
Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands 2022
Fyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands tengjast sýningum, rannsóknum eða öðru starfi safnsins og eru annan hvern þriðjudag klukkan 12 í fyrirlestrasalnum við Suðurgötu.
Lesa meira
Ljós og leikur
Persónulegt safn sem lýsir ferðalagi einstaklingsins frá barndómi til fullorðinsára og varpar ljósi á marglaga merkingu ljósmyndarinnar.
Lesa meira
Barnamenningarhátíð: Tjáning um kynheilbrigði
Nemendur 8. bekkjar Hagaskóla sýna verk sem fjalla um kynheilbrigði, kynvitund og öll tabúin sem hafa fylgt þeim.
Lesa meira
Hádegisfyrirlestur: Hlutir í dánarbúsuppskriftum og safnkosti Þjóðminjasafnsins
Anna Heiða Baldursdóttir doktor í sagnfræði, fjallar um möguleika tveggja umfangsmikilla heimildasafna fyrir rannsóknir; dánarbúsuppskriftir og rafræna gagnasafnið Sarp.
Lesa meira
Barnamenningarhátíð: Landvættirnir og aðrar íslenskar kynjaverur
Sýning á verkum nemenda leikskólans Lyngheimar í Grafarvogi.
Lesa meiraBarnaleiðsögn: Sá á fugl sem finnur! Finnum fugla og fræðumst um þá á Þjóðminjasafninu.
Barnaleiðsögn sunnudaginn 2. apríl kl. 14.
Lesa meira
Menningarferðamennska. Málþing ICOMOS.
Málþing um Alþjóðlegan sáttmála ICOMOC um menningarferðamennsku.
Lesa meira
Heimsins hnoss - Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati)
Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld.
Lesa meira
Drasl eða dýrgripir?
Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.
Lesa meira
Úr mýri í málm
Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram.
Lesa meira
Regnbogaþráður
Um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár
Lesa meira
Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár
Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.
Lesa meira