Rannsóknarstöður

Rannsóknarstaða tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns

1.12.2015

Við Þjóðminjasafn Íslands er sérstök rannsóknarstaða til rannsókna á sviði þjóðminjavörslu, tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Rannsóknarverkefnum sem unnið er að í rannsóknarstöðu Kristjáns Eldjárns er ætlað að efla rannsóknarstarfsemi Þjóðminjasafnsins almennt og við ráðningu í stöðuna er meðal annars tekið mið af rannsóknarstefnusafnsins. 

Í reglugerð segir: „Við Þjóðminjasafn Íslands skal vera sérstök rannsóknarstaða, tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta Íslands. Staðan er ætluð fræðimönnum, er sinna rannsóknum á sviði íslenskrar menningarsögu sem fellur undir starfssvið Þjóðminjasafns Íslands. 

Kristján Eldjárn

Þjóðminjavörður ræður í stöðuna til allt að tveggja ára. Þjóðminjavörður ákvarðar um launakjör fræðimannsins, innan marka kjarasamninga og fjárheimilda. Fræðimaður skilar áfanga- eða rannsóknarskýrslum árlega. Skal stefnt að því, að niðurstöður rannsókna hans meðan hann gegndi stöðunni birtist á viðurkenndum vísindalegum vettvangi að ráðningartíma loknum. Skulu þær rannsóknarniðurstöður jafnframt varðveittar í Þjóðminjasafni Íslands, eins þótt óbirtar séu."

Rannsóknarstaða dr. Kristjáns Eldjárns er auglýst laus til umsóknar hverju sinni.