Fyrirsagnalisti
Með verkum handanna
Dýrgripir íslenskrar listasögu á tímamótasýningu sem haldin er í tilefni af 160 ára afmæli Þjóðminjasafnsins. Öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa verða á sýningunni. Níu klæði eru varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en sex eru í eigu erlendra safna. Þau hafa verið fengin að láni fyrir sýninguna, eitt frá Louvre safninu í París, fjögur frá Nationalmuseet København og eitt frá Rijksmuseum Twente í Hollandi.
Lesa meiraSumardvalarstaðurinn Laugarvatn | Sýningunni lýkur 3. mars
Myndir frá Laugarvatni úr eigu Ljósmyndasafns Íslands.
Lesa meiraEf garðálfar gætu talað | Sýningunni lýkur 3. mars
Í kjarrinu við rætur Laugarvatnsfjalls var byggð sem teljast verður einstök á landsvísu. Hjólhýsi, gerð til að þjóta um vegi og staldra stutt við urðu hjól-laus, staðbundin, hluti af umhverfinu. Þau stóðu þétt saman og hýstu fólk sem hafði þarna sumardvöl og veitti sköpun sinni útrás með öðrum hætti en heimafyrir.
Lesa meiraÚr mýri í málm
Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram.
Lesa meira