Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands 2022
  • Annan hvern þriðjudag kl. 12 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands tengjast sýningum, rannsóknum eða öðru starfi safnsins og eru annan hvern þriðjudag klukkan 12 í fyrirlestrasalnum við Suðurgötu.

Lesa meira
Rúnar Gunnarsson ljósmyndasýning

Ekki augnablikið heldur eilífðin
  • 11. mars - 2. sept 2023 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu 41

Sýning á ljósmyndum Rúnars Gunnarssonar. 

Lesa meira
Stúlkur við Botnsvatn eftir Ragnheiði Bjarnadóttur

Ljós og leikur
  • Opnar 11. mars. Myndaveggur - Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Persónulegt safn sem lýsir ferðalagi einstaklingsins frá barndómi til fullorðinsára og varpar ljósi á marglaga merkingu ljósmyndarinnar. 

Lesa meira
Barnamenningarhátíð í Þjóðminjasafninu

Barnamenningarhátíð: Tjáning um kynheilbrigði

Nemendur 8. bekkjar Hagaskóla sýna verk sem fjalla um kynheilbrigði, kynvitund og öll tabúin sem hafa fylgt þeim.

Lesa meira
Anna Heiða Baldursdóttir fyrirlestur

Hádegisfyrirlestur: Hlutir í dánarbúsuppskriftum og safnkosti Þjóðminjasafnsins

Anna Heiða Baldursdóttir doktor í sagnfræði, fjallar um möguleika tveggja umfangsmikilla heimildasafna fyrir rannsóknir; dánarbúsuppskriftir og rafræna gagnasafnið Sarp.

Lesa meira
Sýning á Barnamenningarhátíð 2023

Barnamenningarhátíð: Landvættirnir og aðrar íslenskar kynjaverur

Sýning á verkum nemenda leikskólans Lyngheimar í Grafarvogi.

Lesa meira
Menningartengd ferðaþjónusta. Málþing ICOMOS í Þjóðminjasafninu.

Menningarferðamennska. Málþing ICOMOS.

Málþing um Alþjóðlegan sáttmála ICOMOC um menningarferðamennsku. 

Lesa meira

Heimsins hnoss - Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati)
  • 5.11.2022 - 17.9.2023 Bogasalur - Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld. 

Lesa meira

Drasl eða dýrgripir?
  • Á þriðju hæð í Þjóðminjasafninu

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Lesa meira

Úr mýri í málm
  • 30.4.2022 - 29.4.2023 Hornið - Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. 

Lesa meira

Regnbogaþráður
  • Hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafnins.

Um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár

Lesa meira
Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár
  • Grunnsýning Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

Lesa meira