Björgunarafrekið við Látrabjarg

Ljósmyndir Óskars Gíslasonar

  • Farandsýning - Látrabjarg

Ljósmyndirnar voru teknar við gerð heimildarkvikmyndar Óskars Gíslasonar 1948 um hið frækilega björgunarafrek við Látrabjarg og sýna sviðsetta björgun skipverjanna á Dhoon árið 1947 og raunverulega björgun skipverja togarans Sargon, ári síðar. 

Látrabjarg

Í desember 1947 strandaði breski togarinn Dhoon í aftakaveðri við Látrabjarg.Björgunarsveitarmenn frá Hvallátrum og Patreksfirði unnu frækilegt afrek við björgun 12 skipbrotsmanna við ógnvekjandi aðstæður og hlutu verðskuldaðan heiður fyrir, heima og erlendis. Óskar Gíslason ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður var ráðinn til að gera heimildarkvikmynd um þennan atburð. Kvikmyndin var frumsýnd í apríl árið 1949. Flest það fólk sem komið hafði að björguninni lék sjálft sig í myndinni. 

Farandsýning - Látrabjarg

Þegar unnið var að kvikmyndatökunni í Kollsvík, Barðastrandasýslu, komu boð um að breski togarinn Sargon væri strandaður við Hafnarmúla við Patreksfjörð. Fylgdi Óskar „leikurum“ sínum á strandstað og náði að festa á filmu björgun þeirra 6 skipverja sem enn voru á lífi.

Upptaka þessi var síðar felld inn í heimildarmyndina, en engar myndir höfðu verið teknar við björgun Dhoon. Sýningin var í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands árið 2012.

Farandsýning - Látrabjarg

Fjöldi mynda: Um 60 stk innrammaðar myndir. 25 stk portrettmyndir á fómspjöldum.

Frágangur: Myndirnar eru s/h og bæði innrammaðar og límdar upp á fóm.

Meðfylgjandi sýningargögn: Myndatextar,  inngangstexti á rafrænu formi ásamt nánari upplýsingum ef óskað.

 

Nánari uppl.: Eva Kristín Dal s: 530-2258,  eva.kristin@thjodminjasafn.is

Þjóðminjasafn Íslands býður til útláns fjölmargar sýningar sem áður hafa verið settar upp í sölum safnsins. Flestar sýninganna eru ljósmyndasýningar með myndum sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en einnig er um gripasýningar að ræða. 

Þeir sem hafa áhuga á að fá sýningarnar geta einnig fengið senda sýningatexta, mynda- eða gripamerkingar og kynningarefni. Eintök af bókum eða ritum sem safnið hefur gefið út í tengslum við viðkomandi sýningar, má fá í umboðssölu í safnverslun Þjóðminjasafns Íslands.