Leiðsögn hópa
Þjóðminjasafnið býður upp á leiðsögn fyrir smærri og stærri hópa.
Ferðahópar á vegum fyrirtækja í ferðaþjónustu
Upplýsingar um kjör til ferðaþjónustufyrirtækja veitir þjónustustjóri Þjóðminjasafnsins. Netfangið er bokun@thjodminjasafn.is eða í síma 530-2207.
Ferðaþjónustufyrirtækjum sem hyggjast koma með viðskiptavini sína í heimsókn í Þjóðminjasafnið og vilja komast í reikningsviðskipti er vinsamlegast bent á að hafa samband við þjónustustjóra eða senda á netfangið bokun@thjodminjasafn.is.
Aðrir ferðahópar
Vinsamlegast sendið ósk um bókun á netfangið bokun@thjodminjasafn.is. Taka skal fram nafn hóps, óskir um dagsetningu, tímasetningu og gestafjölda, auk nafns og símanúmers tengiliðs.
Leiðsögn fyrir hópa er almennt á opnunartíma, frá kl. 10 til 17.
Upplýsingar | Verð (verð er fyrir utan aðgangseyri) |
---|---|
Almenn leiðsögn á opnunartíma (greiðist aukalega ofan á aðgangseyri) Leiðsögnin tekur um 45.mín. | 30.000 kr. Hópar stærri en 25 skiptast niður og er gjaldið fyrir hvern hóp. Boðið er uppá leiðsagnir á eftirfarandi tungumálum: Íslensku, ensku, þýsku, pólsku, ítölsku, frönsku og kínversku. |
Frekari upplýsingar veitir Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, Þjónustustjóri í síma 5302207 eða á netangið bokun@thjodminjasafn.is
Aðrir hópar
Tekið er vel á móti ýmsum hópum í safninu sem ekki falla undir hefðbundna skóla- eða ferðamannahópa.
Við leggjum okkur fram við að taka vel á móti öllum hópum sem vilja heimsækja safnið með aðgengi fyrir alla að leiðarljósi. Nánari upplýsingar um aðgengi er að finna hér.
Skólahópar
Bókanir skólahópa fara fram í gegn um bókunarsíðu safnfræðslunnar. Frekari upplýsingar um safnfræðslu veita safnkennarar: kennsla@thjodminjasafn.is.