Söfn og hús um land allt
Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands veitir innsýn í húsakost þjóðarinnar á seinni öldum og þróun húsagerðar. Húsasafnið er kjarni safnkostsins á landsbyggðinni. Meðal húsa safnsins eru allir stærstu og merkustu torfbæir landsins og allar torfkirkjur sem eru í upprunalegri gerð. Í húsasafninu er stærsta safn torfhúsa sem til er. Sérfræðingur húsasafnsins er Alma Sigurðardóttir, alma.sigurdardottir@thjodminjasafn.is. Skrifstofa húsasafnsins er að Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði.
Lesa meiraArngrímsstofa í Svarfaðardal
Á Tjörn í Svarfaðardal er stórbýli og kirkjustaður. Þar var prestssetur fram til ársins 1917. Í brekku beint upp af Tjörn er kotbýlið Gullbringa, sem byggðist á 18. öld. Þar stendur enn framhús, sem byggt var framan við gamla bæinn og þar bjó Arngrímur Gíslason málari (1829-87) síðustu ár ævi sinnar ásamt seinni konu sinni og börnum.
Lesa meiraBustarfell í Vopnafirði
Á Bustarfelli er stór og glæsilegur torfbær og hefur hann verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Minjasafnið á Bustarfelli er til húsa í bænum en þar má meðal annars sjá gamla muni úr bænum og úr eigu Bustarfellsættarinnar. Safnið er opið 1. júní - 20. september alla daga frá kl. 10:00 - 17:00. 21. september - 31. maí er opið eftir samkomulagi. Vinsamlegast hafið samband í síma 844-1153 og fáið nánari upplýsingar.
Lesa meiraBæjardyr á Reynistað
Á Reynistað í Skagafirði er bæjardyrahús sem er það eina sem varðveist hefur af bæ þeim sem staðarhaldarinn Þóra Björnsdóttir lét reisa eftir mikinn bruna sem þar varð árið 1758. Í bæjardyrunum getur að líta eitt af fáum dæmum um timburgrind frá 18. öld. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraBænhús á Núpsstað
Núpsstaður er austasti bær í Fljótshverfi, skammt vestan við Lómagnúp. Húsið er lokað almenningi.
Lesa meiraGaltastaðir fram í Hróarstungu
Á Galtastöðum fram er lítill torfbær frá 19. öld með svokallaðri fjósbaðstofu. Baðstofuloftið var þá yfir fjósinu og ylurinn af kúnum nýttist til húshitunar. Bærinn er lokaður fyrir almenning.
Lesa meiraGlaumbær í Skagafirði
Sýningar í Glaumbæ eru opnar sem hér segir 2021:
20. maí - 20. september | 10:00-18:00 | Alla daga |
21. september - 20. október | 10:00-16:00 | Virka daga |
21. október - 31. mars | Eftir samkomulagi | |
1. apríl - 19. maí | 10:00 - 16:00 | Virka daga |
Grafarkirkja á Höfðaströnd
Gísli Þorláksson Hólabiskup (1657-1684) mun hafa látið reisa Grafarkirkju eða a.m.k. gera á henni endurbætur á síðasta fjórðungi 17. aldar en jörðin var þá í hans eigu. Ekkja hans, Ragnheiður Jónsdóttir (d. 1715) gerði staðinn að miklu miklu menningarsetri í sinni tíð. Grafarkirkju má telja til elstu húsa sem enn standa á Íslandi. Húsið er lokað almenningi.
Lesa meiraGrenjaðarstaður í Aðaldal
Á Grenjaðarstað stendur stendur einn stærsti torfbær landsins. Af honum er mikil prýði og vert er að leggja leið sína á Grenjastað þegar ferðast eru um norðurland.
Lesa meiraHjallur í Vatnsfirði
Á Vestfjörðum er á stórum svæðum mikið af prýðilegu hleðslugrjóti og var þar víða eingöngu notað grjót í veggi torfhúsa. Hjallurinn er gott dæmi um þetta. Hann er með stærstu og veglegustu húsum sinnar tegundar á landinu en hann er talinn reistur um 1880. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraHofskirkja í Öræfum
Elsta heimild um kirkju í Hofi er í máldaga frá 1343 og var hún þá bændakirkja, helguð heilögum Klemens. Síðar varð kirkjan útkirkja frá Sandfelli. Kirkjan sem nú stendur var reist á árunum 1883-85 af Páli Pálssyni forsmið og snikkara frá Hörgsdal. Hún er með timburgrind úr bindingsverki, en steinhlöðnum langveggjum og helluþaki, þöktu torfi. Kirkjan er lokuð almenningi.
Lesa meiraHraunskirkja í Keldudal
Keldudalur gengur inn af Dýrafirði, og er Hraun um 10 km í loftlínu vestur frá Þingeyri, en komst þó seint í vegasamband heldur var aðgengi einkum frá sjó.Hraunskirkja var reist árið 1885. Aðalsteinn Pálsson bóndi í Hrauni sá um smíðina og gaf söfnuðinum húsið. Kirkjan stendur rétt utan við gamla kirkjugarðinn en innan hans hafa eldri kirkjur í Hrauni staðið. Kirkjan er lokuð almenningi.
Lesa meiraHúsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka
Eyrarbakki varð ein af höfnum einokunarverslunarinnar árið 1602 og varð verslunin þar mjög umsvifamikil á síðari hluta 19. aldar og fram á þá tuttugustu. Húsið var reist árið 1765 og var upphaflega heimili verslunarstjóra og annars starfsfólks Eyrarbakkaverslunarinnar. Assistentahúsið var byggt við Húsið árið 1881 en þar var aðsetur verslunarþjóna Lefolii-verslunarinnar. Byggðasafn Árnesinga hefur verið í húsunum frá 1995.
Opið alla daga frá 30. maí til 31. ágúst kl. 11 - 18 og eftir samkomulagi.
Lesa meiraKirkjuhvammskirkja
Skammt upp af Hvammstanga er Kirkjuhvammskirkja. Jörðin Kirkjuhvammur á Vatnsnesi, sem í fornum skjölum er nefnd Hvammur í Miðfirði, var talin góð jörð en þó ekki , stórbýli. Kirkjuhvammur var talinn þingstaður árið 1406. Búskap var hætt í Kirkjuhvammi árið 1947 og húsin jöfnuð við jörðu um 1960. Kirkjan er eina húsið frá fyrri tíð sem nú er á jörðinni. Kirkjan er lokuð almenningi.
Lesa meiraKlukknaportið á Möðruvöllum í Eyjafirði
Klukknaportið á Möðruvöllum er talið reist um 1780. Það er hið eina sinnar tegundar sem varðveist hefur frá svo gamalli tíð en slík port voru algeng við kirkjur fyrr á öldum. Í portinu hanga þrjár klukkur og er sú elsta frá árinu 1769, sú næsta frá 1799 og sú yngsta er frá árinu 1867.
Lesa meiraKrýsuvíkurkirkja
Gamla kirkjan í Krýsuvík varð eldi að bráð aðfaranótt 2. janúar 2010. Kirkjan var endurreist og var smíðin á vegum Iðnskólans í Hafnarfirði, síðar Tækniskólans, og gafst þar tækifæri til að kenna gömul vinnubrögð við timbursmíði. Þjóðminjasafn Íslands kom einnig að þessu verkefni.
Lesa meiraLaufás í Eyjafirði
Torfbærinn í Laufási er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri á síðari hluta 19. aldar, en hann á sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir. Munirnir sem eru í bænum nú eru flestir frá nágrannabæjunum en nokkrir eru þó frá Laufási. Minjasafnið á Akureyri sér um starfsemina í bænum. Sumar opnun er frá 1. júní - 31. ágúst. Opið alla daga frá kl. 11-17. Aðgangseyrir er. 1800 kr, 900 fyrir eldriborgara. Frítt fyrir öryrkja og börn 17 ára og yngri.
Lesa meiraLitlibær í Skötufirði
Skötufjörður gengur suður úr miðju Ísafjarðardjúpi, og er eyjan Vigur úti fyrir fjarðarminninu. Litlibær var reistur árið 1895 af tveimur vinafjölskyldum, sem bjuggu upphaflega sín í hvorum hluta hússins og var því þá skipt í miðju með þvervegg. Húsið er úr timbri með steinhlöðnum veggjum upp að langhliðum og grasi á þökum. Opið er alla daga frá 10-18 yfir sumartímann og kaffi og meðlæti til sölu.
Lesa meiraNesstofa við Seltjörn
Nesstofa er fyrsti íslenski landlæknisbústaðurinn, hlaðin úr tilhöggnu grjóti á árunum 1761-1767. Í Nesstofu hófst opinber lyfsala árið 1772 og þar starfaði einnig ljósmóðir. Húsið komst í einkaeign þegar embættin tvö voru flutt til Reykjavíkur upp úr 1830.
Nesstofa er ekki opin almenningi.
Lesa meiraNýibær á Hólum í Hjaltadal
Nýibær er dæmi um miðlungsstóran torfbæ af norðlenskri gerð. Sú gerð torfbæja kom fram á 19. öld og einkennist af því að burstir snúa fram á hlað en bakhús liggja hornrétt á bæjargöng. Nýibær var reistur árið 1860. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraPakkhús á Hofsósi
Pakkhúsið á Hofsósi er meðal elstu húsa sinnar tegundar á landinu. Það er stokkbyggt bjálkahús með háu skarsúðarþaki. Húsið er talið reist 1777. Geymsluloft er í húsinu og op á efri hæð með hlerum, þar sem vörur voru fluttar um.
Lesa meiraSauðanes á Langanesi
Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi allt frá 12. öld. Prestsbústaðurinn að Sauðanesi (Sauðaneshús) var byggður 1879 og Sauðaneskirkja 1889. Gamla prestshúsið er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum og er gert úr steini er fluttur var langt að og tilhöggvinn á staðnum.
Lesa meiraReykholtskirkja í Borgarfirði
Reykholtskirkja var reist á árunum 1886-1887 af Ingólfi Guðmundssyni. Í formum kirkjunnar gætir sterkra áhrifa frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Kirkjan er opin almenningi.
Lesa meiraSauðahús í Álftaveri
Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri var munkaklaustur í kaþólskum sið, stofnað 1168. Þar er nú bær og kirkjustaður. Nokkru sunnan við bæjarhúsin eru tvö sambyggð sauðahús, sem ekki er auðvelt að komast að. Við enda þeirra var áður hlaða og opið úr henni inn í bæði sauðahúsin. Vestara húsið var byggt skömmu fyrir aldamótin 1900 en það eystra nokkru síðar. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraSaurbæjarkirkja í Eyjafirði
Saurbæjarkirkja er stærst þeirra fáu torfkirkna sem varðveist hafa á landinu. Hún var reist árið 1858 af timburmeistaranum Ólafi Briem (1808-59), sem lærði trésmíði í Kaupmannahöfn á árunum 1825-1831. Ólafur var mikilvirkur forsmiður í Eyjafirði um sína daga og er hann einnig höfundur Hólakirkju í Eyjafirði og Gilsstofu sem nú stendur við Glaumbæ í Skagafirði.
Lesa meiraSelið í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er vestast í Öræfasveit. Talið er að einbýli hafi verið í Skaftafelli fram á öndverða nítjándu öld. Byggð var í Seli árið 1832 en öll byggð fluttist skömmu síðar upp í hæðina vegna ágangs Skeiðarár. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraSómastaðir við Reyðarfjörð
Á Sómastöðum er nú gamalt steinhús sem Hans Jakob Beck útvegsbóndi byggði við torfbæinn þar árið 1875. Húsið er opið almenningi þriðjudaga og fimmtudaga milli klukkan 14 og 16, frá 1. júní - 31. ágúst.
Lesa meiraSjávarborgarkirkja í Skagafirði
Sjávarborgarkirkja stendur á Borg, klettahöfða skammt frá Sauðárkróki, og rís hátt upp frá sléttlendinu í kring. Þarna var kirkjustaður að minnsta kosti frá því á 14. öld. Kirkjan er úr timbri, byggð af Ólafi Guðmundssyni frá Húsey árið 1853, og stóð húsið upphaflega rétt norðan gamla torfbæjarins. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraSkipalón í Eyjafirði
Á Skipalóni eru tvö hús í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Þar bjó Þorsteinn Daníelsson (1796-1882) smiður og mikill athafnamaður. Hann var brautryðjandi á sviði jarðræktar í Eyjafirði og upphafsmaður að þilskipaútgerð við Eyjafjörð. Smíðaði Þorsteinn bæði húsin á Skipalóni og ýmis önnur merk hús fyrir norðan, auk báta og ýmsa gripi úr tré og járni. Íbúðarhúsið, sem gengur undir nafninu Lónsstofa, reisti hann árið 1824 og nítján árum síðar smíðahúsið. Eins og nafnið bendir til hafði Þorsteinn þar verkstæði sitt. Lokað almenningi.
Lesa meiraStóru-Akrar í Skagafirði
Í Blönduhlíð eru fjórir bæir, er ganga undir nafninu Akratorfa. Einn þeirra eru Stóru-Akrar, þar sem bjó Skúli Magnússon, síðar landsfógeti, mestan hluta sýslumannstíðar sinnar í Skagafirði og standa enn leifar af bæ sem hann lét byggja á árunum 1743-45. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraStaðarkirkja í Reykhólasveit
Um 8 km vestur frá Reykhólum á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu er kirkjustaðurinn Staður. Þar var á árum áður stórbýli og Ólafskirkja í kaþólskum sið. Prestssetur var á Stað fram til 1948 en var þá flutt að Reykhólum, þar sem áður hafði verið útkirkja frá Stað. Staðarkirkja var reist árið 1864 af Daníel Hjaltasyni gullsmið, hreppstjóra og bónda. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraSæluhús við Jökulsá á Fjöllum
Jökulsá á Fjöllum var mikill farartálmi fyrr á öldum. Áin var hvergi talin reið, en áður voru lögferjur á stöðum þar sem umferð var mest. Ráðist var í að reisa sæluhúsið um 1880, úr steini. Talað var um að reimt væri í húsinu og að þar væri um að ræða dýr á stærð við vetrungskálf, kafloðið og ægilegt. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraTeigarhorn við Berufjörð
Gamla íbúðarhúsið á Teigarhorni var reist fyrir Niels Peder Weywadt (1814-1883 ) verslunarstjóra Örum og Wulff verslunarinnar við Djúpavog um 1880. Reisulegur kvistur með flatsúlum í nýklassískum stíl setur sterkan svip á húsið. Unnið er að framkvæmdum á húsinu og það er því lokað.
Lesa meiraTungufellskirkja
Í Tungufelli í Hrunamannahreppi er timburkirkja af eldri gerð turnlausra kirkna sem einkennast af því að veggir eru lágir og gluggar nema við þakbrún. Hún var reist árið 1856 af Sigfúsi Guðmundssyni forsmið sem einnig smíðaði Hrunakirkju og gömlu sóknarkirkjuna í Skálholti. Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Lesa meiraViktoríuhús í Vigur
Timburhús undir klassískum áhrifum, reist af Sumarliða Sumarliðasyni gullsmið um 1860. Það var upphaflega byggt við timburstofu frá því um 1800. Í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1992. Opið í samræmi við siglingar Vesturferða.
Lesa meiraVindmylla í Vigur
Eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins úr timbri. Talið er að Daníel Hjaltason gullsmiður hafi reist mylluna um 1860 en hún hefur síðar verið stækkuð og endurbætt. Í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1992.
Lesa meiraVíðimýrarkirkja í Skagafirði
Torfkirkjan á Víðimýri var reist árið 1834 af Jóni Samsonarsyni smið og alþingismanni frá Keldudal. Kirkjan er opin gestum 1. júní - 31. ágúst, 10-18 alla daga. Sjá frekari upplýsingar : http://www.glaumbaer.is/is/safnid
Lesa meiraÞverá í Laxárdal
Þverá er bær og kirkjustaður í Laxárdal, Suður-Þingeyjasýslu, annexía frá Grenjaðarstað. Á Þverá stendur enn merkilegur torfbær af norðlenskri gerð og snúa stafnar fram á hlað en bakhús snúa þvert á framhúsin. Fjöldi útihúsa eru enn uppistandandi, mörg þeirra í góðu ásigkomulagi. Unnið er að viðgerð bæjarins og er hann lokaður almenningi.
Lesa meira