Fyrirsagnalisti

Í ljósmálinu
Reykvíkingurinn og áhugaljósmyndarinn Gunnar Pétursson átti langan og einstakan feril. Hvort sem hann myndaði náttúru, borg eða mannlíf þá einkenndust öll verk hans af óhlutstæðri sýn hans á umhverfið. Hann sá fleti, form og áferð og lagði alúð í að fanga ljós og hreyfingu í myndum sínum. Hann var virkur í bylgju áhugaljósmyndara eftirstríðsáranna í íslensku samfélagi þegar ný sýn og nýir straumar hösluðu sér völl og listræn ljósmyndun komst á dagskrá.
Lesa meira
Horft til norðurs
Ljósmyndararinn Jessica Auer fer í einskonar könnunarleiðangur um ferðamannastaði Íslands og skrásetur umhverfi ferðamannsins. Í myndum hennar verða ferðalangurinn og efnisheimur hans hluti af náttúrusvæðum og áningarstöðum.
Lesa meira
Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward
Englendingurinn Pike Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900. Hann gerði um tíma út frá Hafnarfirði en ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Pike Ward kenndi Íslendingum að nýta minni fisk og staðgreiddi með peningum sem var nýlunda hér á landi. Smáfiskurinn var við hann kenndur og nefndur Vorðfiskur eða Vorðari.
Lesa meira
Lygasögur
Lygasögur er heitið á dagbók Pike Ward, ensks fiskkaupmanns sem í upphafi 20. aldar var nefndur ”frægasti maður Íslands”, en féll í gleymsku skömmu síðar.
Lesa meira
Lífið fyrir umbreytinguna
Enn eimir eftir af gamla Íslandi. Ljósmyndir Yrsu Roca Fannberg veita innsýn í líf fólks sem lifir í einstökum samhljómi við dýr og náttúru. Þær sýna lífið í Árneshreppi á Ströndum rétt fyrir umbreytinguna sem virðist vera handan við hornið.
Lesa meira
Goðsögn um konu
Agnieszka Sosnowska flutti til Íslands fyrir 13 árum. Ljósmyndir hennar festa á filmu vegferð sem hún hvorki skipulagði né átti von á. Hún ljósmyndar sjálfa sig, nemendur sína, nýja fjölskyldumeðlimi og vini. Innblástur sækir hún til kvenlega kraftsins sem hún upplifir á Íslandi.

Viðbygging við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit
Í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur nú yfir í kjallara og í lestrarsal sýning á tillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag við Stjórnarráðsreit.
Lesa meira
Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna
Guðshús hafa öldum saman verið íburðarmikil hús auk þess að hýsa helstu listgripi þjóða. Þannig var því einnig farið á Íslandi.
Lesa meira
Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur
Eftir nærri tveggja áratuga vinnu við rannsóknir og útgáfu bókaflokksins Kirkjur Íslands, efnir Þjóðminjasafn Íslands til sýningarinnar Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur. Ný og einstæð yfirsýn hefur fengist yfir kirkjugripi í friðuðum kirkjum landsins í tengslum við útgáfuna.
Lesa meira
NÆRandi
Á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands eru sýndar myndir Heiðu Helgadóttur, ljósmyndara, af trúarlífi í samtíma.
Lesa meira
Bókverk
Á þessari sýningu bókverka eru dregin fram áhugaverð dæmi um skapandi prentverk, bókband og tilraunir með form bókarinnar úr safneign Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Lesa meira
Kveisustrengurinn
Í handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns er að finna 400 ára gamalt dökkt og máð skinnblað með safnmarkið Lbs fragm. 14, sem á eru ritaðar særingar gegn kveisu og gigt. Skinnblaðið er nú til sýnis í Safnahúsinu.
Lesa meira
Annarskonar fjölskyldumyndir
Nanna Bisp Büchert hefur skapað sér nafn í danskri ljósmyndasögu. Nokkur verkefna hennar tengjast Íslandi en ekkert þeirra jafn sterkt og Annarskonar fjölskyldumyndir.
Lesa meiraDysnes: Heiðnar grafir í nýju ljósi
Úrval gripa sem fundust við rannsóknina á Dysnesi er nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.
Lesa meira
Prýðileg reiðtygi
Knapar lögðu upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði. Skreyttur söðull með viðeigandi búnaði var verðmæt eign. Á fyrri öldum sátu konur í kvensöðli með báða fætur öðrum megin; þær riðu kvenveg. Karlar riðu klofvega í sínum söðli.
Lesa meira
Langa blokkin í Efra Breiðholti
Lengd byggingarinnar er um 320 metrar og í fljótu bragði líkist hún helst virkisvegg. Innan hennar eru tuttugu stigagangar og 200 íbúðir þar sem búa nokkur hundruð manns. David Barreiro ljósmyndaði bygginguna, íbúana og umhverfið heima hjá þeim. Íbúarnir eiga það sameiginlegt að hafa reynslu af því að flytjast til Íslands víða að úr heiminum.
Lesa meira
Fornar verstöðvar
Karl Jeppesen hefur ljósmyndað fornar verstöðvar um allt land. Á Veggnum er sýnt úrval þessara mynda. Ástand verstöðvanna er misjafnt. Víða sjást minjarnar glögglega en á öðrum stöðum eru þær horfnar af yfirborði jarðar.
Lesa meira
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi
Þjóðminjasafn Íslands býður þér að koma og skoða sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi. Jafnframt býðst gestum tækifæri á að hitta þá sem að sýningunni standa. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.
Lesa meira
Guðmundur Ingólfsson
Guðmundur Ingólfsson er meðal fremstu ljósmyndara sinnar kynslóðar á Íslandi. Guðmundur hefur notið þess að ljósmynda á eigin vegum og á stórar filmur, landslag og byggð. Í Reykjavík hefur hann skrásett ásýnd borgarinnar og í myndum teknum í úthverfum og í Kvosinni - af sjoppum og af mannlífi - birtast breytingar sem sýna þróun byggðar. Sýningin veitir yfirlit um hálfrar aldar ljósmyndaferil Guðmundar Ingólfssonar.
Lesa meira
Spegill samfélagsins 1770
Í tilefni 135 ára afmælis Þjóðskjalasafns Íslands hefur verið sett upp sýning á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 15. júní kl. 17 og er hluti af sýningu Safnahússins við Hverfisgötu, sem ber nafnið Sjónarhorn.
Lesa meira
Hugsað heim
Titill sýningarinnar Hugsað heim vísar bæði til viðfangsefnis myndanna og þess draumkennda blæs sem einkennir þær. Ljósmyndarinn Inga Lísa Middleton er búsett í Bretlandi og sýnir á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands myndir frá heimalandinu Íslandi. Myndirnar vinnur hún með aðferð sem nefnist Cyanotype og gefur myndunum einkennandi bláan lit.
Lesa meira
Fuglarnir, fjörðurinn og landið
Björn Björnsson (1889 – 1977) var áhugaljósmyndari sem sérhæfði sig að mestu leyti í fuglaljósmyndun. Hann vann að ljósmyndun á Austfjörðum meðfram verslunarstörfum, lengst af á Norðfirði. Á síðari árum sérhæfði Björn sig í náttúrulífsljósmyndun og ferðaðist um landið í þeim tilgangi. Myndir hans af fuglum birtust víða, meðal annars í Náttúrufræðingnum og í British Birds.
Lesa meira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Í Safnahúsinu er sérsýning frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar er sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handritasafni Árna Magnússonar: Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld.
Lesa meira
Steinholt – saga af uppruna nafna
Steinholt – saga af uppruna nafna fjallar um minningu staðar. Christopher Taylor dvaldi á Þórshöfn og ferðaðist um svæðið þar í kring til að gera umhverfinu skil og greina frá minningum sem tengjast Steinholti.
Lesa meira
Portrett Kaldals
Jón Kaldal (1896-1981) varð þjóðfrægur ljósmyndari þegar í lifanda lífi. Þar réðu mestu einstakar portrettmyndir hans af listamönnum og framámönnum meðal þjóðarinnar. Slík var staða Kaldals að það varð þeim sem vildu teljast menn með mönnum kappsmál að sitja fyrir á ljósmynd hjá honum.
Lesa meira
Kaldal í tíma og rúmi
Jón Kaldal (1896-1981) varð þjóðfrægur ljósmyndari þegar í lifanda lífi. Þar réðu mestu einstakar portrettmyndir hans af listamönnum og framámönnum meðal þjóðarinnar. Slík var staða Kaldals að það varð þeim sem vildu teljast menn með mönnum kappsmál að sitja fyrir á ljósmynd hjá honum.
Lesa meira
Geirfugl † pinguinus impennis
Á sýningunni gefur að líta uppstoppaðan geirfugl sem keyptur var 1971, uppdrátt af Geirfuglaskeri frá því um 1770 sem sýnir veiðar á geirfugli og fleiri svartfuglum, og ný verk eftir Ólöfu Nordal: Ellefu ljósmyndir af líffærum og innyflum síðustu geirfuglanna.
Lesa meiraMeð kveðju
Á sýningunni "Með kveðju" eru póstkort úr safneign Þjóðminjasafnsins frá árinu 1898 og allt til dagsins í dag. Kortin eru áhugaverður vitnisburður um fólk, fréttir og tíðaranda. Sýningunni er ætlað að veita yfirlit yfir myndefni á íslenskum póstkortum og opna augu gesta fyrir margbreytileika þeirra og menningarsögulegu hlutverki. Á sýningunni gefst gestum færi á að senda póstkort til vina og vandamanna, en Pósturinn greiðir póstburðargjaldið.
Lesa meiraVinnandi fólk - ASÍ í 100 ár
Á sýningunni eru ljósmyndir sem veita innsýn í starfsemi Alþýðusambandsins sem fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir.
Lesa meira
Norðrið í norðrinu
Á sýningunni Norðrið í norðrinu er ljósi varpað á mannlíf og menningu í bænum Ittoqqortoormiit á Grænlandi með ljósmyndum og munum frá þessum 500 manna bæ á norðurhjara veraldaldar.
Lesa meira
Andvari
Sýning á svarthvítum landslagsmyndum frá Íslandi eftir samtímaljósmyndarana Kristínu Hauksdóttur, Lilju Birgisdóttur, Daniel Reuter, Claudiu Hausfeld og Joakim Eskildsen. Úr safneign Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni eru myndir eftir Sigurð Tómasson og Arngrím Ólafsson.
Sýningarhöfundur er Katrín Elvarsdóttir.
Lesa meira
Lítil
Sýningin Lítil er nokkurskonar ástarjátning til fegurðarinnar sem býr í hinu smáa. Að verkinu standa listamennirnir Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir.
Lesa meira
Nytjahlutir úr silfri
Á sýningunni Silfrið mitt má sjá tíu nytjahluti úr silfri sem Stefán Bogi Stefánsson gull- og silfursmiður smíðaði. Hann hefur um árabil hannað gull-og silfur skartgripi ásamt því að hanna kirkjumuni fyrir íslenskar kirkjur og silfurmuni fyrir íslenska og erlenda aðila.
Lesa meira
Blaðamaður með myndavél
Sýnt er úrval ljósmynda Vilborgar Harðardóttur en hún var blaðamaður Þjóðviljans á árunum 1963-1981. Á þeim tíma höfðu ljósmyndarar ekki sérstaka stöðu í íslenskri blaðamannastétt og því var það í höndum blaðamanna að mynda umfjöllunarefni sitt.
Lesa meira
Að vefa saman DNA
Sýningin er samvinnuverkefni íslenska vöruhönnuðarins Hönnu Dísar Whitehead og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson.
Lesa meira
Hið íslenska biblíufélag 200 ára
Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður sýning á 3. hæð Þjóðminjasafnsins. Sýndar verða biblíur í eigu Þjóðminjasafnsins og gömul prentmót en auk þess biblíur í eigu félagsins.
Lesa meiraAð lesa blóm á þessum undarlega stað
Á sýningunni, sem er á rafrænu formi er sagt frá nokkrum af þeim rúmlega þúsund hermönnum og hjúkrunarfólki af íslenskum ættum sem tóku þátt í fyrri heimstyrjöldinni á vegum kandadíska og breska hersins og örlögum þeirra.
Lesa meiraHvað er svona merkilegt við það?
Sýningin er framlag Þjóðminjasafnsins á aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og sýningargerðin er styrkt af afmælisnefndinni.
Lesa meira
Veraldlegar eigur Þórðar bónda
Á sýningunni Veraldlegar eigur Þórðar bónda er ljósi varpað á fábreyttar eigur almennings á nítjándu öld.
Lesa meira
I Ein/ Einn
Á sýningunni eru ljósmyndir af íslenskum einförum og vistarverum þeirra. Sumir hafa orðið eftir á æskuslóðum en aðrir leitað í einveru, einhverjir búa í sveit en aðrir í þéttbýli en á myndunum er skyggnst inn í líf einfaranna.
Lesa meira
Fólkið í bænum
Ljósmyndir eftir Davíð Þorsteinsson af fólkinu í bænum; nágrannar ljósmyndarans og túristar í hverfinu, verslunar- og veitingafólk, bankamenn, fasteignasalar, listamenn, starfsmenn pósthúsa, stöðumælaverðir, graffítílistamenn ...

Bláklædda konan
Sýning sem byggir á nýjum rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi.
Lesa meira
Bókfell
Samstarfsverkefni Vasulka-stofu, Listasafns Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Lesa meira
Á veglausu hafi
Sýnd verða verk eftir myndlistarmanninn Kristinn E. Hrafnsson ásamt gripum úr Þjóðminjasafninu og Byggðasafninu á Skógum. Með innsetningu sinni veltir Kristinn upp hugmyndum um hvernig fólk hefur fyrir tíma nútímatækni staðsett sig í umhverfinu, hvort sem er á sjó eða á landi.
Lesa meira
Nála
Sýningin Nála er byggð á samnefndri barnabók eftir Evu Þengilsdóttur. Bókin kom út hjá Sölku í október 2014 og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Innblástur sækir höfundur í Riddarateppið sem er til sýnis á þriðju hæð Þjóðminjasafnsins.
Lesa meira
Húsin í bænum
Ljósmyndir af húsum í miðbæ Reykjavíkur frá áratugnum 1975-85. Kristinn Guðmundsson myndaði húsin og eru myndir hans sterkur vitnisburður um tíðarandann en líka um ástand miðbæjarins á þessum áratug.
Lesa meira
Hvar, hver, hvað?
Á sýningunni er óþekkt myndefni úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til þess að safngestir geti gefið upplýsingar um það. Sýningar af þessu tagi eru nefndar greiningarsýningar og eru eins konar gestaþrautir og hafa þær skilað góðum árangri.
Þjóðminjasafn Íslands er þakklátt fyrir alla aðstoð við að greina myndirnar.
Lesa meira
Torfhús og tíska
Á sýningunni Torfhús og tíska eru ljósmyndir eftir sænska ljósmyndarann Lisen Stibeck, sem hún tók á ferð sinni um landið sumarið 2013. Á sýningunni getur að líta myndir af fyrirsætum í fatnaði eftir Steinunni Sigurðardóttur við torfhús sem tilheyra húsasafni Þjóðminjasafnsins.
Lesa meira
Svipmyndir eins augnabliks
Sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar sem stendur í Myndasal til ársloka 2014. Safn Þorsteins (1907-1967) er eitt stærsta, merkasta og heildstæðasta einkasafn frá síðustu öld sem varðveitt er í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Þorsteinn var kunnur rithöfundur og blaðamaður og ferðaðist víða og hafa ljósmyndir hans mikið heimildagildi vegna þess hve margþætt skráning hans var á landi og lífsháttum. Steinar Örn Atlason er sýningarstjóri.

Natríum Sól
Á Sýningunni Natríum Sól voru ljósmyndir bandaríska ljósmyndarans Stuart Richardson sýndar.
Í Safnbúð fæst samnefnd bók með ljósmyndum Richardson.

Nesstofa-Hús og saga
Nesstofa-Hús og saga var sýning sem gerð var í samvinnu við Seltjarnarnesbæ. Nesstofa er meðal elstu og merkustu steinhúsa landsins. Á sýningunni var lögð aðaláhersla á að sýna húsið, byggingar- og viðgerðarsögu þess, en auk þess var fjallað um nokkra þætti í merkri sögu hússins. Í Nesi var fyrsta læknisembætti landsins stofnað,árið 1760, lyfsala hófst þar árið 1772 og þar starfaði einnig ljósmóðir.
Lesa meira
Ron Rosenstock
Þann 10. maí 2014 var opnuð á Torginu sýningin Innblástur, ljósmyndir bandaríska ljósmyndarans Ron Rosenstock. Ísland; landið, himininn, trén og jöklarnir eru myndefnið.
Lesa meiraBarnamenningarhátíð 2014
Í tilefni af Barnamenningarhátíð 2014 voru þrjár sýningar í Þjóðminjasafninu: Teiknibókin lifnar við sem er unnin af börnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Ég og jörðin mín og Óróinn minn úr umhverfinu mínu.
Lesa meira
Teiknibókin lifnar við
Í tilefni af Barnamenningarhátíð 2014 voru þrjár sýningar í Þjóðminjasafninu: Teiknibókin lifnar við sem er unnin af börnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Ég og jörðin mín og Óróinn minn úr umhverfinu mínu. Á sýningunni Teiknibókin lifnar við getur að líta verk eftir nemendur á aldrinum 4-12 ára úr barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Verkin eru öll unnin út frá Íslensku teiknibókinni sem er einstætt handrit úr safni Árna Magnússonar.
Lesa meiraÖskupokar
Í tilefni öskudagsins 5.febrúar 2014 var opnuð örsýning á Torgi Þjóðminjasafnsins þar sem úrval öskupoka verður sýnt í eina viku. Að hengja öskupoka á fólk er séríslenskur siður sem þekkist ekki annars staðar. Siðurinn varð vinsæll fyrir um 150 árum en síðustu árin hefur hann óðum verið að hverfa, kannski vegna þess að erfitt hefur reynst að fá títuprjóna sem hægt er að beygja?
Lesa meira
Viður við og við
Föstudaginn 31. janúar 2014 var sýning á útskornum gripum eftir Sigríði Sigurðardóttur opnuð. Sýnining bar heitið Viður við og við og stóð á Torgi Þjóðminjasafns til 23. febrúar.
Lesa meira
Betur sjá augu. Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872 - 2013
Fyrsta konan sem lærði ljósmyndun og starfaði hér var Nicoline Weywadt sem hóf störf sem ljósmyndari á stofu sinni á Austfjörðum árið 1872. Sýningin nær því yfir 140 ára tímabil og eru viðfangsefni ljósmyndaranna eftir því fjölbreytt.
Lesa meira
Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi
Á sýningunni tjá þrettán einstaklingar skoðanir sínar og tilfinningar. Þau eru á ýmsum aldri og koma úr ýmsum áttum en öll hafa þau komið við sögu hinsegin fólks á Íslandi með einum eða öðrum hætti.
Lesa meiraSilfur Íslands
Loftverk, víravirki, stappa, sandsteypa, gylling, gröftur, kerasmíð, drifsmíð... allt eru þetta hugtök sem notuð voru um verk silfursmiða. Á sýningunni er lögð áhersla á að útskýra þessar fjölþættu aðferðir.
Lesa meira
Silfursmiður í hjáverkum
Á sýningunni Silfursmiður í hjáverkum má skoða dæmigerð tól og tæki sem notuð voru á verkstæðum silfursmiða fram á 20. öld. Uppistaða sýningarinnar er verkstæði Kristófers Péturssonar, silfursmiðs á Kúludalsá við Hvalfjörð, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu. Verkstæði Kristófers er dæmigerð aldamótasmiðja, þar sem mörg verkfæranna eru heimasmíðuð og silfrið kveikt við olíulampa.
Lesa meira
Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990
Á sýningunni eru myndir þeirra ljósmyndara sem fjallað er um með beinum hætti í ný útkominni skýrslu Þjóðminjasafns Íslands, Þættir úr sögu ljósmyndunar á Íslandi 1970-1990 eftir Steinar Örn Atlason.
Lesa meira
Nýjar myndir – gömul tækni
Votplötutæknin (Wet Plate) byggir á því að negatífa er tekin á gler- eða málmplötu sem þakin er kollódíonblöndu sem inniheldur joðsilfur og er síðan framkölluð með pyrogallicsýru.
Lesa meira
Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár
Skákeinvígið sem kallað hefur verið „einvígi aldarinnar“ var háð í Reykjavík sumarið 1972. Þar tókust á fulltrúar risaveldanna á tímum „Kalda stríðsins“, Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer og sovéski heimsmeistarinn Boris Spassky. Í tilefni þess að í ár eru liðin 40 ár frá einvíginu má sjá sýninguna Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár í Horni á 2. hæð í Þjóðminjasafni Íslands. Á sýningunni eru munir og myndir sem tengjast skákeinvíginu 1972.
Lesa meira
TÍZKA – kjólar og korselett
Á sýningunni eru svokallaðir módelkjólar sem saumaðir voru eftir pöntun og ýmsir fylgihlutir eins og skór, hattar, hanskar og undirföt. Kjólarnir eru listaverk, sumir látlausir og einfaldir aðrir tilkomumiklir og glæsilegir, kjólar sem pössuðu við konuna og tilefnið. Sýningarhöfundur er Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður, en með einstakri innsýn sinni í tískustrauma 20. aldar tekst henni að glæða kjólana á sýningunni nýju lífi.
Lesa meira
Stoppað í fat
Sýning á viðgerðum munum úr safneign. Á sýningunni má sjá fjölbreyttar viðgerðir á fatnaði, vefnaðarvöru, heimilisáhöldum og verkfærum frá ýmsum tímum. Í tengslum við sýninguna hefur verið send út spurningaskrá um viðgerðir og endurnýtingu á heimilum í dag.
Lesa meira
Þrælkun, þroski, þrá?
Sýning á ljósmyndum úr Ljósmyndasafni Íslands af ungum börnum við fiskvinnu ýmist á sjó eða landi á árunum 1930-1950.
Lesa meira
Þjóðin, landið og lýðveldið
Sýning á ljósmyndum og kvikmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá 1936-1960.
Lesa meira
Til gagns og til fegurðar
Sýningin Til gagns og til fegurðar byggir á rannsóknum Æsu Sigurjónsdóttur listfræðings á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum frá 1860 til 1960.
Lesa meira
Útsaumaðar jólasveinamyndir
Á 3. hæð Þjóðminjasafnsins voru til sýnis útsaumaðar jólaveinamyndir eftir Elsu E.Guðjónsson. Myndirnar hannaði og saumaði Elsa við vísnabálk sem hún orti um íslensku jólasveinana. Saumgerðin er gamli íslenski krosssaumurinn í stramma með íslensku eingirni.
Lesa meira
Gælur, fælur og þvælur
Á Torginu í Þjóðminjasafninu voru til sýnis myndskreytingar Sigrúnar Eldjárns við ljóð Þórarins Eldjárns í bókinni Gælur, fælur og þvælur. Um var að ræða litrík olíumálverk sem börn og fullorðnir höfðu gaman af að skoða saman.
Lesa meira
Á efsta degi. Býsönsk dómsdagsmynd frá Hólum
Til sýnis eru þrettán fornar og fagurlega útskornar furufjalir, nú kenndar við bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, en munu upprunalega hafa verið úr mikilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal.

Mannlíf á Eskifirði 1941-1961. Ljósmyndir Halldóru Guðmundsdóttur
Í fórum Þjóðminjasafns Íslands eru mörg filmusöfn frá áhugaljósmyndurum sem starfað hafa víða um land. Eitt þeirra er safn Halldóru Guðmundsdóttur (1909-1997). Í því eru yfir 10.000 myndir. Safnið er mjög fjölbreytt að myndefni og í því eru myndir frá ýmsum stöðum á landinu.
Lesa meira
Undrabörn
Á sýningunni gat að líta ljósmyndir sem hinn heimsþekkti bandaríski ljósmyndari Mary Ellen Mark tók af fötluðum börnum á Íslandi. Þessar myndir sýna veruleika barnanna í samtímanum, en Mary Ellen Mark er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann.
Lesa meira
Undrabörn
Á sýningunni Undrabörn var brugðið upp áhugaverðri myndaröð eftir Ívar Brynjólfsson á Veggnum. Myndir hans sýna sérstaklega umhverfi hinna fötluðu barna í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási.
Lesa meira
Undrabörn
Á sýningunni Undrabörn mátti sjá ýmis myndverk eftir undrabörnin sjálf, fyrrverandi og núverandi nemendur Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Í báðum skólum er lögð mikil áhersla á að örva börnin með markvissri handavinnu, meðal annars í myndlist.
Lesa meira
Leiðin á milli
Til sýnis voru frumleg listaverk þriggja listamanna sem kenna sig við Andrá og vinna með menningararfinn. Þetta eru þær Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá.

Auga gestsins
Sýningin Auga gestsins samanstóð af myndum frá Íslandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis. Norðmenn stunduðu veiðar og útgerð á Íslandi um langt skeið og höfðu hér ítök undir lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Einn norsku útgerðarmannanna var Hans Wiingaard Friis frá bænum Álasundi í Noregi. Hann stundaði þorskveiðar frá Hafnarfirði árin 1906 til 1909 en var auk þess áhugaljósmyndari og myndaði nokkuð á ferðalögum sínum um landið.
Lesa meira
Send í sveit
Hvernig var að fara í sveit? Sýningin Send í sveit á Veggnum vakti vafalaust upp bernskuminningar úr sveitinni hjá mörgum landsmönnum. Í sumarbyrjun 2007 rifjaði Þjóðminjasafnið upp þennan tíma með sýningu ljósmynda af börnum við sveitastörf, af kveðjustundum og fagnaðarfundum á BSÍ.
Lesa meira
Með silfurbjarta nál í ævintýraskógi Rousseau
Í tengslum við textílsýninguna Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi í Bogasalnum var haldin sýningin Með silfurbjarta nál í ævintýraskógi Rousseau á Torginu. Á sýningunni voru verk nemenda í Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Lesa meira
Hví ekki Afríka? Ljósmyndir Dominique Darbois og Franskt vor
Hví ekki Afríka? var sýning á ljósmyndum Dominique Darbois frá Afríku og afrískum skúlptúrum. Sýningin var haldin í tengslum við frönsku menningarhátíðina Pourquoi pas? á Íslandi. Ljósmyndarinn Dominique Darbois fæddist í París árið 1925 en ferðaðist um Afríku á tímabilinu 1950 til 1980 og myndaði afrískar meðsystur sínar í meira en tíu löndum sunnan Sahara. Konurnar," segir Pierre Amrouche sýningarstjóri, "eru stoðirnar sem heimsálfan hvílir á." Á sínum tíma leyfðu hinar afrísku konur frönsku konunni að taka af sér myndir sem bæru lífi þeirra vitni og nú horfa þær til okkar af myndunum, eftirtektarverðar, sterkar og hugrakkar.
Lesa meira
Sporlaust - ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur
Á sýningunni Sporlaust voru til sýnis ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur.
Lesa meira
Á tímum torfbæja: híbýlahættir og efnismenning í íslenska torfbænum frá 1850
Hvernig skyldi hafa verið að búa í torfbæ um miðja 20. öld? Þetta er meðal þess sem dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir mannfræðingur hefur velt fyrir sér. Hún rannsakaði lífið í torfbæjunum frá 1850 til búsetuloka fram yfir 1950. Á rannsóknarsýningunni í Forsalnum á 2. hæð eru niðurstöður hennar kynntar og varpa myndir og textar ásamt völdum gripum úr safnkostinum ljósi á þær miklu breytingar sem urðu á þessu síðasta tímaskeiði torfbæjanna.
Lesa meira
Með tyggjó og túberað hár
Hvert tímabil hefur sinn blæ og stíl. Með ljósmyndasýningunni Með tyggjó og túberað hár rifjaði Þjóðminjasafnið upp stemningu sjöunda áratugarins eins og hún birtist okkur í myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Í framhaldi af sýningunni Hátíð í bæ á Veggnum með myndum bræðranna frá jólaundirbúningi og jólahaldi sjöunda áratugarins brá Þjóðminjasafnið upp myndum þeirra af táningum frá sama tíma með tilheyrandi bítli og sveiflu.
Lesa meira
Á mótum tveggja tíma
Á sýningunni Á mótum tveggja tíma gat að líta ljósmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar eða Guðna í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Sýndar voru myndir víða af á landinu frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Myndir Guðna í Sunnu eru eins og tímasneið frá árunum 1946 til 1960. Þar má sjá fólk við hversdagslega iðju og alls konar störf úti og inni: menn á sjó, konur við fiskverkun, réttirnar, heybaggaflutninga, vinnuvélar í sveitum sem voru nýjung á þeim tíma, vegagerðarmenn og bifvélavirkja við vinnu o.s.frv. En þar er sitthvað fleira svo sem fjölskylda við tedrykkju í fínu stofunni, litlir prúðbúnir strákar á bryggjunni og viðskiptavinir í röð við búðarborð kaupmannsins.
Lesa meira
Hátíð í bæ
Á jólasýningunni Hátíð í bæ voru til sýnis ljósmyndir tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona á Veggnum. Á sýningunni var sitthvað sem komið gat börnum í jólaskap, og þar gátu þeir fullorðnu án efa þekkt aftur hina sönnu jólastemmingu bernsku sinnar. Myndirnar fönguðu anda jólahalds sjöunda áratugarins. Þarna mátti sjá jólin í skólanum, litlu jólin, jólaböll stéttarfélaga, jólastemningu heima og einnig fólk við brennusöfnun en hún var mikilvægur þáttur í jólafríum þessa tíma.
Lesa meira
Rósaleppaprjón í nýju ljósi
Á sýningunni Rósaleppaprjón í nýju ljósi mátti sjá prjónamynstur og verk eftir Hélène Magnússon. Sýningin byggði á rannsóknum á íleppum eða rósaleppum sem voru prjónuð innlegg í íslenska sauðskinnsskó eða roðskó til þæginda og skrauts. Hélène hefur út frá svo kölluðu rósaleppaprjóni hannað eigin prjónamynstur. Sýningin var haldinn í tilefni af útkomu samnefndrar bókar þar sem listakonan birti rannsóknir sínar og uppskriftir.
Lesa meira
Ókunn sjónarhorn
Ókunn sjónarhorn var greiningarsýning með myndum úr safni Þjóðminjasafnsins sem sýna óþekkta staði, hús og fólk. Ekki hafði tekist að bera kennsl á myndefnið og voru gestir beðnir um að þekkja það og gefa upplýsingar um það! Á sýningunni mátti sjá tæplega 150 ljósmyndir víða að af landinu, flestar teknar á tímabilinu 1930-1950. Skráningarblöð lágu frammi við sýninguna og þegar aðeins stutt var liðið á sýningartímann hafði þegar tekist að greina margar myndir með hjálp frá gestum Þjóðminjasafnsins. Slík greining gefur myndunum nýtt líf og gerir þær að mikilsverðari heimildum um fortíðina.
Lesa meira
Myndir úr lífi mínu
Myndir úr lífi mínu nefndist sýning á ljósmyndum Gunnlaugs P. Kristinssonar (1929-2006). Gunnlaugur var virkur áhugaljósmyndari á Akureyri upp úr miðri 20. öld. Hann tók myndir af samfélaginu sem hann lifði og starfaði í, umhverfinu, viðburðunum og hversdagsleikanum heima og heiman. Gunnlaugur var starfsmaður KEA (Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri) og því oft á vettvangi atburða þar sem hann gat myndað í leiðinni. Gunnlaugur veitti samtímamönnum sínum hlutdeild í þessum myndum með því að birta þær í bæjarblöðum og margs konar útgáfu á vegum KEA.
Lesa meira
Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi
Á sýningunni Með silfurbjarta nál - spor miðalda í íslenskum myndsaumi voru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Veggtjöld voru bæði notuð í kirkjum og venjulegum híbýlum og á sýningunni er margt dýrgripa: hluti úr eina íslenska reflinum sem varðveist hefur, veggtjöld frá 17. og 18. öld, altarisklæði og kirkjugripir á borð við korpóralshús, hökul og altarisbrúnir. Myndefni útsaumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og sögur helgra manna en einnig í kynjadýraveröld fyrri alda. Þarna má sjá stílfært jurta- og dýraskraut, leturlínur úr sálmum og skýringarorð.
Lesa meira
Með gullband um sig miðja. Sýning á íslenskum búningum og búningaskarti
Í Rannsóknarými Þjóðminjasafnsins á 2. hæð voru til sýnis íslenskir búningar og búningaskart 7. ágúst til 19. nóvember 2006. Þar gat að líta úrval búningasilfurs frá lokum 17. aldar til okkar tíma: ennisspangir, koffur, sprotabelti, lyklasylgjur, húfu- og sjalprjóna, skúfhólka, millur, reimanálar og samfelluhnappa.
Lesa meira
Ísland
Sýningin Ísland var helguð ólíkri sýn tveggja Evrópubúa á landið. Sumarið 1938 ferðuðust þjóðverjinn Alfred Ehrhardt og Englendingurinn Mark Watson um Ísland. Báðir komu til að sjá og upplifa náttúru landsins en tilgangur þeirra var þó ólíkur. Watson hafði dreymt um að sjá landið frá bernsku og ljósmyndir hans eru í anda almennra ferðamynda. Eins og myndirnar vitna um var hann mjög liðtækur ljósmyndari.
Lesa meiraFlug(a) - milli náttúru og menningar
Sýningin Flug(a) - milli náttúru og menningar, samanstendur af ljósmyndum eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Á ljósmyndunum birtist samband mannsins við náttúruna í sambandi hans við dýrin. Heimili gæludýra innan borgarmarkanna eru í brennidepli. Bryndís og Mark fengu rjúpnaskyttur til að skjóta einu haglaskoti hver á kort af miðborg Reykjavíkur. Þar sem gæludýr voru í húsunum sem urðu fyrir skoti voru heimilin ljósmynduð. Listamennirnir unnu líka með nemendum Austurbæjarskóla undir stjórn Guðlaugs Valgarðssonar kennara og má sjá afrakstur þess samstarfs á Torginu hjá Kaffitár.
Lesa meira
Vís er sá sem víða fer
Þann 27. apríl - 12. maí árið 2006 mátti á Torginu sjá sýningu á myndlistarverki eftir leikskólabörn sem þau sköpuðu innblásin af heimsókn á Þjóðminjasafnið.
Lesa meira
Hvað er einn litningur á milli vina?
Hvað er einn litningur milli vina? er heitið á sýningu Hörpu Hrund Njálsdóttir sem sýndi fallegar og skemmtilegar ljósmyndir af börnum með Downs heilkenni á Veggnum á 1. hæð, framan við Myndasal Þjóðminjasafnsins.
Lesa meira