Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Fyrirsagnalisti

Nálægð inni á heimilum: Áhrifamynd berkla og langvinnra öndunarfærasýkinga á Íslandi á miðöldum

Þriðjudaginn 13. september kl. 12 flytur Dr. Cecilia Collins, mannabeina- og fornmeinafræðingur erindi í Þjóðminjasafninu. Fyrirlesturinn er á ensku og verður einnig í  streymi frá YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Fyrirlestur: Fyrsta kvikmyndagerðarkonan

Fyrsta konan til að koma með beinum hætti að kvikmyndagerð á Íslandi var íþróttakonan og frumkvöðullinn Ruth Hanson. Árið 1927, í samstarfi við Loft Guðmundsson ljósmyndara og systur sína Rigmor Hanson, var gerð stutt dansmynd sem kenna átti áhorfendum Flat-Charleston dansinn.

Lesa meira

Hugmyndahatturinn

Þriðjudaginn 10. maí kl. 12 flytur Jóhanna Bergmann, safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands, erindi í fyrirlestrasal safnsins.  Í fyrirlestrinum ræðir Jóhanna um handbók sem hún hefur unnið fyrir grunnskólakennara um skapandi samstarf grunnskóla og safna um menntun barna. Handbókin nefnist Hugmyndahatturinn og í henni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðsvegar á landinu. Fyrirlesturinn verður einnig í beinu streymi hér á YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Experimental archaeology: putting theories to the test

Dr. William R. Short and Reynir A. Óskarson of Hurstwic (hurstwic.com) will give a lecture at the National Museum, on Tuesday May 3 at 12 PM. The lecture is about the use of experimental archaeology in historical research, using experiments in settlement-era iron-making in Iceland as the example to explain the concept. The Lecture is in English and will also be live-streamed from YouTube.

Lesa meira

Hlutverk tilraunafornleifafræði í rannsóknum á fortíðinni

Þriðjudaginn 3. maí kl. 12 flytja Dr. William R. Short og Reynir A. Óskarson frá Hurstwic hópnum (hurstwic.com) erindi í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um hlutverk tilraunafornleifafræði í sögulegum rannsóknum, einkum tilraunir hópsins með járngerð á landnámsöld. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Úr mýri í málm og fer fram á ensku. Beint streymi verður frá YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Sögur, samvera og sköpun

Sóley Ósk Hafberg Elídóttir kennari í Skóla Ísaks Jónssonar og Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari í Þjóðminjasafninu segja frá þemaverkefni nemenda skólans þar sem söfn eru notuð til að koma til móts við fjölbreyttar kennsluaðferðir og nálganir á viðfangsefni í kennslu. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal safnsins 26. apríl kl. 12 og í beinu streymi á YouTube.

Lesa meira

Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki

Í tilefni af ljósmyndasýningunni Straumnes sem sýnir leifar ratsjárstöðvar bandaríska hersins verður Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu 1. apríl næstkomandi. Fyrirlesturinn fjallar um öryggismál Íslands í sögu og samtíma og heitir Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki. Fyrirlestrinum verður einnig í streymi hér á YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Fyrirlestrar: Tíska og textíll á víkingaöld

Charlotte Rimstad, Ulla Mannering og Eva Andersson Strand, sérfræðingar í víkingaaldar klæðum flytja erindi í fyrirlestrasal safnsins þriðjudaginn 5. apríl kl. 12 - 14. Fyrirlestrarnir eru í samstarfi fyrirlesaranna, Þjóðminjasafn Danmerkur, Kaupmannahafnarháskóla og Þjóðminjasafn Íslands. Fyrirlestrinum verður streymt af YouTube rás safnsins. Fyrirlesturinn er á ensku (english version here).

Lesa meira
Síða 1 af 11