Dagskrá haust 2020 í Þjóðminjasafni Íslands 6 okt. 2020 - 24 des. 2020 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Dagskrá haustið 2020 í Þjóðminjasafni Íslands.

 

Dagskrá haust 2020 í Þjóðminjasafni Íslands 11 okt. 2020 - 31 des. 2020 Safnahúsið við Hverfisgötu

Dagskrá haustið 2020 í Þjóðminjasafni Íslands.

 

Barnaleiðsögn 1 nóv. 2020 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 1. nóvember kl. 14 verður barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands. 

 
Keldur

Fyrirlestur: Húsin í húsasafni Þjóðminjasafnsins 3 nóv. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Guðmundur Lúther Hafsteinsson sviðsstjóri húsasafns flytur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12. 

 

Leiðsögn með sérfræðingi Árnastofnunar 8 nóv. 2020 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 8. nóvember klukkan 14 leiðir sérfræðingur frá Árnastofnun gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

 

Fyrirlestur: Vísnabókin 17 nóv. 2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor við Háskóla Íslands verður með hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 17. nóvember þar sem hún fjallar um sögu og gildi Vísnabókarinnar. Bókin hefur sérstöðu meðal íslenskra barnabóka og Anna Þorbjörg veltir upp spurningum um framtíð hennar í þeim ríka myndheimi sem nútímabörn alast upp við. 

 

Grýla, Leppalúði og Ragnheiður Gröndal 6 des. 2020 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 6. desember klukkan 14 skemmta Grýla og Leppalúði gestum Þjóðminjasafnsins. Með þeim verður söngkonan Ragnheiður Gröndal.

 

Stekkjastaur 12 des. 2020 11:00 - 11:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólasveinarnir þjóðlegu koma nú vel klæddir í Þjóðminjasafnið á slaginu 11 frá og með 12. desember. Í dag er það hann Stekkjarstaur sem reyndi hér áður fyrr að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum.