Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Fyrirsagnalisti

Fyrirlestur: Sjónrænn arfur Halldórs Péturssonar

Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður flytur fyrirlesturinn Sjónrænn arfur Halldórs Péturssonar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns þriðjudaginn 6. október kl. 12. Þar dregur Unnar Örn upp mynd af starfi teiknarans Halldórs Péturssonar (1916 -1977) frá miðri 20. öld og skoðar helstu áhrifavalda í verkum hans.

Lesa meira

Fyrirlestur: Vísnabókin

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor við Háskóla Íslands verður með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands þriðjudaginn 24. nóvember þar sem hún fjallar um sögu og gildi Vísnabókarinnar. Bókin hefur sérstöðu meðal íslenskra barnabóka og Anna Þorbjörg veltir upp spurningum um framtíð hennar í þeim ríka myndheimi sem nútímabörn alast upp við. 

Lesa meira

Fyrirlestur: Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands

Keldur

Guðmundur Lúther Hafsteinsson sviðsstjóri húsasafns flytur erindi um húsasafnið þriðjudaginn 3. nóvember kl. 12.  Fyrirlesturinn verður fluttur í gegnum Teams live stream og einnig tekinn upp og birtur á Youtube rás Þjóðminjasafnsins. Hlekkur á viðburðinn er hér. 

Lesa meira

Hofstaðir. Rannsóknir 1992 - 2020

Þriðjudaginn 8. september flytur Dr. Gavin Lucas fornleifafræðingur erindi um fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit sem fóru fram árin 1992 - 2020. Á Hofstöðum er merkileg minjaheild sem spannar allt frá víkingaöld fram til okkar daga. Þar hafa farið fram fornleifarannsóknir, þær fyrstu í byrjun 20. aldar en viðamestar hafa þær verið seinustu þrjá áratugi. Fyrirlesturinn er á ensku og hefst kl. 12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Keldur - menningarminjar í þrívídd

Jón Bergmann Heimisson, verkfræðingur hjá Punktaskýi, var með óhefðbundinn hádegisfyrirlestur 24. mars vegna samkomubanns. Hann var óhefðbundinn að því leyti að engir áheyrendur voru á staðnum, heldur talaði Jón fyrir framan upptökuvél.

Lesa meira

Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi

Miðvikudaginn 11. mars kl. 12 flytur Árni Einarsson líffræðingur, fornvistfræðingur og forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Árni hefur stundað rannsóknir á fornum garðhleðslum undanfarna tvo áratugi. 

Lesa meira

Leiðsögn/kynning: Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit

Þriðjudaginn 25. febrúar verður fyrirlestur og leiðsögn um sýninguna Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit. Hrönn Konráðsdóttir, verkefnastjóri sýningarinnar og dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi uppgraftarins á Hofstöðum munu halda stutta kynningu í fyrirlestrasal og ganga svo með gesti um sýninguna í Bogasal.

Lesa meira

Velkomin í Stofu. Nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í Þjóðminjasafni

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 12 flytur Jóhanna Bergmann safnkennari í Þjóðminjasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal safnsins.

Lesa meira
Síða 1 af 7