Skipurit

Skipurit

26.4.2016

Yfirlýstur tilgangur með stjórnskipulagi Þjóðminjasafns Íslands er að endurspegla hlutverk safnsins, sbr. ákvæði laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011 og reglugerð um Þjóðminjasafn Íslands nr. 896/2006.

Stjórnskipulag Þjóðminjasafns 1. mars 2021.

Á kjarnasviði Þjóðminjasafns Íslands er unnið að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu menningar- og þjóðminja; þ.e. húsa, mynda, muna og þjóðhátta með söfnun, varðveislu, rannsóknum, skráningu og miðlun. Framkvæmdastjóri kjarnasviðs er Ágústa Kristófersdóttir.

Á stoðsviði fer fram starfsemi á sviði fjármála, rekstrar, þjónustu, mannauðsmála, markaðsmála, safnfræðslu og öryggismála. Framkvæmdastjóri stoðsviðs er Þorbjörg Gunnarsdóttir.

Framkvæmdastjórar eru staðgenglar þjóðminjavarðar.

Starfsstöðvar safnsins eru þrjár.

Skipurit_2022