Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Fyrirsagnalisti

Boðið til stofu. Myndir á veggjum landsmanna

Þriðjudaginn 2. nóvember kl. 12 flytur Kristín Halla Baldvinsdóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um myndir í stofum landsmanna í gegnum tíðina. Rýnt er í ljósmyndir sem sýna myndir á veggjum og myndefni þeirra krufið. Fyrirlestrinum verður líka streymt á YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Aðgerðarstefna safna: Ferðabannið í New York og framtíðin

Í fyrirlestrinum mun dr. Melissa Forstrom, sem rannsakað hefur meðal annars framtíð listasafna, fjalla um hvernig ferðabann í New York hafði áhrif á starfsemi The Met og MoMA.

Lesa meira

Fyrirlestur: Hjartað

Í tilefni af sýningunni Mannamyndir í Ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands fjallar María Kjartansdóttir ljósmyndari um mannamyndir út frá sjónarhóli myndlistarinnar. Fyrirlestrinum fer fram þriðjudaginn 5. október kl. 12 í fyrirlestrasal safnsins og verður einnig streymt hér á YouTube.

Lesa meira

Stagbætt, spengt og stoppað í göt

Þriðjudaginn 21. september kl. 12 fjallar Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari Þjóðminjasafnsins um gripi úr eigu safnins sem auðsjáanlega eru bættir og viðgerðir. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á YouTube.

Lesa meira

„Góð uppskera“: Staða Íslands í alþjóðlegri verslun með líkamsleifar fyrr á tímum

Þriðjudaginn 7. september kl. 12 flytur Adam Netzer Zimmer, doktorsnemi í mannabeinafræði og fornleifafræði, erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn verður á ensku. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á YouTube.

Lesa meira

Fyrirlestur: Hvernig hefur Safnastefna á sviði menningarminja nýst söfnum í landinu?

Safnastefna á sviði menningarminja var gefin út árið 2017 af Þjóðminjasafni Íslands. Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós fyrir starfsemi menningarminjasafna í landinu og stuðla að fagmennsku og framgangi safnastarfs.

Lesa meira

Út fyrir þægindarammann

Linda Ásdísardóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni flytur hádegisfyrirlestur 4. maí kl. 12 í fyrirlestrasal safnsins. Linda fjallar um tilurð yfirstandi sýningar og nýútkomna bók, báðar með titilinn „Spessi 1990-2020“. Á sýningu og í bók er farið yfir 30 ára feril samtímaljósmyndarans Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar. Á fyrirlestrinum verður veitt nánari sýn á verk Spessa sem hefur skapað sér afgerandi stíl í íslenskri ljósmyndun. Val hans og efnistök eru sérstök og hann dregur gjarnan manneskjuna út fyrir þægindarammann sinn.

Lesa meira

Tækniminjasafnið á Seyðisfirði 124 dögum síðar

Zuhaitz Akizu forstöðumaður Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði og Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins flytja hádegisfyrirlestur um afleiðingarnar af aurskriðunum sem féllu á Seyðisfjörð í desember 2020 sem hrifu meðal annars með sér stóran hluta Tækniminjasafnins. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 20. apríl kl. 12.

Lesa meira
Síða 1 af 9