Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir frásögnum um laufabrauðsgerð
Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir frásögnum um laufabrauðsgerð, eigin reynslu eða upplifun fólks af henni í samtímanum. Söfnunin er unnin í samstarfi við verkefnið Lifandi hefðir hjá Stofnun Árna Magnússonar. og meistaranema í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Á grundvelli svara við spurningaskránni, og viðtala sem tekin hafa verið, skapast fræðilegar undirstöður til að vinna að hugsanlegri tilnefningu laufabrauðshefðarinnar á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf heims.
Lesa meira
Aðventudagskrá í Þjóðminjasafni Íslands
Þjóðminjasafn Íslands hefur nú opnað aftur eftir lokanir vegna Covid-19 sóttvarnareglna. Fjölskyldur eru sérstaklega velkomnar að koma og njóta jóladagskrár safnsins í öruggu umhverfi því safnið er stórt og auðvelt að halda tveggja metra fjarlægð.
Lesa meira
Málstofa um póst- og frímerkjasögu
Þann 1. desember næstkomandi munu Þjóðskjalasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Skógasafn standa fyrir málstofu um póst- og frímerkjasögu. Yfirskrift málstofunnar er „Póstmenn koma víða við“ og verða þar flutt þrjú fræðsluerindi. Málstofan verður send út í beinni vefútsendingu á Facebook-síðum safnanna þriggja og hefst hún kl. 11:00.
Lesa meira
Nýr sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands
Ágústa Kristófersdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri kjarnasviðs hjá Þjóðminjasafni Íslands. Ágústa hefur starfað í menningargeiranum í aldarfjórðung, þar sem hún hefur öðlast yfirgripsmikla þekkingu á safnastarfi, menningarsögu og rannsóknum, ásamt reynslu af rekstri, stefnumótun og opinberri stjórnsýslu.
Lesa meira
Fræðamót: Söfn og loftslagsbreytingar. Áskoranir og samfélagslegar skyldur safna
English and Danish version follow
Þjóðminjasafn Íslands og Háskóli Íslands kynna Fræðamót, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 11.00-16.30.
Á málþinginu verður sjónum beint að áhrifum loftlagsbreytinga á safnastarf og þeim áskorunum og tækifærum sem söfn standa frammi fyrir tengdum þessari yfirvofandi vá. Rætt verður hvernig söfn geti tekist á við samfélagslega kröfu um aukna sjálfbærni og jafnframt stuðlað að upplýstri umræðu um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Málþingið fer að þessu sinni fram gegnum fundarkerfið Teams, en hægt er að taka þátt og hlusta á fyrirlestra með því að smella á meðfylgjandi link. Gestir eru beðnir um að stilla hljóðnema sína á hljóðlaust.
The National Museum of Iceland and the University of Iceland present the remote conference Interdisciplinary Meeting which will be held on Wednesday 25th of November 2020 at 11.00-16.30. The seminar takes place through the Teams meeting system.
Lesa meira
Þjóðminjar í öruggri vörslu hjá Þjóðminjasafni Íslands
Málefnaleg og þörf umræða í fréttaskýringaþættinum Kveik 8. október sl. varpaði ljósi á mikilvægi varðveislu íslenskra menningarverðmæta. Í þættinum kom fram að víða eru ófullnægjandi aðstæður til varðveislu menningararfsins en aðeins gafst þar ráðrúm til að tæpa á þessu mikilvæga málefni sem varðar öryggi menningarminja um land allt. Fjallað var um aðstæður fjölmargra opinberra stofnana sem gegna því lögbundna hlutverki að varðveita menningu og sögu þjóðarinnar. Bent var á að stjórnsýsla safna og menningarstofnana er dreifð og flókin og sérhæfing mismunandi. Það kallar á samræmd viðbrögð stjórnvalda og aukna áherslu á samhenta stjórnsýslu í málaflokknum. Sameiginleg sýn allra sem að honum koma er þó að sjálfsögðu sú að tryggja örugga varðveislu minja, sem og gott aðgengi til þekkingarsköpunar og þróunar. Safnastefna og ný heildarstefnumótun um málefni menningararfs undirstrikar mikilvægi þessa. Verðug verkefni eru framundan við innviðauppbyggingu á fagsviðinu. Stjórnvöld hafa þegar markað stefnu um úrbætur, sem birtist m.a. í nýrri áætlun um ríkisfjármál, og gefur hún fyrirheit um spennandi og samhent átak á komandi árum. Í þessu samhengi er þó full ástæða til að minna á að margt hefur áunnist og mikilvægar ákvarðanir til úrbóta verið teknar í safna- og varðveislumálum í gegnum tíðina.
Lesa meira
Sýningasalir safnsins áfram lokaðir vegna samkomutakmarkana
Sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 verða áfram tímabundið lokaðir vegna hertra sóttvarnaraðgerða og samkomutakmarkana.
Lesa meira
Fréttaskýringaþátturinn Kveikur – Íslensk menningarverðmæti í hættu
Þjóðminjasafn Íslands vill koma á framfæri sérstökum þökkum til þáttagerðarmanna fréttaskýringaþáttarins Kveiks fyrir umfjöllun um varðveislu á menningararfi þjóðarinnar. Í þættinum, sem var á dagskrá RÚV 8. október síðastliðinn, var varpað ljósi á alvarlegar brotalamir á þessu sviði.
Lesa meira
Ný og endurbyggð Krýsuvíkurkirkja komin í Krýsuvík
Krýsuvíkurkirkja brann 2. janúar 2010 eftir að kveikt hafði verið í henni. Fljótlega eftir brunann var ákveðið að ráðast í endursmíði á kirkjunni og nú í sumar var því verkefni lokið.
Lesa meira
Tímabundin lokun hjá Þjóðminjasafni Íslands
Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu verða sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík tímabundið lokaðir frá og með 8. október til og með 19. október. Skrifstofur Varðveislu- og rannsóknamiðstöðar Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði og Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 í Kópavogi verða einnig lokaðar gestum á sama tímabili.
Lesa meira- 17.000 gripir frá Viðeyjarrannsókninni afhentir Þjóðminjasafninu
- Vorfundur höfuðsafna 2020
- Samferða í söfnin
- Sýningaopnun: Teiknað fyrir þjóðina og Tónlist, dans og tíska
- Stefnumót við ljósmyndara
- Sölvi Helgason
- Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni
- Samferða í sumar
- Kaflaskil hjá Þjóðminjasafni í varðveislu fágætra fornmuna
- Þjóðminjasafn Íslands valið best safna hjá Grapevine
- Innskönnun og skráning ljósmynda - sumarstörf fyrir námsmenn.
- Sumarstörf fyrir námsmenn á Keldum á Rangárvöllum
- Þjóðminjasafn Íslands hlýtur íslensku safnaverðlaunin árið 2020
- Alþjóðlegi safnadagurinn á Þjóðminjasafni Íslands
- Hátæknispítali fyrir fornminjar
- Forseti nýrra tíma á sýningu í Þjóðminjasafninu
- Vigdís, forseti nýrra tíma
- Verk huldumanns afhjúpuð
- Þjóðminjasafn Íslands tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2020
- Frítt inn á safnið til og með 18. maí
- Þrír ljósmyndarar valdir til að fanga áhrif kórónafaraldursins
- Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu opnar aftur 4. maí
- "Lífið á tímum kórónuveirunnar."
- Þjóðminjasafn Íslands er lokað á meðan samkomubann stendur yfir
- Skrifstofur safnsins lokaðar fyrir heimsóknir
- Þjóðminjasafn Íslands heldur óbreyttum opnunartíma meðan á samkomubanni stendur
- Viðbrögð Þjóðminjasafns Íslands vegna COVID-19
- Hádegisfundir: Börn í forgrunni
- Lokað vegna veðurs / Closed due to weather
- Lokað vegna veðurs föstudaginn 14. febrúar til kl. 12
- Sýningaropnun: Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit
- Jessica Auer er vinningshafi ljósmyndarýni Ljósmyndahátíðar Íslands 2020
- Útgáfuhóf og leiðsögn: Í Ljósmálinu - Gunnar Pétursson
- Þjóðminjasafnið í hópi þeirra bestu
- Þjóðminjasafn Íslands hlýtur Jafnlaunavottun
- Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi
- Leiðsögn um útskurð
- Meðhöndlun forngripa á heimilum
- Þjóðminjasafn Íslands lokað kl. 14 vegna slæmrar veðurspár
- Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns formlega vígð
- Hvað gekk manninum til? Gripasöfnun Pike Ward á Íslandi
- Áttu forngrip í fórum þínum?
- Nýtt en gamalt. Nýlega afhentir jarðfundnir gripir til Þjóðminjasafns Íslands
- Endurmörkun Þjóðminjasafns Íslands tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2019
- Leiðsögn með sérfræðingi Listasafns Íslands
- Regnbogabraut: Falin saga sögð með myndlist
- Listasmiðja fyrir börn – leikur með samhverfur
- Grýla, Leppalúði og Gói
- Forn vinnubrögð í tré & járn
- Döff barnaleiðsögn
- Sýningaopnun: Með Ísland í farteskinu og Lygasögur
- Leiðsögn: Úrklippubækur Pike Wards
- Leiðsögn: Kirkjur Íslands
- Bókhlaðan í Flatey í umsjón Þjóðminjasafns Íslands
- Hinsegin dagar í Þjóðminjasafni Íslands
- Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa
- Opnun Stofu 17. júní
- Barnadagskrá á 17. júní
- Má bjóða þér til Stofu?
- Verk Sölva Helgasonar
- Styrkur úr Barnamenningarsjóði
- Endurmörkun safnsins tilnefnd til D&AD verðlauna
- Spurningaskrá um Eurovision hefðir
- Leiðsögn: Lilja Árnadóttir, sviðstjóri munasafns
- Mörkun Þjóðminjasafns Íslands fær aðalverðlaun FÍT (Grand Prix)
- Boðskort í Safnahúsið og safn Ásgríms Jónssonar
- Ný ásýnd Þjóðminjasafns Íslands hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin
- Ný ásýnd Þjóðminjasafns tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna
- Ný aðföng úr Þjórsárdal
- Umfjöllun um endurmörkun Þjóðminjasafns Íslands
- Sýningin Augnhljóð úr Þjóðminjasafni Íslands í Norræna safninu í Seattle
- Markaðs- og þjónustustjóri
- Setberg afhent Háskóla Íslands
- Undirritun samnings um myndbirtingu úr rafrænum safnmunaskrám
- Blýantsteikning eftir Sigurð Guðmundsson málara afhent safninu
- Aðalfundur Minja og sögu
- Opnun nýrrar sýningar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn:
- Grýla og Leppalúði og Reykjavíkurdóttirin Steiney Skúladóttir
- Nýr aðgöngumiði sem gildir í ár frá 1. desember
- Árskort veitir aðgang að öllum viðburðum
- Stjórnarfáni Íslands frá 1918 til sýnis í anddyri Þjóðminjasafnsins
- Ný ásýnd Þjóðminjasafns og ársaðgangur til gesta. Gjöf til gesta á 100 ára afmæli fullveldis Íslands.
- Dagskrá fullveldishátíðar 1. desember 2018
- Opnun hátíðarsýninga um Kirkjur Íslands
- Ný ásýnd Þjóðminjasafns og ársaðgangur að gjöf til gesta á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
- Regnbogaþráður
- Afhending tveggja nýdoktorastyrkja
- Dagskrá Þjóðminjasafns Íslands í tilefni 100 ára fullveldisafmælis
- Fullveldisleiðsögn: Fjölmenning á Fróni
- Loftslagsbreytingar og framtíðin