
Rannsókn á beinagrind sem fannst í Gufunesi
Ýmislegt má greina af beinum eins og t.d lífaldur, kyn og sjúkdóma. Joe Walser, mannabeinafræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands, sýnir okkur hér beinagrind sem fannst við framkvæmdir í Gufunesi.
Lesa meira
Lækjartorg árið 1886
Kristín Halla Baldvinsdóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands segir frá ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar af mannlífi á Lækjartorgi árið 1886.
Lesa meira
Árabáturinn Ingjaldur í hús
Safnkennarar Þjóðminjasafnis eru stundum spurðir að því hvernig í ósköpunum árabáturinn hafi komist inn í sýningarsalinn. Í þessu myndbandi má sjá svarið við því. Ljósmyndirnar voru teknar þann 13. apríl árið 2004 en þá urðu þau tímamót í undirbúningi grunnsýningarinnar í Þjóðminjasafni Íslands að fyrsta sýningargripnum, - árabátnum Ingjaldi, var komið fyrir í nýju sýningarrými.
Lesa meira
Víkingasverð í röntgenmyndatöku
Í september 2016 gengu nokkrar gæsaskyttur fram á sverð frá víkingaöld. Sverðið mun vera frá síðari hluta 10. aldar og hefur varðveist mjög vel. Hér sjáum við sérfræðinga Þjóðminjasafns Íslands fylgja sverðinu í röntgenmyndatöku hjá Domus Medica.
Lesa meira
Myndaalbúmið. Þróun þess og endalok
Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni segir frá.
Lesa meira
Forvarsla kjálka og holdsleifa
Sýningin Bláklædda konan byggir á rannsóknum á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. Rannsóknirnar hafa meðal annars gefið upplýsingar um aldur konunnar, klæðaburð og hvaðan hún kom.Kjálka konunar ásamt holdsleifum var komið fyrir í formalínlausn strax eftir uppgröft. Árið 2014 var varið í að skipta út formalíninu.
Lesa meira
Sveitabærinn Reynivellir í Kjós
Inga Lára Baldvinsdóttir sviðstjóri Ljósmyndasafns Íslands segir frá ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar af sveitabænum Reynivöllum í Kjós.
Lesa meira
Regnbogaþráður
Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt.
Lesa meira
Fortíð í nýju ljósi - enduropnun Þjóðminjasafns Íslands
1. september 2004 opnaði Þjóðminjasafn Íslands aftur eftir umfangsmiklar breytingar á safnhúsi og sýningum. Í þessum þætti verður fjallað um nýja grunnsýningu safnsins þar sem þemað er hvernig verður þjóð til.
Lesa meira
Lífið í Þjóðminjasafni
Í tilefni af 150 ára afmæli Þjóðminjasafns Íslands 24. febrúar 2013 var gerð heimildamynd þar sem skyggnst var á bak við tjöldin í fjölbreyttri starfsemi safnsins.
Lesa meira