Fréttir

Eyri á Eyrarbakka tekið til varðveilsu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands - 9.4.2021

Í desember 2020 var gengið frá kaupum ríkissjóðs á Eyri við Eyrargötu 39 A á Eyrarbakka ásamt innbúi öllu til varðveislu í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands hlýtur styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna - 8.4.2021

Safnkennarar Þjóðminjasafnsins sendu inn umsókn um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna til þess að ráða nemanda í meistaranámi í kennslufræðum við Listaháskóla Íslands til safnsins í sumar að vinna að verkefni sem snýr að því að þróa, semja og framleiða innihald veflægra fræðslupakka sem safnkennarar hafa hafið vinnu við og ætlaðir eru til kennslu í grunnskólum um allt land.

Lesa meira

Velkomin í Þjóðminjasafnið í páskafríinu - 30.3.2021

Verið velkomin í Þjóðminjasafn Íslands í páskafríinu. Opið er alla dagana nema páskadag og annan í páskum. Það er hægt að njóta sýninganna á fjölbreyttan máta eftir aldri og áhuga. Til dæmis má ganga um grunnsýninguna og spila hljóðleiðsögn fyrir börn og fullorðna í síma. Sérstök hljóðleiðsögn, Regnbogaþráðurinn, fjallar um hinsegin sögu á Íslandi. Leggir og kjálkar, bóndabær með búpeningi og búaliði, myndir til að lita og útskurðarletur til að herma eftir er til taks í fjölskyldurýminu Stofu þar sem einnig eru búningar til að máta og fleira áhugavert til að spjalla um eða leika sér með.

Lesa meira

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir. Viðburðahaldi frestað. - 30.3.2021

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi verður hámarksfjöldi gesta í Þjóðminjasafni Íslands 10 manns í hverju hólfi. 

Lesa meira
Spessi-1990-2020.-Bodskort

Sýningaopnun í Myndasal 27. mars - 24.3.2021

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar á tveimur nýjum ljósmyndasýningum laugardaginn 27. mars. Spessi 1990 - 2020 og Bakgarðar, ljósmyndir eftir Kristján Magnússon. Sýningarnar verða opnar gestum frá kl. 10 til 17. Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Grímuskylda og tveggja metra reglan gildir á safninu. Hámarksfjöldi einstaklinga í hverju rými eru tíu manns. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2015 eða síðar. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Fyrir alla muni í Þjóðminjasafni Íslands - 16.3.2021

Sunnudaginn 21. mars kl. 14-17 verða til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands nokkrir þeirra muna sem fjallað hefur verið um í sjónvarpsþáttunum Fyrir alla muni á RÚV. Stjórnendur þáttanna, Sigurður Pálmason og Viktoría Hermannsdóttir, ásamt Freyju Hlíðkvist Ó. Sesseljudóttur, sérfræðingi í safninu, munu spjalla við gesti og segja frá gripunum.

Lesa meira

Síðasta sýningarhelgi í Myndasal - 12.3.2021

Sunnudagurinn 14. mars er síðasti dagur sýninganna „Teiknað fyrir þjóðina. Myndheimur Halldórs Péturssonar“ og „Tónlist, dans og tíska, ljósmyndir Vigfúsar Sigurgeirssonar.

Lesa meira

Spurningaskrá um fermingar og ungmennavígslur - 9.3.2021

Opnað hefur verið fyrir svörun við spurningaskrá um fermingar og ungmennavígslur og eru öll þau sem hafa fermst á síðustu árum sérstaklega hvött til að svara skránni.

Lesa meira

Safnahúsið afhent Listasafni Íslands - 2.3.2021

Að fenginni tillögu Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands til mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur ráðherra tekið ákvörðun um að verkefni Safnahússins við Hverfisgötu færist til Listasafnsins frá og með 1. mars. Safnahúsið verður því áfram vettvangur fyrir spennandi safnastarf með nýrri grunnsýningu Listasafns Íslands sem ráðgert er að opna á Menningarnótt.

Lesa meira

Öll vötn renna til sjávar. Móttaka gripa úr fornleifarannsóknum 2020 - 15.2.2021

Ármann Guðmundsson og Hrönn Konráðsdóttir, sérfræðingar í Munasafni Þjóðminjasafns Íslands, flytja hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins 23. febrúar kl. 12. Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sig hér eða hringja í síma 530 2202. Grímuskylda og 2 metra reglan gildir á safninu. Fyrirlestrinum verður einnig streymt í gegnum YouTube rás safnsins.

Lesa meira