Jólasíða Þjóðminjasafnsins

Jóladagskrá safnsins og fróðleikur um jólasiði Íslendinga 30.11.2023 - 6.1.2024 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

 

Jólakötturinn er í felum á safninu. Ratleikur á íslensku, ensku og pólsku. 1.12.2023 - 6.1.2024 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólakötturinn hefur falið sig á tíu stöðum á Þjóðminjasafninu ... innan um hina ýmsu vætti, suma góða en aðra ferlega! Skyldi hann ætla að bjóða þeim til veislu? 

 

Dagskrá til heiðurs dr. Kristjáni Eldjárn 6.12.2023 12:15 - 13:30 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Á fæðingardegi dr. Kristjáns Eldjárn, þann 6. desember, bjóða Félag fornleifafræðinga og Þjóðminjasafn Íslands á fyrirlestur í Fyrirlestrasal safnsins við Suðurgötu 41.

 
Með verkum handanna

Sérfræðileiðsögn með Lilju Árnadóttur um sýninguna Með verkum handanna 9.12.2023 14:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Lilja Árnadóttir leiðir gesti um sýninguna Með verkum handanna, en á henni eru öll íslensku refilsaumsklæðin sem varðveittust á Íslandi. Á sérfræðileiðsögn Lilju í nóvember var fullt út dyrum og þurftu gestir frá að hverfa. Einstakt tækifæri til að njóta þekkingar Lilju á refilsaumsklæðunum íslensku.

 

Íslensku jólasveinarnir koma við á Þjóðminjasafninu kl. 11 12.12.2023 - 24.12.2023 10:59 - 11:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Íslensku jólasveinarnir munu koma í Þjóðminjasafnið á hverjum degi, eins og venja er til, frá því að Stekkjastaur kemur til byggða þann 12. des og allt þar til Kertasníkir kemur á aðfangadag. Við tökum á móti þeim klukkan 11 að morgni ... og hlökkum til.