveikt hafði verið í henni. Fljótlega eftir brunann var ákveðið að ráðast í endursmíði á kirkjunni og nú í sumar var því verkefni lokið. 

Lesa meira

Tímabundin lokun hjá Þjóðminjasafni Íslands - 8.10.2020

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu verða sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík tímabundið lokaðir frá og með 8. október til og með 19. október. Skrifstofur Varðveislu- og rannsóknamiðstöðar Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði og Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 í Kópavogi verða einnig lokaðar gestum á sama tímabili. 

Lesa meira