Ljósmyndasýning frá hjólhýsahverfinu við Laugarvatn

Ef garðálfar gætu talað
  • 16.9.2023 - 14.02.2024 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu 41

Í kjarrinu við rætur Laugarvatnsfjalls var byggð sem teljast verður einstök á landsvísu. Hjólhýsi, gerð til að þjóta um vegi og staldra stutt við urðu hjól-laus, staðbundin, hluti af umhverfinu. Þau stóðu þétt saman og hýstu fólk sem hafði þarna sumardvöl og veitti sköpun sinni útrás með öðrum hætti en heimafyrir.

Lesa meira
Laugarvatn

Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn
  • 16.9.2023 - 21.2.2024 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Myndir frá Laugarvatni úr eigu Ljósmyndasafns Íslands.

Lesa meira
Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár
  • Grunnsýning Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

Lesa meira

Handverkshersar Rimmugýgjar sýna listir sínar
  • Sunnudaginn 1. október kl. 13:00-16:30

Rimmugýgur miðlar menningu landnámsaldar á lifandi og skemmtilegan hátt í Þjóðminjasafninu í haust. Sjón er sögu ríkari!

Lesa meira

Barnaleiðsögn: Fara á brott með víkingum!
  • Sunnudaginn 1. október kl. 13:00-16:30

Barnadagskrá með safnkennurum er fyrsta sunnudag hvers mánaðar kl. 14:00. Í haust beinum við sjónum okkar að landnámsöld og víkingum. Víkingafélagið Rimmugýgur heimsækir safnið á sömu dögum og sýna listir sínar milli kl. 13:00 og 16:30. 

Skemmtilegir sunnudagar á safninu!

Lesa meira
Fyrirlestrarröð: Eru söfn einhvers virði?

Eru söfn einhvers virði? Næsti fyrirlestur verður föstudaginn 6. október kl. 12.
  • Á föstudögum kl. 12:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins

Næsti fyrirlestur verður föstudaginn 6. október kl: 12:00, en þá flytur Dr. Anna Heiða Baldursdóttir, nýdoktor við Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri erindið: (Ó)Þarfar rannsóknir á söfnum

Lesa meira

Úr mýri í málm
  • Hornið - Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. 

Lesa meira

Drasl eða dýrgripir?
  • Á þriðju hæð í Þjóðminjasafninu

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Lesa meira

Regnbogaþráður
  • Hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafnins.

Um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár

Lesa meira

Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands 2023
  • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Fyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands tengjast sýningum, rannsóknum eða öðru starfi safnsins. 

Lesa meira