Með verkum handanna

Með verkum handanna
 • Dýrgripir íslenskrar listasögu - Sýningin opnar 4. nóvember

Dýrgripir íslenskrar listasögu á tímamótasýningu sem haldin er í tilefni af 160 ára afmæli Þjóðminjasafnsins. Öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa verða á sýningunni. Níu klæði eru varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en sex eru í eigu erlendra safna. Þau hafa verið fengin að láni fyrir sýninguna, eitt frá Louvre safninu í París, fjögur frá Nationalmuseet København og eitt frá Rijksmuseum Twente í Hollandi.   

Lesa meira
Leiðsögn Með verkum handanna

Með verkum handanna: Leiðsögn með Kristjáni Mímissyni
 • 10. mars klukkan 14:00

Sunnudaginn 10. mars verður Kristján Mímisson fornleifafræðingu og sérfræðingur í miðlun menningarsögu hjá Þjóðminjasafni Íslands með leiðsögn um sýninguna Með verkum handanna. 

Lesa meira
Brot úr framtíð

Sýningaropnun: Brot úr framtíð
 • 8. júní 2024 - 5. janúar 2025

Sýningin Brot úr framtíð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands byggir á listrannsókn og myndlistarverkefni Þorgerðar Ólafsdóttur þar sem hún veltir fyrir sér fyrirbærum tengdum mannöld og hugmyndum okkar um menningar- og náttúruarf. 

Lesa meira
Myndasalur í 20 ár

Myndasalur í 20 ár | Úr safneign
 • Mynasalur 16.03.2024 - 20.05.2024

Sýndar verða ljósmyndir eftir samtímaljósmyndara sem sýnt hafa verk sín í Myndasal frá því hann var opnaður árið 2004.

Lesa meira
Pólskar rætur og daglegt líf á Íslandi

Pólskar rætur og daglegt líf á Íslandi
 • Veggur 16.03.2024 - 20.05.2023

Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands safnar frásögnum Pólveja á Íslandi. Á sýningunni verða brot af því efni sem borist hefur. 

Lesa meira
Ljósmyndasýning frá hjólhýsahverfinu við Laugarvatn

Ef garðálfar gætu talað | Sýningunni lýkur 3. mars
 • 16.9.2023 - 03.03.2024 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu 41

Í kjarrinu við rætur Laugarvatnsfjalls var byggð sem teljast verður einstök á landsvísu. Hjólhýsi, gerð til að þjóta um vegi og staldra stutt við urðu hjól-laus, staðbundin, hluti af umhverfinu. Þau stóðu þétt saman og hýstu fólk sem hafði þarna sumardvöl og veitti sköpun sinni útrás með öðrum hætti en heimafyrir.

Lesa meira
Laugarvatn

Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn | Sýningunni lýkur 3. mars
 • 16.9.2023 - 03.03.2024 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Myndir frá Laugarvatni úr eigu Ljósmyndasafns Íslands.

Lesa meira
Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár
 • Grunnsýning Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

Lesa meira

Úr mýri í málm
 • Hornið - Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. 

Lesa meira

Drasl eða dýrgripir?
 • Á þriðju hæð í Þjóðminjasafninu

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Lesa meira

Regnbogaþráður
 • Hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafnins.

Um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár

Lesa meira

Regnbogaþráður - hinsegin vegvísir

Hinsegin vegvísir um grunnsýninguna Þjóð verður til.

Lesa meira