Skipurit

Skipurit

26.4.2016

Yfirlýstur tilgangur með stjórnskipulagi Þjóðminjasafns Íslands er að endurspegla hlutverk safnsins, sbr. ákvæði laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011 og reglugerð um Þjóðminjasafn Íslands nr. 896/2006.

Skrifstofa þjóðminjavarðar 
Auk þjóðminjavarðar starfar á skrifstofu þjóðminjavarðar mannauðsstjóri.

Kjarnasvið
Á kjarnasviði er unnið að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu menningar- og þjóðminja; þ.e. húsa, mynda, muna og þjóðhátta með söfnun, varðveislu, rannsóknum, skráningu og miðlun.
Framkvæmdastjóri kjarnasviðs er Ágústa Kristófersdóttir.

Þjónustusvið
Undir þjónustusviði heyrir sýningahald, móttaka gesta og þjónusta við þá. Safnfræðsla, sem er veigamikill þáttur í starfseminni er á þjónustusviði sem og kynningar- og markaðsmál.
Framkvæmdastjóri þjónustusviðs er Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir.

Fjármálasvið
Á fjármálasviði fer fram starfsemi á sviði fjármála, rekstrar og öryggismála.
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs er Þorbjörg Gunnarsdóttir.

Framkvæmdastjórar eru staðgenglar þjóðminjavarðar.

Starfsstöðvar safnsins eru þrjár; Sýningarsalur og skrifstofur eru á Suðurgötu í Reykjavík. Starfsemi kjarnasviðs fer fram á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og í Vesturvör í Kópavogi. 

Skipurit Þjóðminjasafns Íslands 1. júlí 2023:

Skipurit_juli_2023