Fræðslupakkar
Safnfræðsla Þjóðminjasafns Íslands býður kennurum í grunnskólum veflæga fræðslupakka um ólík þemu gamla bændasamfélagsins. Fræðslupakkarnir innihalda myndbönd safnkennara ásamt ítarefni svo sem heimildamyndir, vefsýningar, vefsíður og rit. Öllu er pakkað inn í kennsluáætlun með hugmyndum að verkefnum sem vinna má með nemendum út frá efninu.
Lesa meira