Hver er á myndinni?
Alfreð D. Jónsson
Greiningarsýning á ljósmyndum eftir Alfreð D. Jónsson
Ljósmyndun var lengi fyrst og fremst í höndum fagmanna. Einn af fjölmörgum portrettljósmyndurum Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld var Alfreð D. Jónsson. Hann rak ljósmyndastofu, fyrst á Klapparstíg 37 árin 1931–1935 og síðan á Laugavegi 23 árin 1935–1952.
Filmusafn Alfreðs var afhent Ljósmyndasafni Íslands til varðveislu fyrir fáum árum. Það var að litlu leyti skráð. Myndirnar á þessari sýningu eru allar frá ljósmyndastofu Alfreðs. Fólkið er allt óþekkt og nafnlaust. Gildi myndar eykst mikið ef vitað er hvern hún sýnir.
Á slóðinni http://sarpur.is/Syning.aspx?ID=658 hefur verið sett upp vefsýning á ógreindum myndum eftir Alfreð D. Jónsson.