Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Fyrirsagnalisti

Sögur, samvera og sköpun

Sóley Ósk Hafberg Elídóttir kennari í Skóla Ísaks Jónssonar og Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari í Þjóðminjasafninu segja frá þemaverkefni nemenda skólans þar sem söfn eru notuð til að koma til móts við fjölbreyttar kennsluaðferðir og nálganir á viðfangsefni í kennslu. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal safnsins 26. apríl kl. 12 og í beinu streymi á YouTube.

Lesa meira

Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki

Í tilefni af ljósmyndasýningunni Straumnes sem sýnir leifar ratsjárstöðvar bandaríska hersins verður Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkis- og varnarmálum með hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu 1. apríl næstkomandi. Fyrirlesturinn fjallar um öryggismál Íslands í sögu og samtíma og heitir Ratsjáin á Straumnesfjalli var lítill angi af sögu sem er löngu lokið - og þó ekki. Fyrirlestrinum verður einnig í streymi hér á YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Fyrirlestrar: Tíska og textíll á víkingaöld

Charlotte Rimstad, Ulla Mannering og Eva Andersson Strand, sérfræðingar í víkingaaldar klæðum flytja erindi í fyrirlestrasal safnsins þriðjudaginn 5. apríl kl. 12 - 14. Fyrirlestrarnir eru í samstarfi fyrirlesaranna, Þjóðminjasafn Danmerkur, Kaupmannahafnarháskóla og Þjóðminjasafn Íslands. Fyrirlestrinum verður streymt af YouTube rás safnsins. Fyrirlesturinn er á ensku (english version here).

Lesa meira

Listamenn á mála, hver verður fyrir valinu og hvers vegna

Í tilefni af Ljósmyndahátíð Íslands flytur Sasha Wolf galleristi erindi í Þjóðminjasafni Íslands. Í fyrirlestrinum miðlar Sasha af sinni reynslu að reka gallerý í New York. Hún mun fjalla um verk nokkurra ólíkra listamanna sem hún hefur valið að vinna með, verkefnin sem listamennirnir eru að vinna að og hvað það er í þeirra verkum sem hafði áhrif á að þeir urðu fyrir valinu. Í fyrirlestrinum talar Sasha Wolf einnig um mismunandi ljósmyndahefðir, bókaútgáfu og nálgun hennar við myndlistaheiminn. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og verður einnig streymt á YouTube rás safnsins. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Söfn og umhverfismál, umbreyting á mannöld

Söfn geta gert mun meira en þau gera í dag í að upplýsa almenning um loftlagsbreytingar af mannavöldum og kallað fram almenna vitundarvakningu um umhverfismál. Þriðjudaginn 15. mars kl. 12 flytur Andrea Þormar safnkennari í Þjóðminjasafninu, fyrirlestur um söfn og umhverfismál. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal safnsins og í beinu streymi á YouTube rás safnsins .

Lesa meira

Textílana heim!

Þriðjudaginn 15. febrúar kl. 12 mun Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur flytja erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Í fyrirlestrinum verður farið yfir textílgerð og klæðaeign íslensku miðaldaklaustranna en einnig fyrirliggjandi rannsóknir á miðaldaklæðum sem enn eru varðveitt. Fyrirlesturinn verður líka í beinu streymi á YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Íslenskir gripir á söfnum í Bretlandi

Þriðjudaginn 1. mars kl. 12 mun Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur, fjalla um íslenska gripi í söfnum í Bretlandi. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal safnsins og í beinu streymi á YouTube rás safnsins.

Lesa meira

Matur er mannsins megin. Matarmenning í þjóðháttasafni.

Þriðjudaginn 18. janúar kl. 12 mun Helga Vollertsen sérfræðingur þjóðhátta við Þjóðminjasafn Íslands fjalla um íslenska matarmenningu út frá þeim aragrúa upplýsinga sem þjóðháttasafnið varðveitir. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal safnsins og í beinu streymi á YouTube rás safnsins.

Lesa meira
Síða 1 af 10