Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Fyrirsagnalisti

Keldur - menningarminjar í þrívídd

Jón Bergmann Heimisson, verkfræðingur hjá Punktaskýi, var með óhefðbundinn hádegisfyrirlestur 24. mars vegna samkomubanns. Hann var óhefðbundinn að því leyti að engir áheyrendur voru á staðnum, heldur talaði Jón fyrir framan upptökuvél.

Lesa meira

Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi

Miðvikudaginn 11. mars kl. 12 flytur Árni Einarsson líffræðingur, fornvistfræðingur og forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Árni hefur stundað rannsóknir á fornum garðhleðslum undanfarna tvo áratugi. 

Lesa meira

Leiðsögn/kynning: Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit

Þriðjudaginn 25. febrúar verður fyrirlestur og leiðsögn um sýninguna Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit. Hrönn Konráðsdóttir, verkefnastjóri sýningarinnar og dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi uppgraftarins á Hofstöðum munu halda stutta kynningu í fyrirlestrasal og ganga svo með gesti um sýninguna í Bogasal.

Lesa meira

Velkomin í Stofu. Nýtt fjölskyldu- og fræðslurými í Þjóðminjasafni

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 12 flytur Jóhanna Bergmann safnkennari í Þjóðminjasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal safnsins.

Lesa meira

Myndheimur Gunnars Péturssonar

Þriðjudaginn 28. janúar kl. 12 flytur Linda Ásdísardóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Meðhöndlun forngripa á heimilum

Þriðjudaginn 14. janúar kl. 12 flytja Sandra Sif Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir forverðir á Þjóðminjasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Rare diseases in Iceland from past to present: an anthropological perspective

Þriðjudaginn 26. nóvember flytur Joe Walsher III mannabeinafræðingur og sérfræðingur í Þjóðminjasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn er á ensku. On Tuesday, November 26, Joe Walsher III, a human osteologist and specialist at the National Museum of Iceland, will give a lecture at the Museum. The lecture is in English.

Lesa meira

Hvað gekk manninum til? Gripasöfnun Pike Ward á Íslandi

Þriðjudaginn 12. nóvember flytur Freyja Hlíðkvist Ómars- og Sesseljudóttir sérfræðingur í munasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Verið öll velkomin.

Lesa meira
Síða 1 af 7