Hópar

Skólahópar

Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir nemendur á öllum skólastigum og frístundahópa. Hér eru upplýsingar um heimsóknir, við tökum vel á móti ykkur.

Fræðslustarf Þjóðminjasafnsins er einn af hornsteinum safnstarfsins og er heimsókn skólahópa í safnið lögum samkvæmt nemendum og skólum að kostnaðarlausu. Dagskrá safnfræðslu er miðuð við Aðalnámskrá hvers skólastigs. Markmiðið er að bæði sýningar og safnkostur séu öllum nemendum til fróðleiks, skemmtunar og örvunar.

Öll safnfræðsla getur farið fram sem fjarheimsókn. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið kennsla@thjodminjasafn.is.


Leikskólar

(Beinagrindur, álfar og dularfullar styttur...)

Lesa meira

Grunnskólar
  • 1. - 10. bekkur

djlfdjflk

Lesa meira

Framhaldsskólar

Safnfræðsla fyrir framhaldsskólahópa felur í sér leiðsagnir um grunnsýningar Þjóðminjasafnsins og Safnahússins út frá ólíkum sjónarhornum sem henta mismunandi fögum eða áföngum.

Lesa meira

Háskólar

Þjóðminjasafnið býður upp á kynningu á starfsemi safnsins fyrir þau sem eru að hefja nám á háskólastigi.

Lesa meira

Fræðslupakkar
  • veflægt efni fyrir grunnskóla

Safnfræðsla Þjóðminjasafns Íslands býður kennurum í grunnskólum veflæga fræðslupakka um ólík þemu gamla bændasamfélagsins. Fræðslupakkarnir innihalda myndbönd safnkennara ásamt ítarefni svo sem heimildamyndir, vefsýningar, vefsíður og rit. Öllu er pakkað inn í kennsluáætlun með hugmyndum að verkefnum sem vinna má með nemendum út frá efninu.

Lesa meira

Frístundahópar
  • Þjóðminjasafn Íslands

Frístundahópar eru velkomnir í Þjóðminjasafnið. Ætlast er til að leiðbeinendur stýri heimsókninni og nýti ratleiki, safnabingó og aðstöðu í Stofu með börnunum.

Lesa meira

Hugmyndahatturinn - handbók fyrir grunnskólakennara

Söfn eru spennandi og skapandi námsvettvangur fyrir nemendur grunnskóla. Möguleikarnir á námi í samstarfi við safn eru margir og útkoman oft sérstaklega gefandi fyrir nemendur. 

Lesa meira