Fyrirsagnalisti

Huldukonur í íslenskri myndlist
Sýningin Huldukonur í íslenskri myndlist var ásamt samnefndri bók afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram. Sýningin fjallaði um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari hluta 19. aldar.
Lesa meira
NORÐUR / NORTH - Ljósmyndir Marco Paoluzzo
Sýningin Norður/North með ljósmyndum Marco Paoluzzo var opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005. Marco Paoluzzo er svissneskur ljósmyndari sem hefur á síðasta áratug sérhæft sig í vaxandi mæli í ferðaljósmyndun. Leiðir hans hafa legið víða um heiminn. Helsti vettvangur fyrir myndir hans hefur verið tímarit Hann hefur gefið út ljósmyndabækur frá Shanghai í Kína, Kúbu, Ameríku og Freiburgarsvæðinu í heimalandi sínu Sviss auk tveggja ljósmyndabóka um Ísland. Allar eru þessar bækur með svart hvítum myndum en Marco myndar jöfnum höndum í lit og svart hvítu.
Lesa meiraAðflutt landslag. Ljósmyndir Péturs Thomsen
Ljósmyndasýningin Aðflutt landslag opnaði í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005.
Lesa meira
design.is
Í Bogasal Þjóðminjasafnsins var opnuð sýningin design.is. Sýningin samanstóð af verkum um 20 íslenskra hönnuða sem staðsett voru í litlum tjöldum, hulduhólum, vítt og breitt um safnið. Sýningarstjórar voru Hrafnkell Birgisson og Sólveig Sveinbjörnsdóttir.
Lesa meira
Sýning á ljósmyndum frá konungskomunni 1907 í Jónshúsi í Kaupmannahöfn
Forseti Alþingis, Halldór Blöndal opnaði sýningu á ljósmyndum frá konungskomunni 1907 í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sunnudaginn 5. júní. Þjóðminjasafn Íslands hafði veg og vanda af undirbúningi sýningarinnar fyrir Alþingi og Jónshús.
Lesa meiraReykholt, búskapur og umhverfi
Reykholt, búskapur og umhverfi var rannsóknasýning um þverfaglegar rannsóknir í Reykholti opnuð. Reykholtsverkefnið var samstarfsverkefni fjölmargra stofnana innanlands og utan um sögu, náttúru, búskap, fornleifar og bókmenntir í Reykholti.
Lesa meiraEldur í Kaupinhafn
Eldur í Kaupinhafn - 300 ára minning Jóns Ólafssonar úr Grunnavík var rannsóknarsýning sem sett var upp síðsumars árið 2005. Sýningin var samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavíkur-Jóns og fjallaði um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705-1779), ævi hans og störf.
Lesa meira