Viðburðir framundan

Fær í flestan sjó - þjóðtrú tengd sjómennsku

  • 31.5.2024 - 31.7.2024

Þekkir þú til þjóðtrúar sem tengist sjómennsku? Hér getur þú svarað spurningaskrá Þjóðháttasafns.

Í tilefni Sjómannadagsins leitar Þjóðminjasafn Íslands nú til heimildamanna til að safna upplýsingum um þjóðtrú og siði tengda sjómennsku. Rannsókninni er ætlað að veita innsýn í hvaða áhrif þjóðtrú hefur á fólk sem starfar til sjós og aðstandendur þeirra og hvernig hún birtist í starfi þeirra.

Ef þú smellir hér sveiflar veraldarvefurinn þér inn á Sarp, hvar þú getur svarað spurningaskránni. 

Spurningaskráin er unnin upp úr spurningalista sem Unnur Malmquist Jónsdóttir vann fyrir meistararitgerð sína í þjóðfræði vorið 2022 og nefnist Til vonar og vara – þjóðtrú austfirskra sjómanna.

Svörin mega gjarnan vera lýsandi og ítarleg, við viljum fá sem mestar upplýsingar um efnið. Þú mátt endilega taka ýmis konar dæmi af þinni reynslu. Það er mjög gagnlegt fyrir rannsóknina að fá lýsingar og frásagnir frá þeim sem svara. Þú getur einfaldlega sleppt þeim spurningum sem höfða ekki til þín og einbeitt þér að hinum.

Mynd: Unnur Malmquist Jónsdóttir