Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Fyrirsagnalisti

Fjallkonan. „Sér hún hátt og vítt um veg“ – hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.

Þriðjudaginn 22. janúar kl. 12 flytur Rannveig Þórhallsdóttir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Fjallkonan. „Sér hún hátt og vítt um veg“ – hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. 

Lesa meira

Mannfækkun af mannavöldum

Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 12 flytur Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Hví voru íslenskar fornsögur ekki skrifaðar á latínu?

Þriðjudaginn 9. október kl. 12 flytur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira

Prýðileg reiðtygi: Glæst reiðver, góður klár

Þriðjudaginn 25. september kl. 12 flytur Sigríður Sigurðardóttir, kennari og sagnfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í fyrirlestrinum fjallar Sigríður um skreytingar á reiðtygjum og um fylgihluti reiðtygjanna. Hún fjallar um þróun reiðtygja, samfélagsleg áhrif þeirra og veltir upp hugmyndum um þægindi og óþægindi reiðbúnaðar. Í Bogasal stendur nú yfir sýningin Prýðileg reiðtygi með úrval skreyttra söðla, söðulreiða og söðuláklæða úr safneign Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Söðuláklæði – Prýðileg reiðtygi

Þriðjudaginn 11. september kl. 12 flytur Ragnheiður Björk Þórsdóttir erindi um söðuláklæði í tengslum við sýninguna Prýðileg reiðtygi sem stendur nú yfir í Bogasal. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur: Af reiðskapnum skal riddarann kenna

Þriðjudaginn 8. maí kl. 12 flytur Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns, erindi í tengslum við sýninguna Prýðileg reiðtygi sem stendur nú yfir í Bogasal. Þar er úrval söðla frá 18. – 20. öld, íburðarmikið söðulskraut og reiðar, auk söðuláklæða. 

Lesa meira

Fyrirlestur: Byggt yfir hugsjónir í Breiðholti

Þriðjudaginn 27. mars kl. 12 flytur Ágústa Kristófersdóttir sagn- og safnfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í erindinu verður sagan á bak við byggingu og skipulag Breiðholtshverfanna rifjuð upp, með sérstakri áherslu á löngu blokkina og Breiðholt III.

Lesa meira

Pönkast í söfnum: Róttækni og Pönksafn Íslands

Þriðjudaginn 13. mars kl. 12 flytur Guðrún Dröfn Whitehead lektor í safnafræði erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í fyrirlestrinum fjallar Guðrún Dröfn um ný jaðarsamtök í Bretlandi sem nefnast Punk Museology, eða Pönk safnafræði. Fyrirlesturinn er fjórði í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins vor 2018. Verið öll velkomin.

Lesa meira
Síða 1 af 4