Húsasafn

Húsasafn

Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands veitir innsýn í húsakost þjóðarinnar á seinni öldum og þróun húsagerðar á Íslandi. Húsasafnið er kjarni safnkosts Þjóðminjasafns Íslands á landsbyggðinni. Meðal húsa Þjóðminjasafnsins eru allir stærstu og merkustu torfbæir landsins og allar þær torfkirkjur sem eru í upprunalegri gerð. Í Húsasafninu er stærsta safn torfhúsa sem til er.Sviðstjóri húsasafnsins er Guðmundur Lúther Hafsteinsson gudmundur.luther@thjodminjasafn.is Skrifstofa húsasafnsins er á Tjarnarvöllum 11, 220 Hafnafirði.

Sauðanes

Sauðanes á Langanesi

Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi allt frá 12.öld. Prestsbústaðurinn að Sauðanesi (Sauðaneshús) var byggður 1879 og Sauðaneskirkja 1889. Gamla prestshúsið er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum og er gert úr steini er fluttur var langt að og tilhöggvinn á staðnum. 

Lesa meira
Arngrimsstofa

Arngrímsstofa í Svarfaðardal

 Á Tjörn í Svarfaðardal er stórbýli og kirkjustaður. Þar var prestssetur fram til ársins 1917. Í brekku beint upp af Tjörn er kotbýlið Gullbringa, sem byggðist á 18. öld. Þar stendur enn framhús, sem byggt var framan við gamla bæinn og þar bjó Arngrímur Gíslason málari (1829-87) síðustu ár ævi sinnar ásamt seinni konu sinni og börnum. 

Lesa meira
Burstafell

Bustarfell í Vopnafirði

Á Bustarfelli er stór og glæsilegur torfbær og hefur hann verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Minjasafnið á Bustarfelli er til húsa í bænum en þar má meðal annars sjá gamla muni úr bænum og úr eigu Bustarfellsættarinnar.  Safnið er opið 1. júní - 20. september alla daga frá kl. 10:00 - 17:00. 21. september - 31. maí er opið eftir samkomulagi. Vinsamlegast hafið samband í síma 844-1153 og fáið nánari upplýsingar.

Lesa meira
Bæjardyr á Reynistað

Bæjardyr á Reynistað

Á Reynistað í Skagafirði er bæjardyrahús sem er það eina sem varðveist hefur af bæ þeim sem staðarhaldarinn Þóra Björnsdóttir lét reisa eftir mikinn bruna sem þar varð árið 1758. Í bæjardyrunum getur að líta eitt af fáum dæmum um timburgrind frá 18. öld. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira
Núpsstaður

Bænhús á Núpsstað

Núpsstaður er austasti bær í Fljótshverfi, skammt vestan við Lómagnúp. Húsið er lokað almenningi.

Lesa meira

Galtastaðir fram í Hróarstungu

Á Galtastöðum fram er lítill torfbær frá 19. öld með svokallaðri fjósbaðstofu. Baðstofuloftið var þá yfir fjósinu og ylurinn af kúnum nýttist til húshitunar. Bærinn er lokaður fyrir almenning.

Lesa meira
Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær í Skagafirði

Sýningar í Glaumbæ eru opnar frá 1. apríl til 19. maí alla virka daga kl. 10 til 16.  Frá 20. maí til 20. september er opið alla daga frá kl. 9 til 18. Frá 21. september til 30. október er opið alla virka daga kl. 10 til 16. Utan þessa tíma er opið eftir samkomulagi.

Lesa meira
Grafarkirkja

Grafarkirkja á Höfðaströnd

 Gísli Þorláksson Hólabiskup (1657-1684) mun hafa látið reisa Grafarkirkju eða a.m.k. gera á henni endurbætur á síðasta fjórðungi 17. aldar en jörðin var þá í hans eigu. Ekkja hans, Ragnheiður Jónsdóttir (d. 1715) gerði staðinn að miklu miklu menningarsetri í sinni tíð. Grafarkirkju má telja til elstu húsa sem enn standa á Íslandi. Húsið er lokað almenningi. 

Lesa meira
Grenjaðarstaður

Grenjaðarstaður í Aðaldal

Í hópi hinna stóru norðlensku torfbæja er gamla prestssetrið á Grenjaðarstað. Staðurinn var meðal tekjuhæstu kirkjustaða landsins. Í núverandi mynd sinni var bærinn að mestu reistur á síðari hluta 19. aldar og í veggjum hans er aðallega hraungrýti úr nágrenninu. 

Lesa meira
Hjallur í Vatnsfirði

Hjallur í Vatnsfirði

 Á Vestfjörðum er á stórum svæðum mikið af prýðilegu hleðslugrjóti og var þar víða eingöngu notað grjót í veggi torfhúsa. Hjallurinn er gott dæmi um þetta. Hann er með stærstu og veglegustu húsum sinnar tegundar á landinu en hann er talinn reistur um 1880. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira
Hof

Hofskirkja í Öræfum

 Elsta heimild um kirkju í Hofi er í máldaga frá 1343 og var hún þá bændakirkja, helguð heilögum Klemens. Síðar varð kirkjan útkirkja frá Sandfelli. Kirkjan sem nú stendur var reist á árunum 1883-85 af Páli Pálssyni forsmið og snikkara frá Hörgsdal. Hún er með timburgrind úr bindingsverki, en steinhlöðnum langveggjum og helluþaki, þöktu torfi. Kirkjan er lokuð almenningi.

Lesa meira

Hraunskirkja í Keldudal

Keldudalur gengur inn af Dýrafirði, og er Hraun um 10 km í loftlínu vestur frá Þingeyri, en komst þó seint í vegasamband heldur var aðgengi einkum frá sjó.Hraunskirkja var reist árið 1885. Aðalsteinn Pálsson bóndi í Hrauni sá um smíðina og gaf söfnuðinum húsið. Kirkjan stendur rétt utan við gamla kirkjugarðinn en innan hans hafa eldri kirkjur í Hrauni staðið. Kirkjan er lokuð almenningi.

Lesa meira
Keldur

Keldur á Rangárvöllum

 Á Keldum er torfbær af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem varðveist hefur á Suðurlandi. Timburgrind skálans er með stafverki, prýdd strikum af rómanskri gerð. Úr skálanum liggja jarðgöng, sem talin eru frá 12. eða 13. öld og eru líklega undankomuleið á ófriðartímum. Auk þess hefur fjöldi útihúsa varðveist. Opið  1. júní - 31. ágúst alla daga 10 -18. Verð: 1200 kr á mann. 1000 kr fyrir hópa (10+).

Lesa meira
Húsið á Eyrabakka

Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka

 Eyrarbakki varð ein af höfnum einokunarverslunarinnar árið 1602 og varð verslunin þar mjög umsvifamikil á síðari hluta 19. aldar og fram á þá tuttugustu. Húsið var reist árið 1765 og var upphaflega heimili verslunarstjóra og annars starfsfólks Eyrarbakkaverslunarinnar. Assistentahúsið var byggt við Húsið árið 1881 en þar var aðsetur verslunarþjóna Lefolii-verslunarinnar. Byggðasafn Árnesinga hefur verið í húsunum frá 1995. Opið alla daga frá 1. maí til 30. sept. 11 – 18.

Lesa meira
Kirkjuhvammskirkja

Kirkjuhvammskirkja

Skammt upp af Hvammstanga er Kirkjuhvammskirkja. Jörðin Kirkjuhvammur á Vatnsnesi, sem í fornum skjölum er nefnd Hvammur í Miðfirði, var talin góð jörð en þó ekki , stórbýli. Kirkjuhvammur var talinn þingstaður árið 1406. Búskap var hætt í Kirkjuhvammi árið 1947 og húsin jöfnuð við jörðu um 1960. Kirkjan er eina húsið frá fyrri tíð sem nú er á jörðinni. Kirkjan er lokuð almenningi.

Lesa meira
Klukknaport

Klukknaportið á Möðruvöllum í Eyjafirði

Klukknaportið á Möðruvöllum er talið reist um 1780. Það er hið eina sinnar tegundar sem varðveist hefur frá svo gamalli tíð en slík port voru algeng við kirkjur fyrr á öldum. Í portinu hanga þrjár klukkur og er sú elsta frá árinu 1769, sú næsta frá 1799 og sú yngsta er frá árinu 1867.

Lesa meira
Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja

Gamla kirkjan í Krýsuvík varð eldi bráð aðfaranótt 2. janúar 2010. Unnið er að endursmíði kirkjunnar í samstarfi við Iðnskólann í Hafnarfirði. Endursmíðin er nýtt til að kenna gömul vinnubrögð við timbursmíði.

Lesa meira
Laufás

Laufás í Eyjafirði

Torfbærinn í Laufási er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri á síðari hluta 19. aldar, en  hann á sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir. Munirnir sem eru í bænum nú eru flestir frá nágrannabæjunum en nokkrir eru þó frá Laufási. Minjasafnið á Akureyri sér um starfsemina í bænum.  Opið  13. maí - 1. október alla daga frá 9 -17.  Aðgangseyrir kr. 1600. Kr. 800 fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir börn 17 ára og yngri. 15% afsláttur fyrir hópa 10 eða fleiri.

Lesa meira
Litlibær

Litlibær í Skötufirði

Skötufjörður gengur suður úr miðju Ísafjarðardjúpi, og er eyjan Vigur úti fyrir fjarðarminninu. Litlibær var reistur árið 1895 af tveimur vinafjölskyldum, sem bjuggu upphaflega sín í hvorum hluta hússins og var því þá skipt í miðju með þvervegg. Húsið er úr timbri með steinhlöðnum veggjum upp að langhliðum og grasi á þökum. Opið er alla daga frá 10-17 yfir sumartímann og kaffi og meðlæti til sölu.

Lesa meira