Fyrirsagnalisti
Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu
Hjálmar R. Bárðarson (1918-2009) fyrrverandi siglingamálastjóri var afkastamikill áhugaljósmyndari og gaf út fjölda bóka með myndum af landi og þjóð. Á sýningunni eru nýjar eftirtökur svarthvítra mynda úr safni hans, bæði landslagsmyndir og listrænar myndir frá tímabilinu 1932 til 1988.
Lesa meiraSkipulag og óreiða
Laugardaginn 29. október 2011 var opnuð sýning á teikningum Ólafar Oddgeirsdóttur á Torgi í Þjóðminjasafni Íslands. Frá því að Ólöf Oddgeirsdóttir lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 hefur hún unnið að eigin myndlist, starfað við myndlistarkennslu og stundað nám í listfræði við Háskóla Íslands.
Lesa meiraÞetta er allt sama tóbakið!
Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á sögu tóbaksnotkunar og baráttuna gegn henni allt frá upphafi á 17. öld fram til um 1990. Til þess eru notaðir gripir og ljósmyndir frá Þjóðminjasafni, gripir og gögn frá Krabbameinsfélaginu og tónlist sem notuð var í baráttunni gegn reykingum.
Lesa meiraLjósmyndir Emils Edgrens
Emil Edgren (f. 1919) var hermaður og ljósmyndari fyrir kvikmyndaþjónustu bandaríska hersins í Evrópu. Í seinni heimstyrjöld var hann m.a. sendur til Íslands, en þar eyddi hann frístundum sínum í að ljósmynda mannlíf og umhverfi í Reykjavík og nágrenni.
Lesa meiraRauðir gúmmískór og John
Sýning á málverkum, teikningum og innsetningu Evu G. Sigurðardóttur.
Lesa meiraÁsfjall
Á sýningunni mátti sjá ljósmyndir sem Pétur Thomsen tók á og við Ásfjall í Hafnarfirði á árunum 2008-2011. Samhliða sýningunni kom út vandað rit með ljósmyndum Péturs, en bæði bókin og sýningin hlutu einróma lof gagnrýnenda og gesta. Pétur naut styrks frá Þjóðminjasafni Íslands við vinnu verkefnisins.
Lesa meiraLjósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955
Á sýningunni má sjá ljósmyndir Kurt Dejmo sem hann tók í fyrri heimsókn sinni hingað til lands árið 1955.
Lesa meiraEkki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna
Verið velkomin á heimasíðu farandsýningarinnar Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna.
Lesa meiraGuðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Á Íslandi hefur lengi verið sterk útskurðarhefð og aðallega var skorið í tré og horn. Íslenskur útskurður ber auðþekkt einkenni. Skyldleiki var með útskurði hér á landi og í Noregi á fyrri öldum. Það má sjá á útskurði í norskum trékirkjum og varðveittum íslenskum tréskurði.
Lesa meiraStoppað í fat
Sýning á viðgerðum munum úr safneign. Á sýningunni má sjá fjölbreyttar viðgerðir á fatnaði, vefnaðarvöru, heimilisáhöldum og verkfærum frá ýmsum tímum. Í tengslum við sýninguna hefur verið send út spurningaskrá um viðgerðir og endurnýtingu á heimilum í dag.
Lesa meiraKistlar og Stokkar
Á sýningunni má sjá kistla útskorna með höfðaletri, sem er séríslensk leturgerð. Notkun höfðaleturs einskorðaðist nánast alla tíð við gripi úr tré, málmi og horni. Það er ekki fyrr en á 20. öld sem efnisnotkunin verður fjölbreyttari. Áletranir voru ýmist trúarlegs eðlis, vísur eða persónu-legar kveðjur, oft með nafni þess er átti gripinn og ártali.
Lesa meiraSögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods
Á sýningunni má sjá ljósmyndaverk eftir Einar Fal Ingólfsson, sem unnin eru með hliðsjón af vatnslitamyndum, teikningum og ljósmyndum sem breski myndlistarmaðurinn og fornfræðingurinn William Gershom Collingwood málaði og tók af stöðum sem koma fyrir í Íslendingasögunum á tíu vikna ferðalagi um Ísland sumarið 1897.
Lesa meira