Fjármálasvið

Fjármálasvið

21.10.2016

Á fjármálasviði starfa auk framkvæmdastjóra sviðsins, skjalastjóri, kerfisstjóri, umsjónarmaður skrifstofu, umsjónarmaður fasteigna- og öryggismála, ræstingastjóri og ræstitæknar.

Fjármálasvið annast fjármál stofnunarinnar og hefur umsjón með samningagerð og skjalastjórn. Undir sviðið heyrir einnig allur almennur rekstur stofnunarinnar, nánar tiltekið rekstur tækni- og upplýsingakerfa og rekstur húsnæðis og bifreiða.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs er Þorbjörg Gunnarsdóttir, thorbjorg@thjodminjasafn.is. Skrifstofan er á Suðurgötu 41 og er opin virka daga frá kl. 8-16.

Önnur svið innan Þjóðminjasafnsins eru:

Skrifstofa þjóðminjavarðar
Auk þjóðminjavarðar starfar á skrifstofu þjóðminjavarðar mannauðsstjóri.

Kjarnasvið
Á kjarnasviði er unnið að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu menningar- og þjóðminja; þ.e. húsa, mynda, muna og þjóðhátta með söfnun, varðveislu, rannsóknum, skráningu og miðlun.
Framkvæmdastjóri kjarnasviðs er Ágústa Kristófersdóttir.

Þjónustusvið
Undir þjónustusviði heyrir sýningahald, móttaka gesta og þjónusta við þá. Safnfræðsla, sem er veigamikill þáttur í starfseminni er á þjónustusviði sem og kynningar- og markaðsmál.
Framkvæmdastjóri þjónustusviðs er Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir.

Framkvæmdastjórar eru staðgenglar þjóðminjavarðar.

Starfsstöðvar safnsins eru þrjár; Sýningarsalur og skrifstofur eru á Suðurgötu í Reykjavík. Starfsemi kjarnasviðs fer fram á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og í Vesturvör í Kópavogi.

Skipurit Þjóðminjasafns Íslands 1. júlí 2023:Skipurit_juli_2023