Fyrirsagnalisti

Ljósmynd: Sviðsett nálgun Kirstine Lund á portrettljósmyndun sést með skýrum hætti hér á mynd hennar af Petru dóttur sinni og vinkonu hennar, um 1900. Ljósmynd: Skjalasafn, Sögusafnið í Vendsyssel.

Í skugganum 21.5.2022 - 4.9.2022 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Konur í hópi frumkvöðla á sviði ljósmyndunar eru í forgrunni sýningar  í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands. Sýningin Í skugganum varpar ljósi á tíu konur sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Íslandi og Færeyjum á síðari hluta 19. aldar.

Lesa meira
 
Ljósmynd: Sjálfsmynd af Nicoline Weywadt

Nicoline Weywadt 21.5.2022 - 4.9.2022 Veggur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Í tengslum við farandsýninguna Í skugganum er sérsýning á verkum fyrsta íslenska kvenljósmyndarans, Nicoline Weywadt, á Veggnum á 1. hæð Þjóðminjasafns Íslands. Á sýningunni eru nokkrar ljósmyndir hennar auk teikningar af ljósmyndastúdíóinu sem hún lét byggja á Teigarhorni.

Lesa meira
 

Drasl eða dýrgripir? 1.5.2022 - 31.12.2022 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Lesa meira
 

Úr mýri í málm 30.4.2022 - 1.5.2024 Hornið - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á öldum áður unnu Íslendingar járn úr mýrum. Það var gert með rauðablæstri sem stundaður var í töluverðu mæli fram eftir miðöldum. Þá fór að draga verulega úr járngerð hér á landi og mun rauðablástur hafa lagst endanlega af á 17. eða 18. öld. Við það gleymdist margt varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. 

Lesa meira
 

Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit 22.2.2020 - 2.10.2022 Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild allt frá víkingaöld og fram á þá tuttugustu. Þar er gríðarstór veisluskáli sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Að auki eru þar minni mannvirki sem hvert hafði sitt hlutverk. Nafn jarðarinnar og skálatóftin mikla sem talin var hofið sem bæjarnafnið vísaði til varð til þess að fræðimenn fengu snemma áhuga á staðnum.

Lesa meira