Ása G Wright
Minningarsjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright við Þjóðminjasafn Íslands var stofnaður árið 1968. Hann er í vörslu Þjóðminjasafnsins og skal standa straum af heimsóknum erlendra fræðimanna, er boðnir eru samkvæmt settum reglum til að flytja fræðilega fyrirlestra á vegum safnsins.
Ása G. Wright fæddist að Laugardælum í Ölfusi 12. apríl 1892. Hún varði mestum hluta ævi sinnar á erlendri grundu, fyrst í Englandi og síðar á hitabeltiseyjjunni Trinidad. Á Englandi kynntist Ása eiginmanni sínum, lögmanninum Newcome Wright. Þau eignuðust engin börn. Þegar Ása seldi eign sína, Spring Hill setrið á Trinidad vildi hún að andvirði eignarinnar kæmi Íslendingum að notum. Hún stofnaði því minningar- og verðlaunasjóð til minningar um foreldra sína og ættmenni á Íslandi.
Verðlaunasjóður Ásu Wright við Vísindafélag Íslendinga var stofnaður á hálfrar aldar afmæli Vísindafélagsins þann 1. desember 1968. Sjóðurinn veitir árlega viðurkenningu íslenskum vísindamönnum fyrir framúrskarandi vísindastörf og var fyrst úthlutað úr sjóðnum árið 1969 þegar Sigurður Norðdal hlaut þann heiður.