Börnin endurskapa þjóðminjar. Sýning á verkum nemenda í Grandaskóla. 23.4.2024 - 28.4.2024 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Barnastarf er mikilvægur þáttur í starfi Þjóðminjasafnsins. Safngripirnir og sagan sem þeir segja eru börnum óþrjótandi uppspretta sköpunar og þau velta ætíð upp óvæntum og nýjum sjónarhornum í verkum sínum. Á Barnamenningarhátíð 2024 verða sýnd listaverk barna sem eru innblásin af safnkostinum. Verið öll velkomin. 

 

Kóngaklæði, kanína og Hvalsá. Sýning á verkum nemenda í Ísaksskóla. 23.4.2024 - 28.4.2024 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Barnastarf er mikilvægur þáttur í starfi Þjóðminjasafnsins. Safngripirnir og sagan sem þeir segja eru börnum óþrjótandi uppspretta sköpunar og þau velta ætíð upp óvæntum og nýjum sjónarhornum í verkum sínum. Á Barnamenningarhátíð 2024 verða sýnd listaverk barna sem eru innblásin af safnkostinum. Verið öll velkomin. 

 

Reflar og skildir. Sýning á verkum nemenda í Dalskóla. 23.4.2024 - 28.4.2024 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Barnastarf er mikilvægur þáttur í starfi Þjóðminjasafnsins. Safngripirnir og sagan sem þeir segja eru börnum óþrjótandi uppspretta sköpunar og þau velta ætíð upp óvæntum og nýjum sjónarhornum í verkum sínum. Á Barnamenningarhátíð 2024 verða sýnd listaverk barna sem eru innblásin af safnkostinum. Verið öll velkomin. 

 
Teatr-cieni

Pólsk skuggamyndasmiðja á Sumardaginn fyrsta 25.4.2024 13:00 - 15:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl kl. 13-15, mun listakonan Sylwia Zajkowska stjórna pólskri skuggamyndasmiðju í Þjóðminjasafni Íslands. Í smiðjunni verður hægt að útbúa leikbrúður og fleira fyrir skemmtilegar skuggamyndasýningar og fá þátttakendur að taka þá leikmuni sem þau útbúa með sér heim. 

 

Örnámskeið í refilsaumi í apríl og maí. Heimilisiðnaðarfélagið. 27.4.2024 10:00 - 13:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Uppselt hefur verið á öll námskeiðin sem haldin hafa verið. Hvert námskeið er eitt skipti, hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 13.30. Útsaumspakki fylgir og þátttakendum er boðið á sýninguna Með verkum handanna.

 
MVH-leidsogn-Agusta

Sérfræðileiðsögn með Ágústu Kristófersdóttur 27.4.2024 14:00 - 15:00 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Laugardaginn 27. apríl verður Ágústa Kristófersdóttir með leiðsögn um sýninguna Með verkum handaa. 

 

Leiðsögn með Lilju Árnadóttur. Síðasti sýningardagur. 5.5.2024 14:00 - 15:00 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þann 5. maí, á síðasta sýningardegi, verður Lilja Árnadóttir sérfræðingur með leiðsögn um sýninguna. 

 
Brot úr framtíð

Sýningaropnun: Brot úr framtíð 8.6.2024 - 5.1.2025 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Brot úr framtíð í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands byggir á listrannsókn og myndlistarverkefni Þorgerðar Ólafsdóttur þar sem hún veltir fyrir sér fyrirbærum tengdum mannöld og hugmyndum okkar um menningar- og náttúruarf. 

 

Þjóð í mynd: Myndefni frá stofnun lýðveldis 1944 17.6.2024 - 5.1.2025 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Kvikmyndasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands munu standa saman að sýningu um stofnun lýðveldis á Íslandi hinn 17. júní 1944.

 

Lögréttutjöldin 17.6.2024 - 17.6.2025 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í tilefni 80 ára afmælishátíðar lýðveldis á Íslandi mun Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðgarðinn á Þingvöllum sýna tjöld sem eru talin hafa hangið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum á síðari hluta 18. aldar.