Salarleiga

Leiga á sölum

Fyrirlestrar, ráðstefnur, tónleikar o.fl.

17.5.2016

Þjóðminjasafn Íslands leigir út sali við ýmis tækifæri, svo sem fyrir ráðstefnur, tónleika, fundi og fleira. Salirnir eru í safninu við Suðurgötu. 

Fyrirlestrasalur

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins tekur 56 manns í sæti og hægt er að bæta við u.þ.b. 40 aukastólum. Þar er tölva, skjávarpi, tússtafla og myndvarpi. Hægt er að taka fyrirlestra upp (hljóð og mynd) og þarf viðkomandi að koma með USB lykil sem er á kerfinu FAT32 og láta þjónustustjóra eða vaktstjóra vita fyrir fram. Einnig er hægt að setja upp skyggnusýningarvél ef látið er vita af því með fyrirvara. 

Fyrirlestrasalur

Fyrirlesarar koma með efni sitt á minniskubbi (pc-umhverfi).

Nánari upplýsingar um bókun og verð.