Fréttir

Öll vötn renna til sjávar. Móttaka gripa úr fornleifarannsóknum 2020

Ármann Guðmundsson og Hrönn Konráðsdóttir, sérfræðingar í Munasafni Þjóðminjasafns Íslands, flytja hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins 23. febrúar kl. 12. Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sig hér eða hringja í síma 530 2202. Grímuskylda og 2 metra reglan gildir á safninu. Fyrirlestrinum verður einnig streymt í gegnum YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Starfsfólk Þjóðminjasafns Íslands tekur vel á móti fjölskyldum í vetrarfríi

Heimsókn í Þjóðminjasafnið er skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna og við bjóðum uppá margs konar leiðir til að upplifa sýningarnar okkar. 

Lesa meira

Leiðsögn: Ágústa Kristófersdóttir sviðstjóri í Þjóðminjasafni Íslands

Ágústa Kristófersdóttir, safnafræðingur og sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna og ræðir þau sjónarhorn á menningararfinn sem þar má finna. Samspil myndlistar, náttúruminja, skjallegra heimilda og menningarminja verður skoðað og rætt um hvað gripirnir segja og um hvað þeir þegja.

Lesa meira

Fyrirlestur: Á stríðsárunum. Tónlist, dans og tíska

Ath. Fullbókað er í fyrirlestrasalinn. Við bendum gestum á beint streymi í gegnum YouTube.

Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur mun flytja hádegisfyrirlestur 9. febrúar kl. 12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Tilefnið er yfirstandandi ljósmyndasýning „Tónlist, dans og tíska“ með einstökum myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá menningarlífi Reykjavíkurborgar á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Páll Baldvin er afar fróður um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og árið 2015 kom út bókin hans „Stríðsárin 1938-1945“. Margar sjaldséðar myndir Vigfúsar birtust einmitt í þeirri bók.

Lesa meira

Vetrarhátíð 2021. Steinglersgluggar eftir Nínu Tryggvadóttur

Þrjú litrík steinglersverk eftir Nínu Tryggvadóttur eru í röð niður eftir þeirri hlið Þjóðminjasafnins sem að Hringbraut snýr. Verkin eru sérstaklega unnin með staðsetninguna og tengingar við íslenska menningarsögu í huga. Gluggarnir eru hluti af heildarmynd safnsins en í tilefni Vetrarhátíðar er athygli vegfarenda vakin á hinum fögru litum og formum verkanna með sérstakri lýsingu.

Lesa meira

Málþing til heiðurs Þóru Kristjánsdóttur, listfræðingi

Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir málþingi til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur, listfræðingi. Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal safnsins við Suðurgötu á afmælisdegi Þóru laugardaginn 23. janúar klukkan 13:00 – 15:00. Þóra Kristjánsdóttir var valin fyrsti heiðursfélagi Listfræðafélags Íslands árið 2020.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir frásögnum um laufabrauðsgerð

Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir frásögnum um laufabrauðsgerð, eigin reynslu eða upplifun fólks af henni í samtímanum. Söfnunin er unnin í samstarfi við verkefnið Lifandi hefðir hjá Stofnun Árna Magnússonar. og meistaranema í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Á grundvelli svara við spurningaskránni, og viðtala sem tekin hafa verið, skapast fræðilegar undirstöður til að vinna að hugsanlegri tilnefningu laufabrauðshefðarinnar á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf heims.

Lesa meira

Aðventudagskrá í Þjóðminjasafni Íslands

Þjóðminjasafn Íslands hefur nú opnað aftur eftir lokanir vegna Covid-19 sóttvarnareglna. Fjölskyldur eru sérstaklega velkomnar að koma og njóta jóladagskrár safnsins í öruggu umhverfi því safnið er stórt og auðvelt að halda tveggja metra fjarlægð. 

Lesa meira

Málstofa um póst- og frímerkjasögu

Þann 1. desember næstkomandi munu Þjóðskjalasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Skógasafn standa fyrir málstofu um póst- og frímerkjasögu. Yfirskrift málstofunnar er „Póstmenn koma víða við“ og verða þar flutt þrjú fræðsluerindi. Málstofan verður send út í beinni vefútsendingu á Facebook-síðum safnanna þriggja og hefst hún kl. 11:00.

Lesa meira

Nýr sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands

Ágústa Kristófersdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands. Ágústa hefur starfað í menningargeiranum í aldarfjórðung, þar sem hún hefur öðlast yfirgripsmikla þekkingu á safnastarfi, menningarsögu og rannsóknum, ásamt reynslu af rekstri, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu.

Lesa meira