Fyrirsagnalisti

Pólskar rætur og daglegt líf á Íslandi 16.3.2024 - 20.5.2024 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands safnar frásögnum Pólverja á Íslandi. Á sýningunni verða brot af því efni sem borist hefur. 

Lesa meira
 

Polskie korzenie i codzienne życie na Islandii 16.3.2024 - 20.5.2024 The Wall - National Museum of Iceland Suðurgata 41

Muzeum Narodowe Islandii zbiera opowieści Polaków mieszkających na Islandii. Na wystawie można zobaczyć fragmenty ich odpowiedzi oraz fotografie, które zostały zgromadzone przez muzeum.

Lesa meira
 
Með verkum handanna

Með verkum handanna 4.11.2023 - 5.5.2024 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Dýrgripir íslenskrar listasögu á tímamótasýningu sem haldin er í tilefni af 160 ára afmæli Þjóðminjasafnsins. Öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa verða á sýningunni. Níu klæði eru varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en sex eru í eigu erlendra safna. Þau hafa verið fengin að láni fyrir sýninguna, eitt frá Louvre safninu í París, fjögur frá Nationalmuseet København og eitt frá Rijksmuseum Twente í Hollandi.   

Lesa meira
 
Laugarvatn

Sumardvalarstaðurinn Laugarvatn | Sýningunni lýkur 3. mars 16.9.2023 - 3.3.2024 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu 16.9.2023 14:00 - 17:00 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Myndir frá Laugarvatni úr eigu Ljósmyndasafns Íslands.

Lesa meira
 
Ljósmyndasýning frá hjólhýsahverfinu við Laugarvatn

Ef garðálfar gætu talað | Sýningunni lýkur 3. mars 16.9.2023 - 3.3.2024 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu 16.9.2023 14:00 - 17:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í kjarrinu við rætur Laugarvatnsfjalls var byggð sem teljast verður einstök á landsvísu. Hjólhýsi, gerð til að þjóta um vegi og staldra stutt við urðu hjól-laus, staðbundin, hluti af umhverfinu. Þau stóðu þétt saman og hýstu fólk sem hafði þarna sumardvöl og veitti sköpun sinni útrás með öðrum hætti en heimafyrir.

Lesa meira
 
Lpr-520

Skyndisýning: Öxar við ána 20.4.2023 - 17.6.2023 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Opnar á sumardaginn fyrsta: Skyndisýning á sögufrægasta kornetti Íslandssögunnar, kornetti sem var í eigu Helga Helgasonar, höfundar Öxar við ána.

Lesa meira
 
Barnamenningarhátíð í Þjóðminjasafninu

Barnamenningarhátíð: Tjáning um kynheilbrigði 18.4.2023 - 23.4.2023 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Nemendur 8. bekkjar Hagaskóla sýna verk sem fjalla um kynheilbrigði, kynvitund og öll tabúin sem hafa fylgt þeim

Lesa meira
 
Barnamenningarhátíð í Þjóðminjasafninu

Barnamenningarhátíð: Landvættirnir og aðrar íslenskar kynjaverur 18.4.2023 - 23.4.2023 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sýning á verkum nemenda leikskólans Lyngheima í Grafarvogi.

Lesa meira
 
Rúnar Gunnarsson ljósmyndasýning

Ekki augnablikið heldur eilífðin 11.3.2023 - 3.9.2023 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýning á ljósmyndum Rúnars Gunnarssonar. 

Lesa meira
 
Stúlkur við Botnsvatn eftir Ragnheiði Bjarnadóttur

Ljós og leikur 11.3.2023 - 2.9.2023 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Persónulegt safn sem lýsir ferðalagi einstaklingsins frá barndómi til fullorðinsára og varpar ljósi á marglaga merkingu ljósmyndarinnar. 

Lesa meira
 

Heimsins hnoss - Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati) 5.11.2022 - 17.9.2023 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin teflir saman upplýsingum um dánarbú sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands og gripum úr munasafni Þjóðminjasafnsins með það að markmiði að varpa ljósi á efnisheim fólks á 18. og 19. öld. 

Lesa meira
 

Myndskreytt tengsl Íslands og Finnlands í 75 ár 19.10.2022 - 22.1.2023 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sýningunni er ætlað að beina sjónum að samskiptum ríkjanna í gegnum tíðina á léttu nótunum. Fjallað er um stjórnmálasamband, þekkt þjóðleg einkenni og minnisverða atburði. 

Lesa meira
 

Á elleftu stundu 17.9.2022 - 26.2.2023 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 höfðu þau lokið því hlutverki sínu og einungis var þá búið í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu torfhúsa og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu.

Lesa meira
 
Ljósmynd: Sviðsett nálgun Kirstine Lund á portrettljósmyndun sést með skýrum hætti hér á mynd hennar af Petru dóttur sinni og vinkonu hennar, um 1900. Ljósmynd: Skjalasafn, Sögusafnið í Vendsyssel.

Í skugganum 21.5.2022 - 4.9.2022 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni sýningar  í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin Í skugganum varpar ljósi á tíu konur sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Íslandi og Færeyjum á síðari hluta 19. aldar.

Lesa meira
 
Ljósmynd: Sjálfsmynd af Nicoline Weywadt

Nicoline Weywadt 21.5.2022 - 4.9.2022 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í tengslum við farandsýninguna Í skugganum er sérsýning á verkum fyrsta íslenska kvenljósmyndarans, Nicoline Weywadt, á Veggnum á 1. hæð Þjóðminjasafns Íslands. Á sýningunni eru nokkrar ljósmyndir hennar auk teikningar af ljósmyndastúdíóinu sem hún lét byggja á Teigarhorni.

Lesa meira
 

Drasl eða dýrgripir? 1.5.2022 - 31.12.2022 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Lesa meira
 

Úr mýri í málm 30.4.2022 - 1.5.2024 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. 

Lesa meira
 

Straumnes 22.1.2022 - 8.5.2022 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Straumnesfjall stendur milli Aðalvíkur í suðri og Rekavíkur í norðri og er nú hluti af friðlandinu á Hornströndum. Þar byggði og starfrækti bandaríski herinn ratsjárstöð á tímum kalda stríðsins. Stöðin starfaði aðeins í tæp þrjú ár, frá árinu 1958 til 1961. Hreinsun á fjallinu og nærliggjandi svæðum var framkvæmd árið 1991 í samstarfi hersins og Íslendinga þó enn megi sjá greinileg ummerki um þessa starfsemi á fjallinu. Sýningin Straumnes eru hluti af dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands.

Lesa meira
 

Þar sem rósir spruttu í snjó 22.1.2022 - 8.5.2022 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þar sem rósir spruttu í snjó er sýning á ljósmyndum Vassilis Triantis. Sýningin er samsett úr ljósmyndum Vassilis sjálfs og myndum úr fjölskyldualbúmi tengdaforeldra Vassilis, þeirra Ástu og Gústa sem lengi voru rósabændur í Laugarási í Biskupstungum. Sýningin er virðingarvottur við líf og starf þeirra hjóna og endurspeglar minningar um rósir sem spruttu í snjó.

Lesa meira
 

Mannamyndasafnið 2.10.2021 - 2.1.2022 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Ljósmyndasafni Íslands er safnheild sem ber heitið Mannamyndasafn. Í henni er að finna ólíkar gerðir mynda, þar á meðal málverk, ljósmyndir, útsaumsverk og höggmyndir. Breiddin er mikil, frá því að vera skyndimyndir yfir í að vera ómetanleg listaverk. Þær eiga það sameiginlegt að sýna fólk.

Lesa meira
 

Slow process 19.5.2021 - 25.5.2021 National Museum of Iceland Suðurgata 41

The slow evolution of typefaces is put in historical context in a table that shows their use in books from the beginning of the literary era in Iceland. The work explores how typefaces have taken on new forms due to different methods and ideas and to increase awareness of occurring changes.

Lesa meira
 

Spessi 1990-2020 27.3.2021 - 12.9.2021 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Samtímaljósmyndarinn Spessi - Sigurþór Hallbjörnsson - hefur skapað sér einstakan stíl á sviði fagurfræðilegrar ljósmyndunar. Í verkum hans birtist iðulega blákaldur veruleikinn, ekkert fegrað og ekkert dregið undan sama hvort myndefnið er manneskjan eða umhverfið. Kimar samfélagsins í samtvinningi við menningarlífið eru áberandi í verkum hans. Val hans og efnistök eru gjarnan ögrandi en samtímis gædd mannúð og kímni. 

Lesa meira
 

Bakgarðar 27.3.2021 - 12.9.2021 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Bakgarðar, skúrar, þvottasnúrur og einstaka köttur. Ljósmyndarinn Kristján Magnússon skoðar með linsunni þröngt afmarkað svæði í borgarumhverfi; eingöngu staði bakatil í íbúðarbyggð í eldri hluta Reykjavíkur. Hann fangar í mynd nær mannlaus rými sem virðast þaulskipulögð þrátt fyrir óreiðukennt umhverfi. Ljósmyndaröðin ber sterk einkenni stílbragðs Kristjáns sem var þaulreyndur auglýsingaljósmyndari. 

Lesa meira
 

Víkingaþrautin 24.11.2020 - 31.5.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Allir forvitnir og ævintýragjarnir krakkar ættu að leggja leið sína í Þjóðminjasafnið og feta í fótspor Ellu, Jóa, Kalla og Selmu úr sjónvarpsþáttunum Víkingaþrautin í Stundinni okkar. Fjórmenningarnir áttu að vinna skólaverkefni í Þjóðminjasafninu en leystu í staðinn óvænt ævafornan víking úr álögum! Til að hjálpa víkingnum að komast til Valhallar, stað hinna föllnu hetja, þurftu þau að leysa sérstakar víkingaþrautir og ráða rúnagátur. Um leið komust þau að því hver það var sem hneppti víkinginn í álög. Hver ætli það sé?

Lesa meira
 

Teiknað fyrir þjóðina. Myndheimur Halldórs Péturssonar 12.9.2020 - 14.3.2021 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Fáir hafa teiknað sig eins djúpt inni í hjarta þjóðarinnar og listamaðurinn Halldór Pétursson (1916-1977). Á blómatíma hans sem teygði sig yfir marga áratugi voru verk hans alltumlykjandi í íslensku samfélagi. Hann myndskreytti fjöldann allan af bókum, teiknaði forsíður vinsælla tímarita, vann frímerki og peningaseðla og teiknaði andlitsmyndir. 

Lesa meira
 

Tónlist, dans og tíska 12.9.2020 - 14.3.2021 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Andrúm menningarlífsins í Reykjavík kemur sterkt fram í sérvöldum ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900 - 1984) ljósmyndara frá árum seinni heimstyrjaldarinnar. Þar má sjá dansmeyjar og tónlistarmenn í bland við einstakar myndir af tískusýningu á Hótel Borg. Glæsileiki og fágun eru alsráðandi í myndatökunum.

Lesa meira
 
Börn skoða ríkisfánann á forsetabílnum með Vigdísi í ferð hennar um Húnavatnssýslu árið 1988. Ljósmyndari: Gunnar Geir Vigfússon.

Vigdís, forseti nýrra tíma 4.5.2020 - 9.5.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Torginu í Þjóðminjasafni má nú sjá ljósmyndasýninguna Vigdís, forseti nýrra tíma sem er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Í ár fagnaði Vigdís 90 ára afmæli en einnig eru liðin 40 ár frá sögulegu kjöri hennar sem forseti. Vigdís gegndi embætti forseta í 16 ár frá 1980 til 1996.

Lesa meira
 

Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit 22.2.2020 - 2.10.2022 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

Lesa meira
 

Í ljósmálinu 18.1.2020 - 30.8.2020 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Hvort sem hann myndaði náttúru, borg eða mannlíf þá einkenndust öll verk hans af óhlutstæðri sýn hans á umhverfið. Hann sá fleti, form og áferð og lagði alúð í að fanga ljós og hreyfingu í myndum sínum. Hann var virkur í bylgju áhugaljósmyndara eftirstríðsáranna í íslensku samfélagi þegar ný sýn og nýir straumar hösluðu sér völl og listræn ljósmyndun komst á dagskrá.

Lesa meira
 

Horft til norðurs 18.1.2020 - 30.8.2020 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndararinn Jessica Auer fer í einskonar könnunarleiðangur um ferðamannastaði Íslands og skrásetur umhverfi ferðamannsins. Í myndum hennar verða ferðalangurinn og efnisheimur hans hluti af náttúrusvæðum og áningarstöðum.

Lesa meira
 

Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward 7.9.2019 - 12.1.2020 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Englendingurinn Pike Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900. Hann gerði um tíma út frá Hafnarfirði en ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Pike Ward kenndi Íslendingum að nýta minni fisk og staðgreiddi með peningum sem var nýlunda hér á landi. Smáfiskurinn var við hann kenndur og nefndur Vorðfiskur eða Vorðari.

Lesa meira
 

Lygasögur 7.9.2019 - 9.1.2020 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Lygasögur er heitið á dagbók Pike Ward, ensks fiskkaupmanns sem í upphafi 20. aldar var nefndur ”frægasti maður Íslands”, en féll í gleymsku skömmu síðar.

Lesa meira
 

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen 13.6.2019 - 25.4.2021 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen. 

Lesa meira
 

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi 7.6.2019 - 25.4.2021 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

Lesa meira
 

Goðsögn um konu 4.5.2019 - 1.9.2019 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Agnieszka Sosnowska flutti til Íslands fyrir 13 árum. Ljósmyndir hennar festa á filmu vegferð sem hún hvorki skipulagði né átti von á. Hún ljósmyndar sjálfa sig, nemendur sína, nýja fjölskyldumeðlimi og vini. Innblástur sækir hún til kvenlega kraftsins sem hún upplifir á Íslandi.

 

Lífið fyrir umbreytinguna 4.5.2019 - 1.9.2019 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Enn eimir eftir af gamla Íslandi. Ljósmyndir Yrsu Roca Fannberg veita innsýn í líf fólks sem lifir í einstökum samhljómi við dýr og náttúru. Þær sýna lífið í Árneshreppi á Ströndum rétt fyrir umbreytinguna sem virðist vera handan við hornið.

Lesa meira
 

Viðbygging við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit 4.12.2018 - 31.12.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur nú yfir í kjallara og í lestrarsal sýning á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit.  

Lesa meira
 

Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna 24.11.2018 - 21.4.2019 10:00 - 17:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Guðshús hafa öldum saman verið íburðarmikil hús auk þess að hýsa helstu listgripi þjóða. Þannig var því einnig farið á Íslandi. 

Lesa meira
 

Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur 24.11.2018 - 27.10.2019 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Eftir nærri tveggja áratuga vinnu við rannsóknir og útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands, efnir Þjóðminjasafn Íslands til sýningarinnar Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Ný og einstæð yfirsýn hefur fengist yfir kirkjugripi í friðuðum kirkjum landsins í tengslum við útgáfuna.

Lesa meira
 

NÆRandi 24.11.2018 - 21.4.2019 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands eru sýndar myndir Heiðu Helgadóttur, ljósmyndara, af trúarlífi í samtíma. 

Lesa meira
 

Hver er á myndinni? 8.9.2018 - 18.11.2018 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Greiningarsýning á ljósmyndum eftir Alfreð D. Jónsson

Lesa meira
 

Aldarminning 8.9.2018 - 18.11.2018 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýning á Vegg í Myndasal á litljósmyndum Hjálmars R. Bárðarsonar. 

Lesa meira
 

Bókverk 7.6.2018 - 2.6.2019 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á þessari sýningu bókverka eru dregin fram áhugaverð dæmi um skapandi prentverk, bókband og tilraunir með form bókarinnar úr safneign Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. 

Lesa meira
 

Kveisustrengurinn 7.6.2018 - 2.6.2019 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns er að finna 400 ára gamalt dökkt og máð skinnblað með safnmarkið Lbs fragm. 14, sem á eru ritaðar særingar gegn kveisu og gigt. Skinnblaðið er nú til sýnis í Safnahúsinu.

Lesa meira
 

Annarskonar fjölskyldumyndir 2.6.2018 - 2.9.2018 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Nanna Bisp Büchert hefur skapað sér nafn í danskri ljósmyndasögu. Nokkur verkefna hennar tengjast Íslandi en ekkert þeirra jafn sterkt og Annarskonar fjölskyldumyndir.

Lesa meira
 

Augnhljóð 2.6.2018 - 2.9.2018 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Augnhljóð / Øjenlyd / EyeSound

Lesa meira
 

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum 26.5.2018 - 10.4.2022 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

Lesa meira
 

Dysnes: Heiðnar grafir í nýju ljósi 9.5.2018 - 20.1.2019 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Úrval gripa sem fundust við rannsóknina á Dysnesi er nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.

Lesa meira
 

Prýðileg reiðtygi 24.2.2018 - 21.10.2018 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Knapar lögðu upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði. Skreyttur söðull með viðeigandi búnaði var verðmæt eign. Á fyrri öldum sátu konur í kvensöðli með báða fætur öðrum megin; þær riðu kvenveg. Karlar riðu klofvega í sínum söðli. 

Lesa meira
 

Langa blokkin í Efra Breiðholti 20.1.2018 - 27.5.2018 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Lengd byggingarinnar er um 320 metrar og í fljótu bragði líkist hún helst virkisvegg. Innan hennar eru tuttugu stigagangar og 200 íbúðir þar sem búa nokkur hundruð manns. David Barreiro ljósmyndaði bygginguna, íbúana og umhverfið heima hjá þeim. Íbúarnir eiga það sameiginlegt að hafa reynslu af því að flytjast til Íslands víða að úr heiminum.  

Lesa meira
 

Fornar verstöðvar 20.1.2018 - 27.5.2018 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Karl Jeppesen hefur ljósmyndað fornar verstöðvar um allt land. Á Veggnum er sýnt úrval þessara mynda. Ástand verstöðvanna er misjafnt. Víða sjást minjarnar glögglega en á öðrum stöðum eru þær horfnar af yfirborði jarðar. 

Lesa meira
 

Sérkenni sveinanna 7.12.2008 - 1.1.2009 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 12.12.2017 - 6.1.2018 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Af hverju heitir Askasleikir Askasleikir? Á jólasýningu Þjóðminjasafnsins er sett upp jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum. Börnin mega snerta gripina sem geta hjálpað þeim að skilja nöfn jólasveinanna.

Lesa meira
 

Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi 22.10.2017 15:00 - 17:00 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands býður þér að koma og skoða sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. Jafnframt býðst gestum tækifæri á að hitta þá sem að sýningunni standa. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Lesa meira
 

Guðmundur Ingólfsson 23.9.2017 - 14.1.2018 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni - af sjoppum og af mannlífi - birtast breytingar sem sýna þróun byggðar. Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmyndaferil Guðmundar Ingólfssonar. 

Lesa meira
 

Spegill samfélagsins 1770 15.6.2017 - 23.5.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í tilefni 135 ára afmælis Þjóðskjalasafns Íslands hefur verið sett upp sýning á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 15. júní kl. 17 og er hluti af sýningu Safnahússins við Hverfisgötu, sem ber nafnið Sjónarhorn. 

Lesa meira
 
Inga Lisa

Hugsað heim 3.6.2017 - 12.9.2017 10:00 - 17:00 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Titill sýningarinnar Hugsað heim vísar bæði til viðfangsefnis myndanna og þess draumkennda blæs sem einkennir þær. Ljósmyndarinn Inga Lísa Middleton er búsett í Bretlandi og sýnir á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands myndir frá heimalandinu Íslandi. Myndirnar vinnur hún með aðferð sem nefnist Cyanotype og gefur myndunum einkennandi bláan lit. 

Lesa meira
 
BB-fuglamyndir_1959

Fuglarnir, fjörðurinn og landið 3.6.2017 - 12.9.2017 10:00 - 17:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Björn Björnsson (1889 – 1977) var áhugaljósmyndari sem sérhæfði sig að mestu leyti í fuglaljósmyndun. Hann vann að ljósmyndun á Austfjörðum meðfram verslunarstörfum, lengst af á Norðfirði. Á síðari árum sérhæfði Björn sig í náttúrulífsljósmyndun og ferðaðist um landið í þeim tilgangi. Myndir hans af fuglum birtust víða, meðal annars í Náttúrufræðingnum og í British Birds.  

Lesa meira
 

Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld 11.5.2017 - 30.4.2018 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu er sérsýning frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar er sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handritasafni Árna Magnússonar: Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld.

Lesa meira
 

Grímsey – Cole Barash 11.2.2017 - 28.5.2017 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndir eftir Cole Barash

Lesa meira
 

Steinholt – saga af uppruna nafna 11.2.2017 - 28.5.2017 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Steinholt – saga af uppruna nafna fjallar um minningu staðar. Christopher Taylor dvaldi á Þórshöfn og ferðaðist um svæðið þar í kring til að gera umhverfinu skil og greina frá minningum sem tengjast Steinholti.

Lesa meira
 
Síra Arnór Árnason

Portrett Kaldals 24.9.2016 - 5.2.2017 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Jón Kaldal (1896-1981) varð þjóðfrægur ljósmyndari þegar í lifanda lífi. Þar réðu mestu einstakar portrettmyndir hans af listamönnum og framámönnum meðal þjóðarinnar. Slík var staða Kaldals að það varð þeim sem vildu teljast menn með mönnum kappsmál að sitja fyrir á ljósmynd hjá honum.

Lesa meira
 
Kaldal í tíma og rúmi

Kaldal í tíma og rúmi 24.9.2016 - 5.2.2017 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Jón Kaldal (1896-1981) varð þjóðfrægur ljósmyndari þegar í lifanda lífi. Þar réðu mestu einstakar portrettmyndir hans af listamönnum og framámönnum meðal þjóðarinnar. Slík var staða Kaldals að það varð þeim sem vildu teljast menn með mönnum kappsmál að sitja fyrir á ljósmynd hjá honum.

Lesa meira
 

Dálítill sjór 28.6.2016 - 28.8.2016

Laugardaginn 28. maí 2016 var opnuð sýning á ljósmyndum Kristínar Bogadóttur á Veggnum í Þjóðminjasafni Íslands. 

Lesa meira
 
Geirfugl

Geirfugl † pinguinus impennis 16.6.2016 - 16.6.2017 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á sýningunni gefur að líta uppstoppaðan geirfugl sem keyptur var 1971, uppdrátt af Geirfuglaskeri frá því um 1770 sem sýnir veiðar á geirfugli og fleiri svartfuglum, og ný verk eftir Ólöfu Nordal: Ellefu ljósmyndir af líffærum og innyflum síðustu geirfuglanna.

Lesa meira
 

Með kveðju 28.5.2016 - 18.9.2016

Á sýningunni "Með kveðju" eru póstkort úr safneign Þjóðminjasafnsins frá árinu 1898 og allt til dagsins í dag. Kortin eru áhugaverður vitnisburður um fólk, fréttir og tíðaranda. Sýningunni er ætlað að veita yfirlit yfir myndefni á íslenskum póstkortum og opna augu gesta fyrir margbreytileika þeirra og menningarsögulegu hlutverki.  Á sýningunni gefst gestum færi á að senda póstkort til vina og vandamanna, en Pósturinn greiðir póstburðargjaldið. 

Lesa meira
 
Vinnandi fólk

Vinnandi fólk - ASÍ í 100 ár 5.3.2016 - 22.5.2016

Á sýningunni eru ljósmyndir sem veita innsýn í starfsemi Alþýðusambandsins sem fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Lesa meira
 
Norðrið í norðrinu

Norðrið í norðrinu 16.1.2016 - 4.9.2016

Á sýningunni Norðrið í norðrinu er ljósi varpað á mannlíf og menningu í bænum Ittoqqortoormiit á Grænlandi með ljósmyndum og munum frá þessum 500 manna bæ á norðurhjara veraldaldar.

Lesa meira
 
Eskildsen

Andvari 16.1.2016 - 28.2.2016

Sýning á svarthvítum landslagsmyndum frá Íslandi eftir samtímaljósmyndarana Kristínu Hauksdóttur, Lilju Birgisdóttur, Daniel Reuter, Claudiu Hausfeld og Joakim Eskildsen. Úr safneign Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni eru myndir eftir Sigurð Tómasson og Arngrím Ólafsson.

Sýningarhöfundur er Katrín Elvarsdóttir. 

Lesa meira
 
Sjálfstæðar mæður

Sjálfstæðar mæður 16.1.2016 - 28.2.2016

 Ljósmyndir af íslenskum mæðrum eftir kanadíska ljósmyndarann Annie Ling.

 
klaki

Lítil 24.10.2015 - 22.11.2015 15:00 - 17:00

Sýningin Lítil er nokkurskonar ástarjátning til fegurðarinnar sem býr í hinu smáa. Að verkinu standa listamennirnir Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir.

Lesa meira
 
Nytjahlutir úr silfri

Nytjahlutir úr silfri 3.10.2015 - 18.10.2015

Á sýningunni Silfrið mitt má sjá tíu nytjahluti úr silfri sem Stefán Bogi Stefánsson gull- og silfursmiður smíðaði. Hann hefur um árabil hannað gull-og silfur skartgripi ásamt því að hanna kirkjumuni fyrir íslenskar kirkjur og silfurmuni fyrir íslenska og erlenda aðila.

Lesa meira
 
Vilborg Harðardóttir

Blaðamaður með myndavél 12.9.2015 - 31.12.2015 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýnt er úrval ljósmynda Vilborgar Harðardóttur en hún var blaðamaður Þjóðviljans á árunum 1963-1981. Á þeim tíma höfðu ljósmyndarar ekki sérstaka stöðu í íslenskri blaðamannastétt og því var það í höndum blaðamanna að mynda umfjöllunarefni sitt.

Lesa meira
 
Að vefa saman DNA

Að vefa saman DNA 15.8.2015 - 15.4.2016

 Sýningin er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson.

Lesa meira
 
Hið íslenska biblíufélag

Hið íslenska biblíufélag 200 ára 3.7.2015 - 31.12.2015

Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður sýning á 3. hæð Þjóðminjasafnsins. Sýndar verða biblíur í eigu Þjóðminjasafnsins og gömul prentmót en auk þess biblíur í eigu félagsins.

Lesa meira
 
Að lesa blóm á þessum undarlega stað

Að lesa blóm á þessum undarlega stað 29.6.2015 - 9.8.2015

Á sýningunni, sem er á rafrænu formi er sagt frá nokkrum af þeim rúmlega þúsund hermönnum og hjúkrunarfólki af íslenskum ættum sem tóku þátt í fyrri heimstyrjöldinni á vegum kandadíska og breska hersins og örlögum þeirra.

Lesa meira
 
Hvað er svona? Upphaf og lok

Hvað er svona merkilegt við það? 19.6.2015 - 31.8.2016 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin er framlag Þjóðminjasafnsins á aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og sýningargerðin er styrkt af afmælisnefndinni.

Lesa meira
 
Veraldareigur Þórðar bónda

Veraldlegar eigur Þórðar bónda 15.6.2015 - 30.6.2015

Á sýningunni  Veraldlegar eigur Þórðar bónda er ljósi varpað á fábreyttar eigur almennings á nítjándu öld. 

Lesa meira
 
I Ein/Einn

I Ein/ Einn 6.6.2015 - 31.12.2015 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni eru ljósmyndir af íslenskum einförum og vistarverum þeirra. Sumir hafa orðið eftir á æskuslóðum en aðrir leitað í einveru, einhverjir búa í sveit en aðrir í þéttbýli en á myndunum er skyggnst inn í líf einfaranna.

Lesa meira
 
Mynd eftir Davíð Þorsteinsson af fólki í bænum

Fólkið í bænum 6.6.2015 - 30.8.2015 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndir eftir Davíð Þorsteinsson af fólkinu í bænum; nágrannar ljósmyndarans og túristar í hverfinu, verslunar- og veitingafólk, bankamenn, fasteignasalar, listamenn, starfsmenn pósthúsa, stöðumælaverðir, graffítílistamenn ...

 
Bláklædda konan

Bláklædda konan 23.5.2015 - 16.4.2018 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýning sem byggir á nýjum rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. 

Lesa meira
 

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim 18.4.2015 - 25.4.2021 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. 

Lesa meira
 

Bókfell 18.4.2015 - 4.4.2016 Safnahúsið við Hverfisgötu

Samstarfsverkefni Vasulka-stofu, Listasafns Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Lesa meira
 
Á veglausu hafi

Á veglausu hafi 14.2.2015 - 10.5.2015 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýnd verða verk eftir myndlistarmanninn Kristinn E. Hrafnsson ásamt gripum úr Þjóðminjasafninu og Byggðasafninu á Skógum. Með innsetningu sinni veltir Kristinn upp hugmyndum um hvernig fólk hefur fyrir tíma nútímatækni staðsett sig í umhverfinu, hvort sem er á sjó eða á landi.

Lesa meira
 
Nála

Nála 30.1.2015 - 3.3.2015

Sýningin Nála er byggð á samnefndri barnabók eftir Evu Þengilsdóttur. Bókin kom út hjá Sölku í október 2014 og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Innblástur sækir höfundur í Riddarateppið sem er til sýnis á þriðju hæð Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira
 
Húsin í bænum

Húsin í bænum 17.1.2015 - 17.5.2015

Ljósmyndir af húsum í miðbæ Reykjavíkur frá áratugnum 1975-85. Kristinn Guðmundsson myndaði húsin og eru myndir hans sterkur vitnisburður um tíðarandann en líka um ástand miðbæjarins á þessum áratug.

Lesa meira
 
TS-108-1

Hvar, hver, hvað? 17.1.2015 - 17.5.2015

Á sýningunni er óþekkt myndefni úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til þess að  safngestir geti gefið upplýsingar um það. Sýningar af þessu tagi eru nefndar greiningarsýningar og eru eins konar gestaþrautir og hafa þær skilað góðum árangri.

Þjóðminjasafn Íslands er þakklátt fyrir alla aðstoð við að greina myndirnar.

Lesa meira
 
Torfhús og tíska

Torfhús og tíska 15.8.2014 - 21.9.2014

Á sýningunni Torfhús og tíska eru ljósmyndir eftir sænska ljósmyndarann Lisen Stibeck, sem hún tók á ferð sinni um landið sumarið 2013. Á sýningunni getur að líta myndir af fyrirsætum í fatnaði eftir Steinunni Sigurðardóttur við torfhús sem tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira
 
Reykjavík í gamladaga

Svipmyndir eins augnabliks 14.6.2014 - 31.12.2014

Sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar sem stendur í Myndasal til ársloka 2014. Safn Þorsteins (1907-1967) er eitt stærsta, merkasta og heildstæðasta einkasafn frá síðustu öld sem varðveitt er í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Þorsteinn var kunnur rithöfundur og blaðamaður og ferðaðist víða og hafa ljósmyndir hans mikið heimildagildi vegna þess hve margþætt skráning hans var á landi og lífsháttum. Steinar Örn Atlason er sýningarstjóri.

 
Natríum Sól

Natríum Sól 14.6.2014 - 31.12.2014

Á Sýningunni Natríum Sól voru ljósmyndir bandaríska ljósmyndarans Stuart Richardson sýndar. 

Í Safnbúð fæst samnefnd bók með ljósmyndum Richardson.

 
Nesstofa

Nesstofa-Hús og saga 1.6.2014 - 30.8.2014 Nesstofa - Lækningaminjasafn Íslands

Nesstofa-Hús og saga var sýning sem gerð var í samvinnu við Seltjarnarnesbæ. Nesstofa er meðal elstu og merkustu steinhúsa landsins. Á sýningunni var lögð aðaláhersla á að sýna húsið, byggingar- og viðgerðarsögu þess, en auk þess var fjallað um nokkra þætti í merkri sögu hússins. Í Nesi var fyrsta læknisembætti landsins stofnað,árið 1760, lyfsala hófst þar árið 1772 og þar starfaði einnig ljósmóðir.

Lesa meira
 
Ron Rosenstock

Ron Rosenstock 10.5.2014 - 27.5.2014

Þann 10. maí 2014 var opnuð á Torginu sýningin Innblástur, ljósmyndir bandaríska ljósmyndarans Ron Rosenstock. Ísland; landið, himininn, trén og jöklarnir eru myndefnið.

Lesa meira
 
barnamenning 2014

Barnamenningarhátíð 2014 23.4.2014 - 4.5.2014

Í tilefni af Barnamenningarhátíð 2014 voru þrjár sýningar í Þjóðminjasafninu: Teiknibókin lifnar við sem er unnin af börnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Ég og jörðin mín og Óróinn minn úr umhverfinu mínu

 

Lesa meira
 
barnamenning 2014

Teiknibókin lifnar við 12.4.2014 - 4.5.2014

Í tilefni af Barnamenningarhátíð 2014 voru þrjár sýningar í Þjóðminjasafninu: Teiknibókin lifnar við sem er unnin af börnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Ég og jörðin mín og Óróinn minn úr umhverfinu mínu. Á sýningunni Teiknibókin lifnar við getur að líta verk eftir nemendur á aldrinum 4-12 ára úr barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Verkin eru öll  unnin út frá Íslensku teiknibókinni sem er einstætt handrit úr safni Árna Magnússonar.

Lesa meira
 
Öskudagur

Öskupokar 5.2.2014 - 5.3.2014

Í tilefni öskudagsins 5.febrúar 2014 var opnuð örsýning á Torgi Þjóðminjasafnsins þar sem úrval öskupoka verður sýnt í eina viku. Að hengja öskupoka á fólk er séríslenskur siður sem þekkist ekki annars staðar. Siðurinn varð vinsæll fyrir um 150 árum en síðustu árin hefur hann óðum verið að hverfa, kannski vegna þess að erfitt hefur reynst að fá títuprjóna sem hægt er að beygja?

Lesa meira
 
viður, við og við

Viður við og við 31.1.2014 - 23.2.2014

Föstudaginn 31. janúar 2014 var sýning á útskornum gripum eftir Sigríði Sigurðardóttur opnuð. Sýnining bar heitið Viður við og við og stóð á Torgi Þjóðminjasafns til 23. febrúar.

Lesa meira
 
Betur sjá augu

Betur sjá augu. Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872 - 2013 25.1.2014 - 1.6.2014

Fyrsta konan sem lærði ljósmyndun og starfaði hér var Nicoline Weywadt sem hóf störf sem ljósmyndari á stofu sinni á Austfjörðum árið 1872. Sýningin nær því yfir 140 ára tímabil og eru viðfangsefni ljósmyndaranna eftir því  fjölbreytt.

Lesa meira
 
Fögnum fjölbreytileikanum

Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi 8.8.2013 - 25.11.2013 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á sýningunni tjá þrettán einstaklingar skoðanir sínar og tilfinningar. Þau eru á ýmsum aldri og koma úr ýmsum áttum en öll hafa þau komið við sögu hinsegin fólks á Íslandi með einum eða öðrum hætti. 

Lesa meira
 
Silfur Íslands

Silfur Íslands 24.2.2013 - 31.12.2014

Loftverk, víravirki, stappa, sandsteypa, gylling, gröftur, kerasmíð, drifsmíð... allt eru þetta hugtök sem notuð voru um verk silfursmiða. Á sýningunni er lögð áhersla á að útskýra þessar fjölþættu aðferðir.

Lesa meira
 

Silfursmiður í hjáverkum 24.2.2013 - 31.12.2013 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á sýningunni Silfursmiður í hjáverkum má skoða dæmigerð tól og tæki sem notuð voru á  verkstæðum silfursmiða fram á 20. öld. Uppistaða sýningarinnar er verkstæði Kristófers Péturssonar, silfursmiðs á Kúludalsá við Hvalfjörð, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu. Verkstæði Kristófers er dæmigerð aldamótasmiðja, þar sem mörg verkfæranna eru heimasmíðuð og silfrið kveikt við olíulampa.

Lesa meira