Fyrirsagnalisti

Mannamyndasafnið 2.10.2021 - 2.1.2022 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Ljósmyndasafni Íslands er safnheild sem ber heitið Mannamyndasafn. Í henni er að finna ólíkar gerðir mynda, þar á meðal málverk, ljósmyndir, útsaumsverk og höggmyndir. Breiddin er mikil, frá því að vera skyndimyndir yfir í að vera ómetanleg listaverk. Þær eiga það sameiginlegt að sýna fólk.

Lesa meira
 

Slow process 19.5.2021 - 25.5.2021 National Museum of Iceland Suðurgata 41

The slow evolution of typefaces is put in historical context in a table that shows their use in books from the beginning of the literary era in Iceland. The work explores how typefaces have taken on new forms due to different methods and ideas and to increase awareness of occurring changes.

Lesa meira
 

Spessi 1990-2020 27.3.2021 - 12.9.2021 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Samtímaljósmyndarinn Spessi - Sigurþór Hallbjörnsson - hefur skapað sér einstakan stíl á sviði fagurfræðilegrar ljósmyndunar. Í verkum hans birtist iðulega blákaldur veruleikinn, ekkert fegrað og ekkert dregið undan sama hvort myndefnið er manneskjan eða umhverfið. Kimar samfélagsins í samtvinningi við menningarlífið eru áberandi í verkum hans. Val hans og efnistök eru gjarnan ögrandi en samtímis gædd mannúð og kímni. 

Lesa meira
 

Bakgarðar 27.3.2021 - 12.9.2021 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Bakgarðar, skúrar, þvottasnúrur og einstaka köttur. Ljósmyndarinn Kristján Magnússon skoðar með linsunni þröngt afmarkað svæði í borgarumhverfi; eingöngu staði bakatil í íbúðarbyggð í eldri hluta Reykjavíkur. Hann fangar í mynd nær mannlaus rými sem virðast þaulskipulögð þrátt fyrir óreiðukennt umhverfi. Ljósmyndaröðin ber sterk einkenni stílbragðs Kristjáns sem var þaulreyndur auglýsingaljósmyndari. 

Lesa meira
 

Víkingaþrautin 24.11.2020 - 31.5.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Allir forvitnir og ævintýragjarnir krakkar ættu að leggja leið sína í Þjóðminjasafnið og feta í fótspor Ellu, Jóa, Kalla og Selmu úr sjónvarpsþáttunum Víkingaþrautin í Stundinni okkar. Fjórmenningarnir áttu að vinna skólaverkefni í Þjóðminjasafninu en leystu í staðinn óvænt ævafornan víking úr álögum! Til að hjálpa víkingnum að komast til Valhallar, stað hinna föllnu hetja, þurftu þau að leysa sérstakar víkingaþrautir og ráða rúnagátur. Um leið komust þau að því hver það var sem hneppti víkinginn í álög. Hver ætli það sé?

Lesa meira
 

Teiknað fyrir þjóðina. Myndheimur Halldórs Péturssonar 12.9.2020 - 14.3.2021 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Fáir hafa teiknað sig eins djúpt inni í hjarta þjóðarinnar og listamaðurinn Halldór Pétursson (1916-1977). Á blómatíma hans sem teygði sig yfir marga áratugi voru verk hans alltumlykjandi í íslensku samfélagi. Hann myndskreytti fjöldann allan af bókum, teiknaði forsíður vinsælla tímarita, vann frímerki og peningaseðla og teiknaði andlitsmyndir. 

Lesa meira
 

Tónlist, dans og tíska 12.9.2020 - 14.3.2021 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Andrúm menningarlífsins í Reykjavík kemur sterkt fram í sérvöldum ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900 - 1984) ljósmyndara frá árum seinni heimstyrjaldarinnar. Þar má sjá dansmeyjar og tónlistarmenn í bland við einstakar myndir af tískusýningu á Hótel Borg. Glæsileiki og fágun eru alsráðandi í myndatökunum.

Lesa meira
 
Börn skoða ríkisfánann á forsetabílnum með Vigdísi í ferð hennar um Húnavatnssýslu árið 1988. Ljósmyndari: Gunnar Geir Vigfússon.

Vigdís, forseti nýrra tíma 4.5.2020 - 9.5.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Torginu í Þjóðminjasafni má nú sjá ljósmyndasýninguna Vigdís, forseti nýrra tíma sem er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur fyrrum forseta. Í ár fagnaði Vigdís 90 ára afmæli en einnig eru liðin 40 ár frá sögulegu kjöri hennar sem forseti. Vigdís gegndi embætti forseta í 16 ár frá 1980 til 1996.

Lesa meira
 

Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit 22.2.2020 - 2.10.2022 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

Lesa meira
 

Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen 13.6.2019 - 25.4.2021 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Einn af kjörgripum Listasafns Íslands er höggmyndin Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen (1770–1844). Thorvaldsen, sem var af íslenskum ættum, var einn þekktasti listamaður Evrópu um sína daga og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Frummyndina að Ganýmedes gerði Thorvaldsen í Róm árið 1804 og er marmaramyndin sem nú er sýnd í Safnahúsinu meðal elstu verka í safneign Listasafns Íslands og eina höggmyndin sem safnið á eftir Thorvaldsen. 

Lesa meira
 

Óravíddir - orðaforðinn í nýju ljósi 7.6.2019 - 25.4.2021 10:00 - 17:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Óravíddir – orðaforðinn í nýju ljósi er innsetning á myndrænni birtingu íslensks orðaforða í þrívídd sem unnin er upp úr Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson.

Lesa meira
 

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum 26.5.2018 - 10.4.2022 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Klausturhald á Íslandi hófst með stofnun klausturs í Bæ í Borgarfirði árið 1030. Samtals voru þrettán klaustur stofnuð á fjórtán stöðum á kaþólsku tímaskeiði hérlendis en því síðasta var komið á fót á Skriðuklaustri árið 1493. Klaustrin urðu ásamt biskupsstólunum að umsvifamestu kirkjulegu stofnunum í landinu fram til siðaskipta. Þá var þeim lokað og kaþólsk trú bönnuð með lögum. Klausturhald féll í gleymsku og minjar úr klaustrum týndust. 

Lesa meira
 

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim 18.4.2015 - 25.4.2021 Safnahúsið við Hverfisgötu

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins. 

Lesa meira