
Árdagar íslenskrar fornleifafræði. Rannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit
Þriðjudaginn 26. janúar kl. 12 verður fyrirlestur og leiðsögn um sýninguna Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit. Hrönn Konráðsdóttir og Eva Kristín Dal, verkefnastjórar sýningarinnar, munu fjalla um rannsóknir á Hofstöðum á fyrrihluta 20. aldar. Þetta tímabil mætti nefna árdaga íslenskrar fornleifafræði en þá fóru fram fyrstu markvissu rannsóknirnar á fornminjum hér á landi.

Barnaleiðsögn
Sunnudaginn 7. febrúar kl. 14 verður fyrsta barnaleiðsögn vetrarins í Þjóðminjasafni Íslands.