Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim
Safnahúsið við Hverfisgötu
Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafnið sér um rekstur hússins.
Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Arnar Freyr Guðmundsson er hönnuður merkis Sjónarhorna.
Kynnið ykkur sýninguna Sjónarhorn og starfsemi Safnahússins við Hverfisgötu á heimasíðunni www.safnahusid.is Vefleiðsögn um sýninguna er einnig aðgengileg á vefnum.
Að fenginni tillögu Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Íslands til mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur ráðherra tekið ákvörðun um að verkefni Safnahússins við Hverfisgötu færist til Listasafnsins frá og með 1. mars 2021 næstkomandi og verði vettvangur nýrrar grunnsýningar þess.