Ljósmyndari Mývetninga

Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar

  • Farandsýning-Bárður Sigurðsson

Bárður Sigurðsson (1872-1937) skapaði í ljósmyndum sínum þingeyskan sjónarheim og opnaði okkur þar með einstæða sýn inn í íslenskt bændasamfélag og þjóðmenningu.

Farandsýning-Bárður SigurðssonSýningin Ljósmyndari Mývetninga – Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar var í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands frá 29. janúar til 8. júní 2011. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, Menningarmiðstöðvar Þingeyinga á Húsavík og Minjasafnsins á Akureyri. Sýningin fékk mjög góðar viðtökur og lof gesta, enda veitir hún hún fáséða innsýn inn í íslenskt bændasamfélag við upphaf 20. aldar.

FFarandsýning - Bárðurjöldi mynda: Allt að 89 stk. í mismunandi efnisflokkum og stærðum. Má aðlaga misstórum sýningarrýmum.

Frágangur: Myndirnar eru innrammaðar.

Kostnaður við sýningu er kr. 45.000.- auk flutningskostnaðar.

Nánari uppl.: Eva Kristín Dal s: 530-2258,  eva.kristin@thjodminjasafn.is

Þjóðminjasafn Íslands býður til útláns fjölmargar sýningar sem áður hafa verið settar upp í sölum safnsins. Flestar sýninganna eru ljósmyndasýningar með myndum sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en einnig er um gripasýningar að ræða. 

Þeir sem hafa áhuga á að fá sýningarnar geta einnig fengið senda sýningatexta, mynda- eða gripamerkingar og kynningarefni. Eintök af bókum eða ritum sem safnið hefur gefið út í tengslum við viðkomandi sýningar, má fá í umboðssölu í safnverslun Þjóðminjasafns Íslands.