Fyrirsagnalisti

Menningarnótt 2019 24.8.2019 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira
 

Menningarnótt í Safnahúsinu 24.8.2019 10:00 - 19:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu verður opið frá kl. 10 - 19. Verið öll velkomin.

Lesa meira
 

Listasmiðja - Kynjaskepnur og furðuverur 24.8.2019 14:00 - 16:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu leynast ýmsar kynjaverur og þjóðsagnapersónur sem hafa verið innblástur listafólks í gegnum aldirnar. Í listasmiðjunni skoðum við þessar verur og gerum tilraunir með okkar eigin kynjaskepnusköpun.

Lesa meira
 

Listakonur veita leiðsögn um ljósmyndasýningar sínar 24.8.2019 14:00 - 15:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Myndasal og á Vegg Þjóðminjasafns Íslands standa yfir tvær grípandi ljósmyndasýningar eftir listakonurnar Agnieszka Sosnowska og Yrsu Roca Fannberg. Þær veita leiðsögn um sýningar sínar kl. 14. Yrsa byrjar og svo tekur Agnieszka við. Leiðsögn Yrsu fer fram á íslensku og Agnieszku á ensku. Verið öll velkomin.

Lesa meira
 

Tálgað í gegnum söguna 24.8.2019 14:30 - 16:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Viltu læra að tálga og lesa í tré? Ólafur Oddsson tálgumeistari kennir öruggu hnífsbrögðin við tálgun og kemur þér af stað með skemmtileg tálgunarverkefni. Tálgukennslan fer fram í trjálundi við Þjóðminjasafnið og hefst kl.14:30.

Lesa meira
 

Örleiðsögn um útskurð og tálgun 24.8.2019 14:30 - 16:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tengslum við tálgunámskeið fyrir börn á menningarnótt býður Þjóðminjasafnið börnum og fjölskyldum örleiðsögn um tálgaða og útskorna gripi á sýningum safnsins. 

Lesa meira