Aðflutt landslag. Ljósmyndir Péturs Thomsen
Ljósmyndasýningin Aðflutt landslag opnaði í Myndasal Þjóðminjasafnsins í desember 2005.
Pétur Thomsen er ungur íslenskur ljósmyndari sem nýlokið hefur námi í ljósmyndun í Frakklandi. Hann hefur vakið athygli erlendis fyrir ljósmyndir sínar og var einn af 50 ungum ljósmyndurum sem valinn var til þáttöku í alþjóðlegri ljósmyndasýningu ungra ljósmyndara ReGeneration. Photographers of tomorrow. 2005-2025. Sýningin var fyrst í Lausanne í Sviss og hefur í kjölfarið sýnt myndir sínar á ýmsum stöðum. Bók með myndum þessara 50 ungu ljósmyndara var gefin út á þessu ári. Myndirnar sem sýndar voru í Myndasalnum eru litmyndir teknar á virkjanasvæði Kárahnjúka.