Fyrirsagnalisti

Undrabörn
Á sýningunni gat að líta ljósmyndir sem hinn heimsþekkti bandaríski ljósmyndari Mary Ellen Mark tók af fötluðum börnum á Íslandi. Þessar myndir sýna veruleika barnanna í samtímanum, en Mary Ellen Mark er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann.
Lesa meira
Undrabörn
Á sýningunni Undrabörn var brugðið upp áhugaverðri myndaröð eftir Ívar Brynjólfsson á Veggnum. Myndir hans sýna sérstaklega umhverfi hinna fötluðu barna í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási.
Lesa meira
Undrabörn
Á sýningunni Undrabörn mátti sjá ýmis myndverk eftir undrabörnin sjálf, fyrrverandi og núverandi nemendur Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Í báðum skólum er lögð mikil áhersla á að örva börnin með markvissri handavinnu, meðal annars í myndlist.
Lesa meira
Leiðin á milli
Til sýnis voru frumleg listaverk þriggja listamanna sem kenna sig við Andrá og vinna með menningararfinn. Þetta eru þær Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá.