Aðgengi

Aðgengi að Þjóðminjasafni Íslands

2.11.2015

Stöðugt er unnið að því að bæta aðgengi að sýningum. Safnið fékk viðurkenningu Sjálfsbjargar árið 2006 fyrir gott aðgengi fyrir fatlað fólk að sýningum í húsakynnum þess við Suðurgötu.

Þjóðminjasafnið hefur í tvígang fengið tilnefningu til nýsköpunarverðlauna; annars vegar fyrir sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta í tengslum við ljósmyndasýningu og hins vegar fyrir minningaherbergi, sem staðsett var á 2. hæð og notað í minningavinnu með öldruðum með minnisglöp. Við erum þakklát fyrir allar athugasemdir um aðgengismál. Hægt er að senda ábendingar á netfangið thjodminjasafn@thjodminjasafn.is.

Yfirlit yfir aðstöðu og aðgengi í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu

  • Aðalinngangur: Á suðurgafli, enginn þröskuldur, rennihurð sem opnast sjálfkrafa.
  • Barnakerrur: Sex kerrur í anddyri og fatahengi í kjallara. 
  • Bílastæði: Ekið er inn á bílastæði frá Suðurgötu. Vinsamlega athugið að stæði í hringnum fyrir framan innganginn eru aðeins fyrir rútur.
  • Bílastæði fyrir fatlað fólk: Þrjú, þar af tvö nálægt aðalinngangi og eitt við starfsmannainngang, innst á bílastæði við Suðurgötu.
  • Fyrirlestrasalur: Gott aðgengi fyrir hjólastóla frá anddyri (rampur).
  • Fellistólar: Já, upplýsingar í móttöku.
  • Hjólastólar: Þrír, upplýsingar í móttöku.
  • Hljóðleiðsögn: Boðið er upp á hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, dönsku, þýsku, ítölsku, frönsku, sænsku, spænsku og pólsku. Þá er sérstök hljóðleiðsögn fyrir börn á íslensku og ensku.
  • Leiðsögn fyrir börn: Fyrsta sunnudag í mánuði á tímabilinu 16. sept. - 30. apríl. 
  • Sérfræðileiðsögn um sérsýningar. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa á mismunandi tungumálum og á táknmáli í síma 530 2200.
  • Lyftur: Af fyrstu hæð í kjallara þar sem fatahengi og salerni eru staðsett. Þá er lyfta á milli hæða í sýningarsölum, bæði norðan- og sunnanmegin.
  • Margmiðlun: Á sýningum er notuð margmiðlunartækni, meðal annars er „símasamband“ við íbúa fortíðar og kvikmyndir á skjáum.
  • Nestisaðstaða: Nei.
  • Reyk- og veipsvæði: Á útisvæði við kaffihús.
  • Safnbúð: Á 1. hæð, gegnt kaffihúsi.
  • Salerni: Þrjú salerni eru í kjallara, þar af eitt fyrir fatlað fólk. Tvö salerni eru á 2. hæð, með dyraopnara, þar af annað fyrir fatlaða.
  • Snertisafn: Safngripir sem má snerta eru í fjölskyldurýminu Stofu.
  • Upplýsingar á blindraletri: Yfirlitsmynd yfir safnið og staðir með hljóðleiðsögn. Upplýsingar í móttöku.
  • Veitingasala: Kaffihús er á jarðhæð safnsins.