Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Fyrirsagnalisti

Tækniminjasafnið á Seyðisfirði 124 dögum síðar

Zuhaitz Akizu forstöðumaður Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði og Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar Þjóðminjasafnsins flytja hádegisfyrirlestur um afleiðingarnar af aurskriðunum sem féllu á Seyðisfjörð í desember 2020 sem hrifu meðal annars með sér stóran hluta Tækniminjasafnins. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 20. apríl kl. 12.

Lesa meira

Sarpur.is – Gátt almennings að menningararfi þjóðarinnar

Vala Gunnarsdóttir, fagstjóri Sarps, flytur hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu 23. mars n.k. kl. 12. Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sig hér eða hringja í síma 530 2202. Grímuskylda og tveggja metra reglan gildir á safninu. Fyrirlestrinum verður einnig streymt í gegnum YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Sérfræðibókasafn í sögulegu ljósi

Gróa Finnsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur í Þjóðminjasafni Íslands, flytur hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins 9. mars kl. 12. Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sig hér eða með því að hringja í síma 530 2202. Fyrirlestrinum verður einnig streymt í gegnum YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Öll vötn renna til sjávar. Móttaka gripa úr fornleifarannsóknum 2020

Ármann Guðmundsson og Hrönn Konráðsdóttir, sérfræðingar í Munasafni Þjóðminjasafns Íslands, flytja hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins 23. febrúar kl. 12. Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sig hér eða hringja í síma 530 2202. Grímuskylda og 2 metra reglan gildir á safninu. Fyrirlestrinum verður einnig streymt í gegnum YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Fyrirlestur: Á stríðsárunum. Tónlist, dans og tíska

Ath. Fullbókað er í fyrirlestrasalinn. Við bendum gestum á beint streymi í gegnum YouTube.

Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur mun flytja hádegisfyrirlestur 9. febrúar kl. 12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Tilefnið er yfirstandandi ljósmyndasýning „Tónlist, dans og tíska“ með einstökum myndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá menningarlífi Reykjavíkurborgar á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Páll Baldvin er afar fróður um þetta tímabil í sögu þjóðarinnar og árið 2015 kom út bókin hans „Stríðsárin 1938-1945“. Margar sjaldséðar myndir Vigfúsar birtust einmitt í þeirri bók.

Lesa meira

Árdagar íslenskrar fornleifafræði. Rannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit

Teikning: Daniel Bruun af skálatóftinni á Hofstöðum árið 1908. Mynd frá Nationalmuseet í Danmörku.

Þriðjudaginn 26. janúar kl. 12 verður fyrirlestur og leiðsögn um sýninguna Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit. Hrönn Konráðsdóttir og Eva Kristín Dal, verkefnastjórar sýningarinnar, munu fjalla um rannsóknir á Hofstöðum á fyrrihluta 20. aldar. Þetta tímabil mætti nefna árdaga íslenskrar fornleifafræði en þá fóru fram fyrstu markvissu rannsóknirnar á fornminjum hér á landi.

Lesa meira

Fyrirlestur: Sjónrænn arfur Halldórs Péturssonar

Unnar Örn Auðarson, sýningarstjóri og listamaður flytur fyrirlesturinn Sjónrænn arfur Halldórs Péturssonar í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns þriðjudaginn 6. október kl. 12. Þar dregur Unnar Örn upp mynd af starfi teiknarans Halldórs Péturssonar (1916 -1977) frá miðri 20. öld og skoðar helstu áhrifavalda í verkum hans.

Lesa meira

Fyrirlestur: Vísnabókin

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor við Háskóla Íslands verður með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands þriðjudaginn 24. nóvember þar sem hún fjallar um sögu og gildi Vísnabókarinnar. Bókin hefur sérstöðu meðal íslenskra barnabóka og Anna Þorbjörg veltir upp spurningum um framtíð hennar í þeim ríka myndheimi sem nútímabörn alast upp við. 

Lesa meira
Síða 1 af 8