Opnunartími og verð
Þjóðminjasafnið er opið alla daga frá kl. 10-17. Miðaverð er 2.500 kr. og miðinn gildir í eitt ár. Frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Kaffihúsið er opið frá kl. 11-16 þegar safnið er opið.
Aðgöngumiðinn gildir á allar sýningar og viðburði á vegum safnsins. Hægt er að kaupa aðgöngumiða á staðnum eða hér á vefsvæði safnsins.
Þjóðminjasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17 frá 1. maí til 15. september og alla daga nema mánudaga frá 16. september til 30. apríl.
Gjaldskrá 2023
Almennur aðgöngumiði sem gildir í eitt ár |
2.500 kr. |
Börn yngri en 18 ára |
frítt |
Eldri borgarar (67 ára og eldri). Stakur miði sem gildir eitt skipti |
1.200 kr. |
Öryrkjar |
frítt |
Námsmenn (stakur miði sem gildir í eitt skipti) |
1.200 kr. |
Frítt er fyrir félaga í ICOM og FÍSOS gegn framvísun félagsskírteinis.
- Hljóðleiðsögn í snjallsíma er á íslensku, ensku, dönsku, þýsku, frönsku, sænsku, spænsku, ítölsku eða pólsku. Einnig er boðið upp á hinsegin hljóðleiðsögn, Regnbogaþráðinn, á íslensku og ensku en þar er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi.
- Safnbúðin er opin á sama tíma og safnið.
- Kaffihús er opið frá kl. 11-16 þegar safnið er opið.
Leiðsögn
Upplýsingar | Verð (aðgangseyrir er ekki innifalinn) |
---|---|
Almenn leiðsögn, um 45 mín. | 30.000 kr. Hámarksfjöldi gesta í leiðsögn er 25. Ef hópar eru stærri er þeim skipt í smærri hópa og gjald tekið fyrir hvern hóp. Boðið er upp á leiðsagnir á eftirfarandi tungumálum: Íslensku, ensku, þýsku, pólsku, ítölsku, frönsku og kínversku. Frekari upplýsingar veitir Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, Þjónustustjóri í síma 5302207 eða á netangið bokun@thjodminjasafn.is |
Sérfræðileiðsögn á opnunartíma (aðgangseyrir ekki innifalinn). | Frekari upplýsingar veitir Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, Þjónustustjóri í síma 5302207 eða á netangið bokun@thjodminjasafn.is |
Skólahópar
Bókanir skólahópa fara fram í gegn um bókunarsíðu safnfræðslunnar. Frekari upplýsingar um safnfræðslu veita safnkennarar: kennsla@thjodminjasafn.is.
Keldur á Rangárvöllum
Opið 1. júní - 31. ágúst. Lokað yfir vetrartímann.
Aðgangseyrir 2023 | |
---|---|
Almennur aðgangseyrir | 1500 kr. |
Börn (að 18 ára aldri) | frítt |
Námsmenn | 800 kr. |
Eldri borgarar | 800 kr. |
Öryrkjar | ókeypis |