Myndasalur í 20 ár

Myndasalur í 20 ár | Úr safneign
  • Myndasalur 16.03.2024 - 30.03.2025

Sýndar verða ljósmyndir eftir samtímaljósmyndara sem sýnt hafa verk sín í Myndasal frá því hann var opnaður árið 2004.

Lesa meira

Lögréttutjöldin
  • 14. júní 2024 - 1. júní 2025

Í tilefni 80 ára afmælishátíðar lýðveldis á Íslandi sýnir Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum tjöld sem eru talin hafa hangið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar. 

Lesa meira

Þjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944
  • 14. júní 2024 - 7. september 2025

Þjóðminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands hafa tekið saman höndum um sýningu á efni frá atburðum þeim sem áttu sér stað í maí og júní árið 1944 og leiddu til lýðveldisstofnunarinnar þann 17. júní. 

Lesa meira

Jólatré úr Safneign

Á aðventu og fram á þrettándann má sjá sýningu á jólatrjám af þeirri gerð sem mörg muna eflaust eftir af æskuheimilum sínum eða úr stofum ömmu og afa eða langömmu og langafa. Jólatrén eru frá því snemma á 20. öld og fram undir 1970. Trén eru úr safneign Þjóðminjasafnsins og eru til sýnis á annarri hæð safnsins.

Lesa meira
Grunnsýning

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár
  • Grunnsýning Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af tiltækum rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

Lesa meira

Regnbogaþráður
  • Hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafnins.

Um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár

Lesa meira