Fjármál og þjónusta

Fjármál og þjónusta

21.10.2016

Á fjármála- og þjónustusviði starfa auk framkvæmdastjóra sviðsins, skjalastjóri, kerfisstjóri, umsjónarmaður skrifstofu, umsjónarmaður fasteigna- og öryggismála, ræstingastjóri og ræstitæknar, vaktstjórar og starfsmenn sýningargæslu, verslunarstjóri og afgreiðslufulltrúar safnbúða, safnkennarar, þjónustustjóri, vefstjóri, bókasafnsfræðingur og mannauðsstjóri.

Fjármála- og þjónustusvið annast fjármál stofnunarinnar og hefur umsjón með samningagerð og skjalastjórn. Undir sviðið heyrir einnig allur almennur rekstur stofnunarinnar, nánar tiltekið rekstur tækni- og upplýsingakerfa, rekstur húsnæðis og bifreiða, rekstur safnbúða og rekstur skrifstofu. Þá heyra sýningargæsla og öryggismál undir sviðið, sem og mannauðsmál.

Fjármála- og þjónustusvið hefur umsjón með fræðslu og miðlun á menningartengdu efni. Sérfræðingar sviðsins sjá meðal annars um fræðslu fyrir skólahópa, ferðafólk og almenna gesti, skipulagningu viðburða, umsjón með vef- og samfélagsmiðlum og markaðs- og kynningarmálum.

Hlutverk sviðsins er einnig að halda utan um og hafa umsjón með útgáfu safnsins.

Framkvæmdastjóri fjármála- og þjónustusviðs er Þorbjörg Gunnarsdóttir, thorbjorg@thjodminjasafn.is. Skrifstofan er á Suðurgötu 41 og er opin virka daga frá kl. 8 - 16.