Skólahópar
Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir skólahópa þar sem hægt er að finna eitthvað við hæfi hvers aldursstigs.
Fræðslustarf Þjóðminjasafnsins er einn af hornsteinum safnstarfsins og er heimsókn skólahópa í safnið lögum samkvæmt nemendum og skólum að kostnaðarlausu. Dagskrá safnfræðslu er miðuð við Aðalnámskrá hvers skólastigs. Markmiðið er að bæði sýningar og safnkostur séu öllum gestum til fróðleiks, skemmtunar og örvunar.