Fyrirsagnalisti

Ómur. Landið og þjóðin í íslenskri hönnun 29.1.2005 - 1.5.2005 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Getur þjóðarsálin búið í klakaboxi, á snaga eða í gallabuxum?

Þessum spurningum og fleiri var velt upp á sýningu Þjóðminjasafnsins, Ómur - Landið og þjóðin í íslenskri hönnun, sem opnuð var í Bogasalnum snemma árs 2005. Sýningin var ein sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Sýnd voru verk 42 hönnuða sem sýningarhöfundarnir Páll Hjaltason arkitekt og Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður völdu eftir sex flokkum: snjórinn, sauðkindin, sjórinn, þjóðbúningurinn, hraunið og þjóðlegt. Verkin á sýningunni spönnuðu allt frá arkitektúr til skartgripa og leitast var við að sýna hvernig íslensk hönnun byggir á grunni arfleifðar og lands en er útfærð, endurnýjuð og aðlöguð nýjum aðstæðum og þörfum samtímans.

Frú Dorrit Moussaieff opnaði sýninguna og Valgerður Sverrisdóttir ávarpaði gesti.

Lesa meira
 

Reykholt, búskapur og umhverfi 26.1.2005 - 31.12.2005 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Reykholt, búskapur og umhverfi var rannsóknasýning um þverfaglegar rannsóknir í Reykholti opnuð. Reykholtsverkefnið var samstarfsverkefni fjölmargra stofnana innanlands og utan um sögu, náttúru, búskap, fornleifar og bókmenntir í Reykholti.

Lesa meira
 

"Hér stóð bær" 15.1.2005 - 27.2.2005 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í Myndasal snemma árs 2005 gat að líta greiningarsýninguna „Hér stóð bær“, þar sem gestir voru beðnir um að hjálpa til við að þekkja bæina á myndunum. Ljósmyndir sem berast myndasafni Þjóðminjasafnsins eru misvel skráðar og þangað berast söfn af filmum sem eru alveg óskráð. Þar á meðal eru margar bæjarmyndir. 

Lesa meira
 

Átján álagablettir 15.1.2005 - 27.2.2005 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Ljósmyndasýningin Átján álagablettir sem sett var upp á Veggnum snemma árs 2005 var tileinkuð átján barna föður í álfheimum og öðrum forvitnum Íslendingum, þessa heims og annars.„Átján vóru synir mínir í álfheimum..."

Lesa meira
 

Eldur í Kaupinhafn 1.1.2005 - 31.12.2005 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Eldur í Kaupinhafn - 300 ára minning Jóns Ólafssonar úr Grunnavík var rannsóknarsýning sem sett var upp síðsumars árið 2005. Sýningin var samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavíkur-Jóns og fjallaði um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705-1779), ævi hans og störf.

Lesa meira