Ferðahópar

Leiðsögn hópa

18.10.2016

Þjóðminjasafnið býður upp á leiðsögn fyrir smærri og stærri hópa. 

Við tökum vel á móti hópum!

Leiðsögn fyrir hópa er á opnunartíma, frá kl. 10 til 17, en hana þarf að panta fyrirfram. Taka skal fram nafn hóps, óskir um dagsetningu, tímasetningu og gestafjölda, auk nafns og símanúmers tengiliðs.

Leiðsagnir eru á íslensku eða ensku.

Til að bóka fyrir hópa eða panta leiðsögn, vinsamlega sendið tölvupóst á bokun@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 530 2207.


Verð (aðgangseyrir er ekki innifalinn)
Almenn leiðsögn, um 45 mínútur.30.000 kr.

Hámarksfjöldi gesta í leiðsögn er 25. Boðið er upp á leiðsagnir á íslensku og ensku.

Við leggjum okkur fram við að taka vel á móti öllum hópum sem vilja heimsækja safnið með aðgengi fyrir alla að leiðarljósi. Nánari upplýsingar um aðgengi er að finna hér.

Skólahópar

Bókanir skólahópa fara fram í gegn um bókunarsíðu safnfræðslunnar. Frekari upplýsingar um safnfræðslu veita safnkennarar: kennsla@thjodminjasafn.is.