Skipurit

Skipurit

Yfirlýstur tilgangur með stjórnskipulagi Þjóðminjasafns Íslands er að endurspegla hlutverk safnsins samkvæmt safnalögum, lögum um Þjóðminjasafn Íslands og reglugerð safnsins sem og að fylgja eftir markmiðum þess og framtíðarsýn, auka samvinnu og samræður, auðvelda verkefnaskipulag með aukinni áherslu á tímabundin verkefni og gera starfið markvisst. 

Í samræmi við lög um Þjóðminjasafn Íslands, safnalög og lög um menningarminjar sem tóku gildi í ársbyrjun 2013 var stjórnskipulag Þjóðminjasafns endurskoðað og  nýtt skipurit tók gildi 1. janúar 2016. Stjórnskipulagið byggir á eldra skipulagi með aðlögun að auknu umfangi á ábyrgð.

Kjarnasvið safnsins eru fimm; safnkostur, rannsóknir og þróun og miðlun. Innan sviðs safnkosts eru hús, munir og ljósmyndir.  Kjarnasviðin endurspegla lögbundið hlutverk Þjóðminjasafns á sviði þjóðminjavörslu safnkosts, rannsókna og miðlunar.
Fjármál og þjónusta tilheyrir stoðsviði stofnunarinnar. Stoðsviðið snýr að rekstri, starfsmannahaldi og öryggismálum. Fjármálastjóri starfar með þjóðminjaverði að stefnumörkun Þjóðminjasafns Íslands og er staðgengill hans. 

Starfsmenn sviða heyra allir beint undir viðkomandi sviðsstjóra. Sérfræðingar bera ábyrgð gagnvart sviðsstjóra á árangri skilgreindra verkefna hvers árs í samræmi við markmið ársins/árangursstjórnunarsamning og samþykkta fjárhagsáætlun ársins. Viðkomandi sérfræðingar eru í forsvari fyrir þróun síns málaflokks og góðum og faglegum samskiptum meðal starfsmanna.

Í stjórnskipulaginu eru sjö teymi grunnstarfa sem ætlað er að tryggja þverfræðilega samvinnu þvert á mörk sviða. Fulltrúar hvers sviðs koma að mótun starfseminnar fyrir hvert ár.

Starfsstöðvar safnsins eru fjórar. 

Nytt-skipurit-des-2017