Rannsóknir

Rannsóknir Ljósmyndasafns Íslands

Mikill vaxtakippur kom í sýningarhald á ljósmyndum á Íslandi eftir 1970. Nauðsynlegt þótti að fá yfirsýn yfir það. Með leit í úrklippusafni Listasafns Íslands, dagblöðum og safni yfir sýningarskrár var unnin skrá yfir ljósmyndasýningar. Sýningarfjöldinn kom á óvart. Ívar Brynjólfsson vann að gerð frumskrár sem Inga Lára Baldvinsdóttir hefur unnið frekar að. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkrar helstu sýningarnar frá 1970 til dagsins í dag. 

Verkefnið er enn í vinnslu.

Þorsteinn Jósepsson. Steinar Örn Atlason vann að rannsókn á myndum Þorsteins Jósepssonar. Henni lauk með sýningu 2014.

Íslenskir kvenljósmyndarar. Viðtöl tekin af Hallgerði Hallgrímsdóttur árið 2011. Linda Ásdísardóttir vinnur að yfirlitsgrein um íslenska kvenljósmyndar sem birtist 2014.

Sigfús Eymundsson myndasmiður- Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Rannsókn unnin af Ingu Láru Baldvinsdóttur. Rannsókn lauk með útgáfu bókar árið 2013.

Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990. Rannsókn unnin af Steinari Erni Atlasyni 2010-12.

Ljósmyndari Mývetninga. Mannlífsmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar. Hörður Geirsson, Inga Lára Baldvinsdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir unnur að rannsókninni. 2011.

Til gagns og til fegurðar. Sjálfsmyndir í ljósmyndum og klæðnaði á Íslandi 1860-1960.  Æsa Sigurjónsdóttir vann að rannsókninni með liðstyrk frá Þjóðminjasafni Íslands og ýmsum fleiri aðilum á árunum 2005-2008. Rannsókninni lauk með útgáfu bókar árið 2008. 

Þjóðin, landið og lýðveldið. Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Ágúst Ó. Georgsson, Christiane Stahl, Linda Ásdísardóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson unnu að rannsókninni. 2008.

Konunglegur hirðljósmyndari.  Rannsókn á starfsferli Ólafs Magnússonar og þætti hans í íslenskri ljósmyndasögu.  Inga Lára Baldvinsdóttir og Ívar Brynjólfsson unnu að rannsókninni. 2003.

Líf og starf Lofts Guðmundssonar. Inga Lára Baldvinsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Erlendur Sveinsson unnu að rannsókninni. 2002

Ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum 1860. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2002.

Skotskífur úr fórum Det Kongelige Kjöbenhavnske Skydeselskab og danske Broderskab. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2001.

Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945.Yfirlitsrit um sögu íslenskrar ljósmyndunar og starfandi ljósmyndara á tímabilinu. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2001.

Ferðalangurinn og rithöfundurinn Throup og Íslandsmyndir hans. Ívar Brynjólfsson annaðist rannsóknina. 2001.

Magnús Ólafsson og framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2000.

Hans Malmberg og Íslandsmyndir hans. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2000.

Líf og starf Sigríðar Zoëga. Æsa Sigurjónsdóttir vann að rannsókninni. 2000.

Ljósmyndir teknar af Fransmönnum á Íslandi á 19. öld. Æsa Sigurjónsdóttir vann að rannsókninni. 2000.

Ljósmyndun á Íslandi 1950-1970. Guðrún Harðardóttir vann að rannsókninni. 1999.

Rannsókn á gömlum þjóðlífsmyndum úr bókum og blöðum frá fyrri öldum. Halldór J. Jónsson vann í félagi við Árna Björnsson. 1984.

Skrá yfir mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar málara. Rannsókn unnin af Halldóri J. Jónssyni. 1977.