Aðgengi

Aðgengi að Þjóðminjasafni og Safnahúsi

2.11.2015

Stöðugt er unnið að því að bæta aðgengi að sýningum Þjóðminjasafnsins. Safnið fékk viðurkenningu Sjálfsbjargar árið 2006 fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða að sýningum á Suðurgötu. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er aðgengi fyrir hjólastóla gott í stórum hluta hússins, þó ekki að fundarsölum í austurhluta. Lyfta nær til allra rýma sýningarinnar Sjónarhorna.

Þjóðminjasafnið hefur í tvígang fengið tilnefningu til nýsköpunarverðlauna; fyrir sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta í tengslum við ljósmyndasýningu og fyrir minningaherbergi, sem staðsett var á 2. hæð og notað í minningavinnu með öldruðum með minnisglöp.  Við erum þakklát fyrir allar athugasemdir gesta varðandi aðgengismál á safninu. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið thjodminjasafn@thjodminjasafn.is.

Yfirlit yfir aðstöðuna í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu

 • Aðalinngangur: Á suðurgafli, enginn þröskuldur, rennihurð sem opnast sjálfkrafa.
 • Barnakerrur: Sex kerrur í anddyri og fatahengi í kjallara.
 • Bílastæði: Ekið er inn á bílastæði frá Suðurgötu. Vinsamlega athugið að stæði í hringnum fyrir framan innganginn eru aðeins fyrir rútur.
 • Bílastæði fyrir fatlaða: Þrjú, þar af tvö nálægt aðalinngangi og eitt við starfsmannainnganginn, innst á bílastæði Suðurgötumegin.
 • Fyrirlestrasalur: Gott aðgengi fyrir hjólastóla frá anddyri (rampur).
 • Fellistólar: Já, upplýsingar í móttökunni.
 • Hjólastólar: Þrír, upplýsingar í móttöku.
 • Hljóðleiðsögn: Boðið er upp á hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, dönsku, þýsku, ítölsku, frönsku, sænsku, spænsku og pólsku. Boðið er upp á hljóðleiðsögn fyrir börn á íslensku og ensku. 
 • Leiðsögn: Barnaleiðsögn kl. 14 fyrsta sunnudag í mánuði á veturna. Auk þess er boðið upp á sérfræðileiðsögn um sérsýningar. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa á öðrum tungumálum og á táknmáli í síma 530 2200.
 • Lyftur: Niðri í kjallara, þar sem fatahengi og salerni eru staðsett. Eins er lyfta á milli hæða í sýningarsölum, bæði norðan- og sunnanmegin.
 • Margmiðlun: Í sýningunum er notuð margmiðlunartækni, meðal annars er símasamband við íbúa fortíðar og kvikmyndir á skjáum.
 • Nestisaðstaða: Nei.
 • Reykingar: Safnhúsið er reyklaust svæði, en reykingar eru leyfðar á útisvæði Kaffitárs og þar eru stubbahólkar á vegg.
 • Safnbúð: Á 1. hæð, gegnt Kaffitári.
 • Salerni: Þrjú salerni eru í fatahengi undir anddyri, þar af eitt fyrir fatlaða, tvö salerni með dyraopnara á 2. hæð, þar af annað fyrir fatlaða.
 • Sími: Hægt er að komast í síma í móttöku ef þörf krefur.
 • Snertisafn: Safngripir sem má snerta eru í Stofu.
 • Upplýsingar á blindraletri: Yfirlitsmynd yfir safnið og staðir með hljóðleiðsögn. Upplýsingar í móttöku.
 • Veitingasala: Kaffitár er á jarðhæð safnhússins.
 • Nánar um aðgengismál á Þjóðminjasafni Íslands á síðunni  www.gottadgengi.is

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er gott aðgengi fyrir hjólastóla í stórum hluta hússins, þó ekki að fundarsölum í austurhluta. Lyfta nær til allra rýma sýningarinnar Sjónarhorn.