
Víkingar og vinabönd - barnadagskrá
Sunnudaginn 2. mars á milli kl. 14 og 16 verða félagar í víkingafélaginu Rimmugýgi í fullum skrúða í safninu og taka á móti gestum barnadagskrár. Þau stjórna leikjum sem börn og þeirra fullorðna fylgdarlið getur spreytt sig á. Þetta eru gjarnan lúmskir þrautaleikir svo sem Að reisa horgemling eða Að stökkva yfir sauðarlegg eins og leikirnir kölluðust seinna meir. Einnig verður hægt að taka þátt í skemmtilegum hópleikjum.

Samtal við Sigfús. Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar og Einars Fals Ingólfssonar.
Einar Falur Ingólfsson (f. 1966) vinnur út frá og í sjónrænu samtali við myndverk Sigfúsar Eymundssonar (1837-1911) eins og endurspeglast í undirtitli sýningarinnar, Í fótspor Sigfúsar Einarssonar. Samhliða sýningunni gefur Þjóðminjasafnið út bókina Aftur – Í fótspor Sigfúsar Eymundssonar, sem í verða rúmlega 130 ljósmyndir og texti eftir Einar Fal.

Pólland: Vor, síðasti fyrirlesturinn af fjórum
Laugardaginn 15. mars er komið að fjórða og síðasta erindinu í fyrirlestraröðinni Pólland: Vetur, sumar, vor og haust. Erindið er helgað vorinu, náttúrufegurð árstíðarskiptanna og menningarviðburðum.