Eldri sýningar

Tvö þúsund og átta

 • 8.2.2008 - 4.5.2008, Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Veggnum stendur yfir sýningin Tvö-þúsund-og-átta með ljósmyndum Veru Pálsdóttur af fatatísku nútímans og fríkuðum fastagestum á skemmtistaðnum Sirkus. Sýningin er sett upp í samstarfi við tímaritið NÝTT LÍF en Vera starfar nú sem ljósmyndari NÝS LÍFS við góðan orðstír.

Hugmyndin að ljósmyndasyrpunni á sýningunni Tvö-þúsund-og-átta kviknaði þegar fréttist að ætti að loka Sirkus. Staðurinn hefur verið þekktur fyrir litríkt skemmtanahald, enda margir gestanna skapandi listamenn. Verkefnið var unnið fyrir NÝTT LÍF og birtist myndasyrpa úr seríunni í 2. tölublaði þess, ásamt umfjöllun um skemmtistaðinn. Blaðið kemur út 14. febrúar næstkomandi.

Ljósmyndasyrpan er gerð til að heiðra litskrúðugt mannlíf skemmtistaðarins Sirkus og hefur Veru Pálsdóttur nú tekist að fanga frumlega fatatísku gestanna með ljósmyndavélinni, sem og frjálst og óheflað andrúmsloft staðarins. Allir sem að verkefninu komu eru fastagestir á Sirkus og fötin sem fyrirsæturnar klæðast eru fengin hjá þeim.

Myndirnar á sýningunni Tvö-þúsund-og-átta eru ævintýralegar, óvæntar og litskrúðugar, - eins og Sirkus.

Vera hefur starfað sem ljósmyndari á annan áratug og unnið með þekktum ljósmyndurum, innan lands og utan, meðal annars í París, New York og Reykjavík.

Vera Pálsdóttir ljósmyndari

 • 2008
  Ljósmyndari hjá Nýju lífi
 • 1999-2007
  Sjálfstætt starfandi fegurðar- og tískuljósmyndari aðallega í París og New York.
  Freelance beauty and fashion photographer, mostly in Paris and New York.
 • 1995-1999
  Aðstoðarmaður Christophe Kutner, fegurðar- og tískuljósmyndara.
  Assistant to fashion ? and beauty photographer, Christope Kutner .
 • 1992-1995
  Aðstoðarmaður Studio Rouchon, París. Vann með ýmsum þekktum ljósmyndurum.
  Assistant Studio Rouchon, Paris. Worked with several well known photographers.
 • 1990-1991
  Aðstoðarmaður hjá Sigríði Bachmann, ljósmyndara, Reykjavík.
  Assistant to Sigridur Bachmann, portrait photographer, Reykjavík.
 • 1990
  BA próf i ljósmyndun/ BA degree, photography: Brooks Institute of Photography, Kalifornía.
 • Birtingar/ Published Photographs:
  ELLE France, ELLE US, Glamour France, Glamour Spain, AMICA Germany, Seventeen Magazine US, Surface Magazine US, Grazia Italy, Gala France Flavor France, DS France, Madame Figaro France, Style and Family Tunes Germany, TANK UK, BGN France, Olympia Fr, LaRedoute , Monoprix, Isabelle Ballu, Tehen France, Nike.