Farandsýningar til útláns
Sýningar til útláns
Þjóðminjasafn Íslands býður til útláns fjölmargar sýningar sem áður hafa verið settar upp í sölum safnsins. Flestar sýninganna eru ljósmyndasýningar með myndum sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en einnig er um gripasýningar að ræða.
Þeir sem hafa áhuga á að fá sýningarnar geta einnig fengið senda sýningatexta, mynda- eða gripamerkingar og kynningarefni. Eintök af bókum eða ritum sem safnið hefur gefið út í tengslum við viðkomandi sýningar, má fá í umboðssölu í safnverslun Þjóðminjasafns Íslands.
Nánari upplýsingar: Eva Kristín Dal s: 530-2258, eva.kristin@thjodminjasafn.is
Svipmyndir eins augnabliks
Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar
Þorsteinn Jósepsson var víðförull ferðalangur, rithöfundur og blaðamaður á Vísi, auk þess að vera mikilvirkur ljósmyndari. Hann vann gríðarlegt verk með því taka ljósmyndir um land allt, af hverri einustu sýslu og stórum hluta hálendisins, staðháttum og mannlífi, á árunum um 1930 til 1967.
Lesa meiraÉg fæ ekki af mér að flýja af hólmi
Á sýningunni tjá þrettán einstaklingar skoðanir sínar og tilfinningar. Þau eru á ýmsum aldri og koma úr ýmsum áttum en öll hafa þau komið við sögu hinsegin fólks á Íslandi með einum eða öðrum hætti.
Lesa meiraBjörgunarafrekið við Látrabjarg
Ljósmyndir Óskars Gíslasonar
Ljósmyndirnar voru teknar við gerð heimildarkvikmyndar Óskars Gíslasonar 1948 um hið frækilega björgunarafrek við Látrabjarg og sýna sviðsetta björgun skipverjanna á Dhoon árið 1947 og raunverulega björgun skipverja togarans Sargon, ári síðar.
Lesa meiraSigfús Eymundsson
Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar
Sigfús Eymundsson (1837-1911) var frumkvöðull ljósmyndunar á Íslandi. Hann opnaði fyrstu ljósmyndastofu í Reykjavík árið 1867 sem starfrækt var til 1909. Plötusafn ljósmyndastofunnar var keypt í heild sinni til Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni árið 1915 og var fyrsta ljósmyndasafn sem safnið tók til varðveislu.
Lesa meiraLjósmyndari Mývetninga
Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar
Bárður Sigurðsson (1872-1937) skapaði í ljósmyndum sínum þingeyskan sjónarheim og opnaði okkur þar með einstæða sýn inn í íslenskt bændasamfélag og þjóðmenningu.
Lesa meiraHjálmar R. Bárðarson í svarthvítu
Hjálmar R. Bárðarson (1918-2009) fyrrverandi siglingamálastjóri var afkastamikill áhugaljósmyndari og gaf út fjölda bóka með myndum af landi og þjóð. Á sýningunni eru nýjar eftirtökur svarthvítra mynda úr safni hans, bæði landslagsmyndir og listrænar myndir frá tímabilinu 1932 til 1988.
Lesa meira