Fyrirsagnalisti

Huldukonur í íslenskri myndlist 4.12.2005 - 20.8.2006 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist var ásamt samnefndri bók afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram. Sýningin fjallaði um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar.

Lesa meira
 

NORÐUR / NORTH - Ljósmyndir Marco Paoluzzo 4.12.2005 - 20.2.2006 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Norður/North með ljósmyndum Marco Paoluzzo var opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005. Marco Paoluzzo er svissneskur ljósmyndari sem hefur á síðasta áratug sérhæft sig í vaxandi mæli í ferðaljósmyndun. Leiðir hans hafa legið víða um heiminn. Helsti vettvangur fyrir myndir hans hefur verið tímarit Hann hefur gefið út ljósmyndabækur frá Shanghai í Kína, Kúbu, Ameríku og Freiburgarsvæðinu í heimalandi sínu Sviss auk tveggja ljósmyndabóka um Ísland. Allar eru þessar bækur með svart hvítum myndum en Marco myndar jöfnum höndum í lit og svart hvítu.

Lesa meira
 

Aðflutt landslag. Ljósmyndir Péturs Thomsen 4.12.2005 - 20.2.2006 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndasýningin Aðflutt landslag opnaði í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005.

Lesa meira
 

design.is 18.11.2005 - 31.12.2005 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Bogasal Þjóðminjasafnsins var opnuð sýningin design.is. Sýningin samanstóð af verkum um 20 íslenskra hönnuða sem staðsett voru í litlum tjöldum, hulduhólum, vítt og breitt um safnið. Sýningarstjórar voru Hrafnkell Birgisson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir.

Lesa meira
 

Sýning á ljósmyndum frá konungskomunni 1907 í Jónshúsi í Kaupmannahöfn 5.6.2005 - 31.12.2005 Jónshús

Forseti Alþingis, Halldór Blöndal opnaði sýningu á ljósmyndum frá konungskomunni 1907 í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 5. júní. Þjóðminjasafn Íslands hafði veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar fyrir Alþingi og Jónshús.

Lesa meira
 

Reykholt, búskapur og umhverfi 26.1.2005 - 31.12.2005 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Reykholt, búskapur og umhverfi var rannsóknasýning um þverfaglegar rannsóknir í Reykholti opnuð. Reykholtsverkefnið var samstarfsverkefni fjölmargra stofnana innanlands og utan um sögu, náttúru, búskap, fornleifar og bókmenntir í Reykholti.

Lesa meira
 

Eldur í Kaupinhafn 1.1.2005 - 31.12.2005 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Eldur í Kaupinhafn - 300 ára minning Jóns Ólafssonar úr Grunnavík var rannsóknarsýning sem sett var upp síðsumars árið 2005. Sýningin var samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavíkur-Jóns og fjallaði um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705-1779), ævi hans og störf.

Lesa meira