Viðburðir framundan

Hallgerðarríma

  • 28.9.2022, 15:00 - 17:00, Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Miðvikudaginn 28. september kl. 15 verður dagskrá helguð Hallgerði Gísladóttur þjóðfræðingi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Þar verða flutt stutt ávörp, kveðskapur og kvæðalög, vísnasöngur o.fl. Kynnt verður fyrirhuguð ný og aukin útgáfa bókar Hallgerðar, Íslensk matarhefð ásamt 10 fræðigreinum. Bókin kom út árið 1999 og hefur lengi verið ófáanleg. Hún er aðalrit Hallgerðar og hlaut hún fyrir bókina viðurkenningu Hagþenkis. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þegar hún kom út. Hægt er að panta eintak hér. https://form.123formbuilder.com/6122103. Verið öll velkomin.

Hallgerður starfaði lengst af við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands, varð deildarstjóri hennar 1995 og síðar fagstjóri þjóðháttasafns til æviloka árið 2007. Sérgrein hennar var íslensk matargerð og hefðir henni tengdar.

Dagskráin: 

Kl. 15.00 Veitingar og létt spjall áður en dagskrá hefst. Kveðnar stemmur við kaffivísur úr Íslenskri matarhefð  - Kvæðakonan góða

Kl. 15.20 Gestir boðnir velkomnir  - Fulltrúi þjóðminjasafns Íslands

Kl. 15.25 Hallgerður og störf hennar almennt við Þjóðminjasafnið - Margrét Hallgrímsdóttir

Kl. 15.35 Samstarfið á Þjóðháttadeild - Árni Björnsson

Kl. 15.45 Söngur með þýddum texta Hallgerðar - Guðlaugur Jón

Kl. 15.55 Arfleifðin á Þjóðháttadeild - Helga Vollertsen

Kl. 16.05 Nokkur orð um samstarfið og vinskapinn við Höllu - Lilja Árnadóttir

Kl. 16.15 Kynning á endurútgáfu bókarinnar Íslensk matarhefð - Bjarni Harðarson

Kl. 16.25 Kvæðalög og stemmur - Kvæðakonan góða

Kl. 16.35 Kvik myndbrot úr ferðum Kvæðakonunnar góðu - Þórunn Hafstað

Kl. 16.45 Samkomuslit