
Ef garðálfar gætu talað
Í kjarrinu við rætur Laugarvatnsfjalls var byggð sem teljast verður einstök á landsvísu. Hjólhýsi, gerð til að þjóta um vegi og staldra stutt við urðu hjól-laus, staðbundin, hluti af umhverfinu. Þau stóðu þétt saman og hýstu fólk sem hafði þarna sumardvöl og veitti sköpun sinni útrás með öðrum hætti en heimafyrir.
Lesa meira
Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár
Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.
Lesa meira
Handverkshersar Rimmugýgjar sýna listir sínar
Rimmugýgur miðlar menningu landnámsaldar á lifandi og skemmtilegan hátt í Þjóðminjasafninu í haust. Sjón er sögu ríkari!
Lesa meira
Barnaleiðsögn: Fara á brott með víkingum!
Barnadagskrá með safnkennurum er fyrsta sunnudag hvers mánaðar kl. 14:00. Í haust beinum við sjónum okkar að landnámsöld og víkingum. Víkingafélagið Rimmugýgur heimsækir safnið á sömu dögum og sýna listir sínar milli kl. 13:00 og 16:30.
Skemmtilegir sunnudagar á safninu!
Lesa meira
Eru söfn einhvers virði? Næsti fyrirlestur verður föstudaginn 6. október kl. 12.
Næsti fyrirlestur verður föstudaginn 6. október kl: 12:00, en þá flytur Dr. Anna Heiða Baldursdóttir, nýdoktor við Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri erindið: (Ó)Þarfar rannsóknir á söfnum
Lesa meira
Úr mýri í málm
Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram.
Lesa meira
Drasl eða dýrgripir?
Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.
Lesa meira
Regnbogaþráður
Um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár
Lesa meira
Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands 2023
Fyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands tengjast sýningum, rannsóknum eða öðru starfi safnsins.
Lesa meira