Fyrirsagnalisti

Endurkast, Í þokunni og Lífshlaup 16.5.2008 - 14.9.2008 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Endurkast er samsýning átta íslenskra ljósmyndara, sem nýlega stofnuðu Félag íslenskra Samtímaljósmyndara. Þessi sýning er jafnframt á dagskrá Listahátíðar. Í þokunni (In the Mist) er sýning franska ljósmyndarans Thomas Humery á myndum sem voru teknar nýlega hér á landi. Báðar sýningarnar standa til 14. september.

Lesa meira
 

Til gagns og til fegurðar 8.2.2008 - 4.5.2008 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sýningin Til gagns og til fegurðar byggir á rannsóknum Æsu Sigurjónsdóttur listfræðings á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum frá 1860 til 1960.

Lesa meira
 

Tvö þúsund og átta 8.2.2008 - 4.5.2008 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Veggnum stendur yfir sýningin Tvö-þúsund-og-átta með ljósmyndum Veru Pálsdóttur af fatatísku nútímans og fríkuðum fastagestum á skemmtistaðnum Sirkus. Sýningin er sett upp í samstarfi við tímaritið NÝTT LÍF en Vera starfar nú sem ljósmyndari NÝS LÍFS við góðan orðstír.

Lesa meira
 

Á efsta degi. Býsönsk dómsdagsmynd frá Hólum 20.10.2007 - 25.5.2008 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Til sýnis eru þrettán fornar og fagurlega útskornar furufjalir, nú kenndar við bæinn Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, en munu upprunalega hafa verið úr mikilfenglegri dómsdagsmynd sem prýtt hefur dómkirkju Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum í Hjaltadal.

Lesa meira