Jólatré úr Safneign
Á aðventu og fram á þrettándann má sjá sýningu á jólatrjám af þeirri gerð sem mörg muna eflaust eftir af æskuheimilum sínum eða úr stofum ömmu og afa eða langömmu og langafa. Jólatrén eru frá því snemma á 20. öld og fram undir 1970. Trén eru úr safneign Þjóðminjasafnsins og eru til sýnis á annarri hæð safnsins.
Lesa meiraSamtal við Sigfús. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar og Einars Fals Ingólfssonar.
Einar Falur Ingólfsson (f. 1966) vinnur út frá og í sjónrænu samtali við myndverk Sigfúsar Eymundssonar (1837-1911) eins og endurspeglast í undirtitli sýningarinnar, Í fótspor Sigfúsar Einarssonar. Samhliða sýningunni gefur Þjóðminjasafnið út bókina Aftur – Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar, sem í verða rúmlega 130 ljósmyndir og texti eftir Einar Fal.
Lesa meiraPólland: Vetur. Heillandi náttúra og menning fjallahéraðanna í Suður-Póllandi.
Laugardaginn 18. janúar er komið að þriðja erindinu í fyrirlestraröðinni Pólland: Vetur, sumar, vor og haust. Erindið er helgað vetrinum og heillandi menningu og náttúru fjallhéraðanna í Suður-Póllandi.
Lesa meiraSafnanótt í Þjóðminjasafninu
Velkomin á Safnanótt! Skemmtileg dagskrá í safninu frá kl. 18 - 22. Safnbúðin verður að sjálfsögðu opin og tilboð í kaffihúsi.
Lesa meiraMyndasalur í 20 ár | Úr safneign
Sýndar verða ljósmyndir eftir samtímaljósmyndara sem sýnt hafa verk sín í Myndasal frá því hann var opnaður árið 2004.
Lesa meiraÞjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944
Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands hafa tekið saman höndum um sýningu á efni frá atburðum þeim sem áttu sér stað í maí og júní árið 1944 og leiddu til lýðveldisstofnunarinnar þann 17. júní.
Lesa meiraLögréttutjöldin
Í tilefni 80 ára afmælishátíðar lýðveldis á Íslandi sýnir Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum tjöld sem eru talin hafa hangið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar.
Lesa meiraBarnadagskrá fyrsta sunnudag hvers mánaðar
Skemmtilegar og fjölbreyttar leiðsagnir fyrir börn sem endar í smiðju þar sem börnin fá að virkja sköpunargleðina.
Lesa meiraÞjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár
Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.
Lesa meiraRegnbogaþráður
Um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár
Lesa meira